Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1963, Blaðsíða 12
MAGNÚS BJÖRNSSON á Syðra-Hóli fór svo l gröfina, að þeir, sem
sérstaJdega eru til þess kjörnir að vega og meta hœfileika rit-
höfunda l landinu til launa og viðurkenningar, settu hann aldrei
á skrár sínar, og er það samtíð hans tvl litils sóma. Eigi að slður var
Magnús meðal beztu rithöfunda landsins, og fór saman hjá hon-
um styrkur og hagleikuj í máli, nœmur skilningur á mannlegu eðli
og þekking á þeim tíma og þvl umhverfi, er hann helgaði rithöf-
undarstörf sín. Það mun sammœli margra skynbærra manna, að
bezta verk hans sé meðal þess, er af mestum glœsibrag er ritað
á íslenzka tungu. — Þátturinn um Kornsár-Gróu, sem hér birtist,
var siðasta verkið, sem Magnúsi au&naðist að Ijúka.
Þau Kornsárhjón hafa orðið lang-
lífari í landinu en flestir grannar
þeirra í héraði um þær mundir og
uppi samtíða þeim. Þeir hurfu flestir
furðuskjótt í gleymsku, og vita fáir
deili á þeim nú orð'ið, nema einstöku
grúskarar cg ættfræðingar. Jón og
Gróa hafa lifað í frásögnum í tvö
hundruð ár og ekki af því, að hátt
hafi borið mannkosti þeirra og vin-
ans ól Gróa son og var sá skírður
Jón, skráður sonur Jóns Þórarinsson-
ar og hjónabandsbarn.
Af óljósum sögnum og munnmæl-
um er ag ráða, að Gróa hafi snemma
getið sér illt orð og loddi það við
hana alla ævi. Margt var henni fundið
til foráttu en fátt var lagt út á betra
veg. Sögðu menn hana komna af
Sveini skotta, alræmdum misindis-
MAGNÚS BJÖRNSSON Á SYÐRA-HÓLI:
KORNSÁRGRÓA
... ,
Jón tiét maður Þórarinsson,
bóndi í Vainsdal og Víðidal um
og eftir miðja 18. öld; fæddur
um 1720. Kona hans hét Gróa
Jónsdóttir, talin tveim árum
yngri, og áttu þau nokkur börn.
Þau töldust bjargálna, enda var
Jón af efnuðum kominn, sonur
Þórarins ríka Ögmundssonar í
Forsæludal. Illt var í ári fyrstu
búskaparár Jóns, því að harðindi
mikil gengu yfir landið um mið-
bik aldarinnar, og síðan kom
fjárkláðinn og drap niður fé
manna. Jón bjó fyrst á Bakka í
Vatnsdal, síðan á Hringhóli, hjá
leigu frá L’ndirfelli, en komst á
Kornsá, sem kölluð var vildis-
jörð, 1757 og bjó þar tíu ár eða
; lengur. Fluttist þá að Kolugili
í Víðidal og var þar síðan meðan
hann lifðt.
sældir og Gróu þó síður. Var svu
lengi, að kulda og óhugnað lagði ai
nafni hennar, þegar það var nef- t,
hvar sem hún var kunnug. Um upp-
runa hennar og ætt er flest á huldu,
hefur þó að líkindum verig kynjuð úr
Vatnsdal. Þar var Gróunafn algengt
lengi. Það er víst, að á yngri árum
hefur hún verið í kaupstaðnum við
Spákonufellshöfða og þjónað þar
dönskum verzlunarmönnum í kaup-
tíðinni. Óvíst er, að kaupmenn hafi
haft vetursetu í Höfðakaupstag á
þeim árum. En hvort sem dvöl Gróu
var þar lengri eða skemmri urðu
afleiðingarnar illar og örlagaríkar.
Manna á meðal gekk Gróa undir
nafninu Kornsár-Gróa. Segir Espólín
I Árbókum, að hún hafi verið „heldur
kyndug". í Skagfirðingasögu er hún
kölluð Höfða-Gróa, „kvenskratti mik-
ill“. Loks kemur svo Gísli Konráðs-
son meg vitnisburð sinn í Húnvetn-
ingasögu. Hann segir, að Jón Þórarins
son hafi fengið Gróu með ráði kaup-
manns þess eða skipara, er oft kom
í Höfðakaupstag og Bertel hét. Þá
var Gróa þunguð og átti kaupmaður
þungann með henni. í fyllingu tím-
manni, sennilega ag tilhæfulausu og
fundið upp Gróu til hnjóðs. Það þurfti
heldur ekki að vekja undrun og fjas
þó að hún stæðist illa freistingar
holdsins, er hlut áttu ag máli danskir
sjómenn og verzlunarmenn. Þær voru
fleiri lausar fyrir, er útlendir menn
voru annars vegar. Og þarna í Höfða
var hún „þénustupía" hjá glæsilega
búnum og kvensömum kaupmanni, er
sigldi hafskipi um íslandshaf, stranga
-'iói og stóra og kastaði akkerum
tíiui iangt volk við Spákonufellshöfða.
Þeim dönsku fylgdi meira aðdráttar-
afl og öðruvísi angan en kotunga-
sonum, er mokuðu flór og dömluðu
á smábátum uppi á grunnmiðum,
klæddir illa þefjandi skinnklæðum.
Ekki er þess getið, að Jón Þórarins
son felldi rýrg á Gróu vegna fyrir-
málsburðar, og ekki getur annars, en
að samfarir þeirra hafi verið snurðu-
litlar. Virðist Jón hafa verið hvatvis
og heldur grunnhygginn, en Gróa
farið sér hægar og verig lævís og
undirhyggukona. Þau áttu að minnsta
kosti sjö börn, að Jóni hinum hálf-
danska meðtöldum.
Um þessar mundir var Bjami Hall-
708
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ