Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1963, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1963, Blaðsíða 11
— Ja, ég veit ekki, hvað segja skal. Ég hef eíkfki gefið út neina Ijóðahék. Hins vegar hef ég ort talsvert undir |msum dulnefnum, bæði alvarleg ljóð og grínljóð. Ég orti heimspekileg smá ljóg um tíma í Sneglinum undir dul- nefninu SVB. Hugmyndinni er að vísu stolið frá danska skáldinu Piet Hein, sem hefur kveðið slík ljóð undir nafninu Kumhel. Formið í þessum Ijóðum er nefðbundið, en efnismeð- ferðin á að vera nýstárleg og i lokin á að koma sérstök óvænt lausn. Heín kallaði smáljóð sín Gruk, og ég fór að dæmi hans og kallaði min Krunk. Ég get nefnt þér sem dæmi eitt þess- ara ljóða. Það er ort í háloftunum, í flugvél milli Kaupmannahafnar og Reykjavíkur, og það' fjallar um þá vel líðan, sem kemur alltaf yfir mann, að sitja í þægilegu sæti í flugvél. Það er svona: Líði manni vel, eins og lið'ið getur, vill maður láta sér líða hetur. Ég held, að í þessu iitla ljóði sé sagður einfaldur sannleikur, sá, að maður nái aldrei hápunkti hamingj- unnar. Ég hef einnig ort alvarleg ljóð, þar á meðal ljóðaflokk, sem ég las í útvarpið síðari hlutann í ágúst. Ég á mikið í handritum og mikið óunnið, en hvort það kemur nokkurn tíma út, veit ég ekki. Meðal annars á ég í handriti fyrsta leikritig úr þríleik, sem kannski verður aldrei fullgerð- ■nr, en hann á að fjalla um endalok íslenzks sjálfstæðis á Sturlungaöld; — efnið er tekig úr Sturlungu. Annars er ekki gott ag tala um verk, sem ekki hafa verið opinheruð. Hins veg- ar skal ég láta þig hafa til birtingar Ijóð, sem ég orti vestur í Dölum súmarið 1946, og ég kalla „Á slóðum skálds.“ Tildrög þess kvæðis eru þau, að ég hafði hugsað mér að skrifa rit um Stefán frá Hvítadal. Hann var Strandamaður eins og ég, og hæg heimatökin fyrir mig að komast í kynni við fólk, sem þekkti skáldið bæði þar og í Dölum. Síðar kom Ivar Orgland hingað til lands og fór að svipast um eftir verkefni til ag skrifa um og fékk augastað á Stefáni. Ég lofaði honum þá að skrifa upp og nota það, sem ég hafði safnað, og það hefur hann notfært sér í bók sinni um Stefán, en auðvitað hætt miklu við frá sjálfum sér. En vorig 1946 fór ég að vinna að þessu, og hélt þá um sumarið í Dali til að safna heimildum um skáldið, og dvaldist þá um hríð vig góðan beina hjá bekkj arbróður mínum, séra Pétri T. Odds- syni, manni, sem ég harma mjög. Þar á heimili hans varg þetta ljóð til. KB. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ Á s/óðum skáids Víðfeðmur dalur með iðgrænum engjum riðinn er enn af röskum drengjum. Ég lít í Saurbæ það sveinaval. En hvar er skátdið frá Hvítadal? Hann, sem reið fremstur, í fylkingunni og öðrum fremur þá íþrótt kunni að bregða þeim gangi er beztur var. Það hófatak ávallt af öðru bar. Þá var brunað úr hlaði 1 Bessatungu, og fuglar vorsins um frelsið sungu. Eins varð ei fjótraður andi hans, þótt fengi hann gervi hins fatlaða manns. Fjörið var jafnan í för með honum. Bakkusi unni og blóðheitum konum. Við gleðina aldrei gekk á snið, þótt dauðinn ögraði á aðra hlið. Á enda var skeiðið áður en varði. Dauðinn að skáldsins dyrum barði. Seig yfir nóttin og sýnir fal. Horfinn var Stefán frá Hvítadal. Að Hvammi í Dölum 13. ágúst 1946. Sveinn Bergsveinsson. # '97

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.