Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1963, Page 5

Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1963, Page 5
ROBERT FALCON SCOTT. Myndin var máluS 1905. landiff. Hann hafði sannað tilvist þess, en þaff var allt og sumt. Suð-" rænir sjófarendur fylgdu í fótspor Cooks. Cook hafffi skírt landið sem hann fann, Georgíu, í höfuðið á kon- ungi sínum. Þeir notuðu þetta land sem bækistöð' og sóttu þaðan æ lengra til suðurs. Þessar ferðir voru margar mjög frækilegar, enda voru margir forystumenn þeirra engin smá- menni. En þag var þó ekki fyrr en Sir James Ross var sendur á vegum brezku ríkisstjórnarinnar til þess að finna suðursegulpólinn, að vísindaleg könnun á Suðurskautslandinu hófst. Hann og menn hans sigldu þangað' á tveimur Utlum skipum og brutust með geysilegri karlmennsku og hörku gegnum ísbreiðurnar til íslauss hafs, sem þeir nefndu Ross-haf. Þar sáu þeir, á 78. breiddargráðu, fjallgarð, sem Ross gaf nafnið Viktoríuland i höfuð hinnar ungu drottningar Breta veldis. Lengra í austri fundu þeir feiknlegan ísvegg, svo mikinn, að' þeir höfðu aldrei litið annan eins áður. Þag liðu margir áratugir áður en næsti rannsóknarleið'angur til suður- skautsins var gerður út af hálfu brezku stjórnarinnar, og hann bar engan árangur. Því næst fór belgískur leiðangur til íssvæðanna við suður- skautið ári'ð 1897. Leiðangursmenn lokuðust inni í ísnum og urðu að eyða vetrinum þar. Lifðu þeir hann af við mestu hörmungar. Skömmu síðar hélt enskur leiðangur til íssvæðanna, kom sér þar upp vetrarhýsi og hafðist þar við yfir veturinn, fóru þeir í stuttar en þýðingarmiklar sleðaferðir þá um veturinn. Óhætt er að fullyrða, að þessar ferðir hafi lagt grundvöllinn að frek- ari rannsóknum á svæðunum um- hverfis hig eiginlega suðurskaut og endanlegri ferð til sjálfs skautsins. Sir Clements Markham hafði nú komizt til enn meiri vegs og virðing- ar. Árið 1893 var hann kosinn forseti Hins konunglega landfræðifélags í Bretlandi. Og þá leið ekki á löngu, þar til hann kom hugmynd sinni um suð- urskautsleiðangur á framfæri og vann ag því með þeirri þrautseigju, sem honum var lagin, að henni yrði hrundið í framkvæmd. Það fór líka svo, ag brezka stjórnin hét lionum stuðningi sínum og lagði fram 92.000 pund til undirbúnings leiðangursins. Vegna þeirra sérstöku aðstæð'na, sem eru við suðurskautið, þurfti að smíða sérlega traust skip, sem þyldi ag fást við ís og slæm veður. Var nú ráðizt í að teikna slíkt skip og smíði þess síðan hafin. Undirbúningur var líka hafinn á öllum öðrum sviðum, sem vörðuðu leið'angurinn. Þag var aðeins eitt, sem vantaði — leiðangursstjór- ann. Og það þætti ótrúlegt nú á tím- um, að unnt væri að útbúa leiðangur að mestu leyti, án þess að leiðangurs- stjóri hefði verið ákveð'inn og hafður með í ráðum. Þá var það einn sumardag, ag svo bar til, að Sir Clements Markham var á gangi niður Buckingham-hallar- stræti, en ltobert Falcon Scott var á leið upp strætið hinum megin. Hann sá Markham og gekk yfir götuna til þess að' taka hann tali, og þarna á göt- unni gerðist Scott foringi hins vænt- anlega suðurskautsleiðangurs. Að tveim dögum Uðnum sendi Scott formlega umsókn til brezku stjórnar- innar, og tveim dögum síðar var hann f-ormlega ráið'inn leiðangursstjóri. Hann var sjóliðsforingi í hinum sér- stæða sjóher Breta í lok Viktoríu- tíma-bilsins, sem aldrei hafði háð sjó- orrustu, en horfði saknaðaraugum til fornrar frægðar og málaði skip sín gullnum litum og björtum. — Scott var einn af hinum ungu hugsjóna- mönnum sjóhersins. Hann hafði sér- hæft sig 1 þekkingu og meðferð á tundurskeytum, þótt þau væru varla orðin meira um þetta leyti en örverpi ímyndunaraflsins. Hann hafði fengið orff' fyrir að vera harðduglegur og dyggur liðsforingi, en hann var varla miklu meira en það. Á meðan hann var við sjóliðsforingjanám sitt, hafð'i fjölskylda hans lent í fjárhagsörðug- leikum, faðir hans hafði dáið, og sem afleiðing af því varð' hann og bróðir hans að vinna fyrir fjölskyldunni. En skömmu síðar lézt bróðir hans einnig. Scott hafði því hvorki fé né tækifæri TtMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 701

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.