Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1963, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1963, Blaðsíða 18
I KA TADALUR OG KATADALSFÓLK Katadalur er einn af dölum þeim, sem ganga inn í Vatnsnes- fjall. Hann er langur og þröngur, cpinn móti norSri og þótti þoku- sæll á sumrum og snjóþnngur á vetrum. Allur er dalurinn grasi vaxinn upp á háfjöll, beggja vegna. Lönd eru stór og fénað'arferð erfið. í dalnum eru tveir bæir, Kata- dalur austan ár og Egilsstaðir að vestan. Lítið kemur dalurinn við sögu fyrr en á fyrsta þriðjungi 19. aldar (Natansmál). í harðind- unum 1880 fóru báðir bæir í eyð'i, en byggðust skjótt að nýju. Um aldamótin síðustu voru báðar jarð- ir kot. Katadalur með sex dag- slátta túni, sem gaf af sér 60 hesta. Á Egilsstöð'um var tún og taða þó enn minna. Á báðum kot- um voru þó jarðabætur hafnar — ekki svo litlar á þeirrar tíðar vísu. Þegar kemur fram um 1940 fara að gerast í Katadal stórstígar fram farir. Þá er Guðmundur Sigurðs- son tekinn við föðurleifg sinni á- samt konu sinni, frú Rögnu Levy, Ijósmóður, Eggertsdóttur frá Ós- um. Síðan hafa þau búið þar inu mesta rausnarbúi. Nú er tún í Katadal sléttað og aukið í 18 dagsláttur, og gefur þag af sér 300 hesta. Vélgral'nir skurðir liggja norður dalinn, samtals um 1300 metra langir. Þar voru áður ótræðisflóar — svelli lagðir á vetrum. Aðal- skurðurinn, sem er um 1000 metr- ar á lengd, liggur norður með fiallshlíðxnni og tekur alla læki og allt jarðvatn undan fjallinu og veitir því niður í á. Við þetta mann virki breytist stærðar landflæmi í valllendi. Áður var það lítils nýtt en nú tún og beitiland. Pram af brúninni í Katadal fell- ur fagur og vatnsmikill bergsvatns- lækur, næstum jafn árið um kring. Nú er hann virkjaður og þó hvergi nærri til fulls. Fallhæð virkjunar er um 120 metrar og skurðlengd um 350 metrar. Orka er. 12 kíló- vött. Bændurnir Guðmundur í Katadal og' Bjarni á Egilsstöðum leystu verkið af hendi — jneð ígripum þó — frá 9. júní 1954 til jóla sama ár. Steypuefni í stíflu var flutt á klökkum upp hlíðina, en rör borin og skurðurinn hand- grafinn. Aðeins vandasömustu verk unnu kunnáttumenn. Strjál- býli veldur því að einungis tveir bæir, Katadalur og Egilsstaðir, geta notag þá miklu orku, sem felst í þessu vatnsfalli. Nota þeir hana til ljósa og hitunar. Bjami á Egilsstöðum er sonur Jóhannes- ar, sem bjó þar lengi — dáinn fyrir fáum árum. Hann ræktaði þar, ásamt börnum sínum, stærðar tún við erfið skilyrði og bætti húsa- kost. Nú er Katadalur breyttur úr koti í stórbýli Víða er ag visu mun meiri heyskapur, en lítig þarf að gefa þar, ef næst til jarð'ar, því landgæði eru framúrskarandi. Breytt veðurfar hefur og haft furðumikil áhrif á dalinn. Sumar- þokur hurfu ag mestu og sjaldan tekur nú fyrir jörð á vetrum. Heimilið í Katadal ex> annálað fyrir dæmalausa gestrisni og mynd arskap í einu og öllu. Húsakynni eru góð og þar er haldinn bama- % skóli nú orðið. Þau hjón eiga tvö I böm, Ögn og Inga. Bæði era vel i gefin og mannvænleg í alla stað'i. Sá, sem tók saman línur þessar, er uppalinn í Katadal frá 9 til 13 ára aldurs — fór þaðan aldamóta- árið. Nn'.egt 50 árum síðar kom hann ír dalinn ásamt konu sinni, Unni Ásmundsdóttur, sem er að hann heldur, ættuð frá Katadal. Þau fóru fótgangandi síðasta spöl- H inn — komu vestan að og stað- M næmdust við ána og hikuðu þar || — bæði við' að vaða og koma heim á á ókunnugan bæ. En þag var ekki ^ lengi. Heimafólk sá til ferða U þeirra, og bóndinn kom og bar þau | yfir ána og bauð þeim heim. Síðan 1 hafa þau þrívegis komið í dalinn. | Og þessi fyrsti fundur varð tákn- I rænn. Katadalsfólk hefur alltaf i síðan borig þau á höndum sér, í 1 þessara orða fyllstu og beztu merk- S ingu, og þau minnast þess með 1 ánægju og þakklæti. s kom þar og spurði þau Jón og Gróu, mannsins. Þau báru það, að hann hefði komið þar að kvöldi, gist og farið að morgni næsta dags. Vissu þau siðast til, ag hann reig Kornsá á kvíslum á eyrunum neðan við foss- inn og lagði síðan á hálsinn. Aldrr- fannst hold né hams af manni þess- um, hesti hans né hundi. Þótti það harla undarlegt. Voru dylgjur um það, að maðurinn hefði verið rænd ur og ráðinn af dögum. Var sá orð- rómur aliþrálátur lengi í Vatnsdal. ag þar hefði Kornsárfólk unnið að. Nú líður svo meira en öld frá þvi að sendimaðurinn frá Akureyri hvarf. Var þó ekki gleymdur til fulls. þótt enginn mundi eða visssi nafn hans. Kornsár-Gróa og Jón maður hennar voru heldur ekki með öllu úr sögunni. Það ber til 1778, að Kornsá verður sýslumannssetur og þótti býlinu ekki litill vegsauki. Lárus Blöndal var orðinn sýslumað'ur Húnvetninga, sat fyrsta árið á Stóru-Borg í Víðidal, en komst svo yfir Kornsá og flutti þang að'. Honum þótti húsakynni þar ekki sem hæfði stóru og mannmörgu heimili og hófst þegar handa um að byggja stórt og veglegt íbúðarhús. Grafið var fyrir kjallara hússins á gömlum öskuhól fram undan bænum. Vig gröftinn var komið niður á gamla dys og komu þar upp fúin manns- bein og margir forngripir. Þetta iþótti merkilegur fundur. Gamlir menn rámkuð'u við sér, er fréttin um þetta barst út, töldu ekki þörf á miklum ágizkunum um það,. hver þar hefði verið svo óvenjulega graf- inn og lagður í sorphaug. Þarna væra fundnar leifar sendimannsins frá Ak- ureyri, er hvarf svo skyndilega með gransamlegum hætti. Þegar betur var að gáð og rannsakaðar þessar beinaleifar og annað það, sem í dys- inu fannst, reyndist fullyrðingin hald laus. Haugbúinn var drjúgum eldri en ætlað var, heiðinn maður frá sögu öld íslandsbyggðar. Það höfðu fleiri verið grafnir á þessum stöðum en fornmaðurinn. — Stutt frá legstag hans fannst önnur dys. Sá, er þar hafði verig í mold lagður var miklu fátæklegar og verr til grafar búinn en granni hans, — snauður að öllum gripum, en hest og hund hafð'i hann þó fengið í gröfina með sér. Annaðhvort voru beinin í þessari dys yngri en í íimni, eða höfðu geymzt betur, því að ekki vora þau líkt því e:ns fúin. Það, sem Framhald á 716. síSu. 714 T t M I N N — SUNNUHAGSBLAO

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.