Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1963, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1963, Blaðsíða 17
að dauðdagi hans hefði ekki verið með eðfilegum hætti og honum stytt- ur aldur með illri og hrottalegri með ferð. Líkið var flutt til kirkju í Víði- dalstungu, en vegna orðrómsins var það ekki jarðag fyrri en það hafði verið skoðað af tilkvöddum mönnum, sjö bændum, 5. ágúst. Arngrímur Jónsson lögréttumað- ur í Kirkjuhvammi var þá lögsagn- ari Bjarna Halldórssonar sýslumanns, er nú var að mestu hættur sýslu- mannsstörfum, þótt hann teldist fyr- ir sýslunni enn. Ag skipan Bjarna, hélt Arngrímur héraðsþing að Þor- kelshóli 31. okt. 1772, til að rann- saka og fá upplýst meg hvaða hætti og af hverjum orsökum að varð and- lát drengsins, Þórarins á Kolugili. — Þangag var þeim stefnt, Jóni og Gróu, til að svara til sakar og bænd unum sjö, er líkið höfðu skoðað, til vitnisburðar. Þar var fyrstur og fremstur Björn Tindsson stóri frá Ásgeirsá. Vitnunum bar öllum saman um það, að' lík hins dána drengs hefði verið aumlegt útlits og svo magurt, að það stirðnaði ekki. Hafði drengur inn að foreldra sögn legið rúmfastur í kvefi um viku tíma, áður en hann valt út af. Enga áverka sögðust þeir hafa ség á líkinu; hugðu þó að rif hefði brotnað í síðunni og verið briskl að no'kkúð saman. Mar eða þrota sáu þeir ekki, en andlitig þrútnara en eðlilegt mátti vera og skinnlitur svo blakkur, að slíkt höfðu þeir ei áður séð. Þeir töldu að foreldrarnir hefðu búið verr að þessum dreng en öðrum börnum sinum, talað illa til hans og blótað honum, helzt faðirinn, hirtu lítt um að kenna honum guðs orð og kölluðu hann aldrei annag en strákinn. Einhvern tíma sagði Gróa svo eitt vitnið heyrði: „Guð gat ei annað en tekig burt fegursta ljós augna minna, en strák- urinn gat ei orðig fyrir því“. Bóndi hennar tók undir og sagði, að hann vildi vinna til að allar kýrn- ar væru dauðar í fjósinu, ef að stráka skrattarnir dræpust. Munnsöfnuðui sem þessi, ber vitni um heimilisbrag- inn. Með því að Jón og Gróa komu ekki á þingið og enginn af þeirra hendi, var þeim lagður lögdagur 20. nóv. á Þorkelshóli. Hvað gerðist þar og hverjar lyktir urðu á málinu, sést ekki af þingbókinni. Þremur eða fjórum árum eftir þetta lézt Jón á Kolugili. Dánarbú hans var uppskrifað og virt 1776. Til arfs stóðu eftir hann ekkjan, Gróa Jónsdóttir, og börn þeirra, Árni, Þor- steinn, Ólafur, Sigurður og Kristín. Hvenær Gróa dó eða hvar, mun vera ókunnugt. En ekki er liklegt, að margir hafi saknað hennar eð'a þeirrá hjóna, því að ekki var bjartur orðs- tírinn þeirra, meðan þau lifðu, og seint hefur viljag létta sortanum yf- ir minningu þerra. Hvað menn gátu ætlað þeim vitnar saga, sem léngi var á gangi í Vatnsdal og eflaust víðar: VIII. Það var um haust eða snemma vetr ar, að kaupmaður eða annar mektar- maðúr á Akureyri þurfti að koma peningum suður, er síðan áttu að fara til Hafnar, en skipaferðir allar um garð gengnar nyrðra. Var þá ekki annað til ráða en að fá mann til að fara með þá. Segja sumir, að þá hafi verið komið fram á jólaföstu. Sendi- maður leggur nú af stað og segir ekki af ferðum hans fyrr en hann kemur að kvöldlagi að Kornsá og gistir þar. Hafði hann farið yfir Gafl og ætlaði yfir Víðidalsfjall. Maðurinn reiddi undir sér pen- ingana, er hann hafði meðferðis og var ekki mjög þagmælskur um það, hverra erinda hann fór. Hann kvaddi að morgni á Kornsá og hélt áfram ferðinni. Leið svo tjmi og kom hann ekki fram. Er það spurðist, að sendimaður var týndur með öllu, sem hahn hafði meðferðis, var eftir- grennslan hafin um ferðir hans og leit gerð að honum. Spurðist það síð- ast til hans, að hann gisti á Kornsá. Sýslumaður, eða umboðsmaður hans, hvað þau kynnu að segja um ferðir T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 713

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.