Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1963, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1963, Blaðsíða 3
þeim tengdamæðgunum, og þær mátu hvor aðra æ því meir sem þær kynnt- ust betur. Hún var einmitt að hugsa um þetta, er hún heyrði hundana á bænum rjúka upp gel'tandi — þá hlaut gesti að bera að garði. Litlu seinna heyrði hún mannamál frammi í bænum, en svo fjarlægðist það aftur. Hún hafði sterkt hugboð um, að þama væri tengdamamma komin — en af hverju kom hún ekki strax inn? Óttinn læsti klóm að hjarta hennar og vildi nú ekki sleppa tökum. Loks kom gamla konan inn og hcilsaði. Af svip hennar varð lítið ráðið, og hún skoðaði litla manninn og gældi við eldri drenginn. En nú > fann Guðrún, að ekki var allt með felldu. Móðir hennar kom inn og sótti eldri soninn, en flýtti sér út aftur. Guðrúnu sýndust vera tár í augum hennar — þau gátu þó stafað frá hlóðareyknum. En nú gat hún ekki still.t sig lengur og spurði, hvort ekki hefði frétzt af öllum Bíldudalsskip- unum síðan í óveðrinu síðasta. — Tengdamamma var sein til svars, en kvað það þó ekki vera — gat þess þó um leið, að slíkt væri ekki að marka. Ef skip þyrfti að hleypa und- an óveðri, gæti orðið bið á, að frétt- ir bærust. Hún vildi flytja helfréttina vægilega, en sá strax, að ekki þýddi að segja Guðrúnu neitt nema afdrátt- arlausan sannleikann — hjarta henn- ar var svo næmt, þegar eiginmaður- inn átti í hlut, að hún skynjaði á augabragði allan sannleikann og vissi, að hún sæi Jöhannes sinn aldrei fram- ar. Hjarta hennar herptist saman af sorg, sem enginn fær skibð né skynj- að til fulls, án þess að hafa reynt eittihvað svipað. Tengdamóðir hennar dvaldist lengi dags hjá hen.ni og reyndi að miðla henni af kjarki sín- um og lífsreynslu — einnig hún hafði lifað dimma daga í ýmsum myndum, og þetta var nú fimmta barnið henn- 9", sem hún sá á bak. Sjálfri var henni rórra, þegar hún yfirgaf þetta sorgarheimili. Hún fann, að svo var sem hún hafði vonað, kjarkur Guð- rúnar var óbrotgjam, og nú myndi hún finna sína lífsfyllingu í að berjast fyrir velferð barnanna sinna. Víst reyndist það rétt — Guðrún jafnaði sig furðufljótt — að því er séð varð, og róleg og stillt hafði hún ávalLt verið í framgöngu. Hlutverk- inu að vera drengjunum sínum bæði móðir og faðir, gegndi hún af því þreki og göfgi, sem aðeins fáum kon- um er gefið. Kærleikur hennar og fórnfýsi náði jafnvel síðar meir til tveggja annarra barna, er þurftu þess með og hún ól upp að nokkru eða öllu leyti. Maður skyldi nú ætla, að slík sorg, sem Guðrún varð fyrir við að missa mannimn og eiga nú ein að berjast fyrir tveimur bömum, væri alveg «99 Sigurður Jónsson frá Brúrc; Vökufró Einn hátt uni ég vi& um nætur, — er þó vakan leið, — þá lágt þrútið brumið grætux þrastar-kvœða seið, mjög fátt mína styttir leið : leita ég hljóms og Ijóða langrar nœtwr skeið. Gefi gleðin mér á tungu glæst orð, sterk og frjáls, sefi sveifli angn þungu sína leið til bals, vefi sorg mér haft í háls, leiia ég hljóms og ljóð.a, leita söngrœns máls. nógu þung byrði á herðar ungrar konu, og þar engu ábætandi. En tím- arnir voru aðrir þá en nú, og fleira. kom tiL f dag finnst okkur það bæði ljúf og heilög Skylda að leggja eitt- hvað af mörkum, þegar samskota er leitað handa illa stæðum sjómanns- ekkjum, því að á meðan íslenzkir dáðadrengir halda út á miðin til þess að sækja björg í bú fyrir ástvini sina og alþjóð, mun hinn grimmi Ægir ávallt heimra einhverjar fórnir, og þrátt fyrir allar nútímatryggingar, er æði oft meiri styrks þörf — bæði efnalega og andlega. En þvi miður var minna um slíka styrki fyrir fimm- tíu ámm — jafnvel samúðin gat ekki orðið eins heit nema í einstaka eða nánum tilfellum. Til þess voru slysin of tíð og lifsbaráttan of hörð. Þótt fólkið sjálft væri engu verra en nú gerist, þá hlýtur umhverfi og aðstaða ávallt að skapa manninn í sinni mynd — að meira eða minna leyti. Og því var það einn dag þetta sama sumar, sem „Gyða“ fórst, að Guðrún gekk út að Krossi og tjáði Sæmundi, tengdaföður sinum, vandkvæði sin. Hún kvaðst ekki sjá sér það fært að halda áfram búskap, því að bæði væri dýrt og erfitt að fá dygga ráðs- menn. Aftur á móti hefði Jóhannes sinn verið búinr, að sýna svo mikla ráðdeild og dugnað á sinni stuttu ævi, að hún stæði ekki allslaus uppi, þeg- ar búið væri gert upp, auk þess sem hún fyndi sig hafa krafta til þess að vinna vel, þegar velferð drengjanna sinna væri í veði. En sig^angaði til þess að ráða sér og sínu sjálf, og-mú skærist í odda með sér og föður sín- um, hann vil'di taka sig heim að Hvammi sem hverja aðra vinnukonu, en hún mætti hafa báða drengina með sér gegn því að hún legði allar eigur sínar í hans hendur. Guðrún vissi vel, hvernig líf þeirra yrði, ef hún þyrfti að sæta slíkum kjörum. Þótt Guðmundur faðir hennar væri mesti sómakarl, þá varhann barn síns tíma og þótti heldur harður í hom að taka, bæði hvað vinnubrögð snerti á heimilinu og annað, en Kristín, kona hans, sem öllum vildi gott gera, mátti sín ekki mikils, þegar hann var nærri. Sæmundur íhugaði orð hennar og aðstöðu vandlega um stund. Hann vantreysti ekki Guðrúnu í efnahags- málum frekar en öðru og þó að ráð Guðmundar væru alveg eðlileg að þeirra tíma hætti og lögum samkvæm, þá leizt ‘honum ekki meira en svo vel á þau. Sagði hann Guðrúnu, að ein leið væri út úr þessu, en betra væri þá að fresta ekki framkvæmdum og ná tali af sýslumanni, áður en faðir hennar hefði samband við hann. Hún þyrfti að kaupa sér lausamennsku- bréf, sem kallað var, og þar með ráð- stöfunarrétt yfir sér og sínu. Guðrún féllst á þetta fegins hugar, og Sæ- mundur beið ekki boðanna. Hann sendi börn sín tafarlaust eftir hestum og lagði samstundis af stað til Patreks f jarðar á fund sýslumanns, lagði fram gögn þau, er þurfti, og fékk sínu máli framgengt. Hélt hann síðan glaður heim á leið — því hvað veldur meiri gleði í s'ál góðra manna en að leiða rétt mál til sigurs? Næsta vor fór Kristjana, systir Guð rúnar, að búa á Hóli í Tálknafirðb Var hún þá gift Emil, bróður Jóhann esar heitins. Með þeim fór Guðrún vestur með drengi sína, og var þar um árabil. Og ekki mu.n Guðmundur, faðir' þeirra systra, hafa erft þessi mál lengi við dóttur sína, því að inn an fárra ára fluttist hann með konu sinni vestur að Hóli, þar sem þau nutu ástríkis og umhvggju dætra sinna til dauðadags. Guðrún kom drengjum sínum vel til manns af eigin rammleik, og þó að margir erfiðleikar yrðu enn þá á vegi hennar — því að ekki l'ifa allir sólarmegin í lífinu — þá hefur slíkt minna að segja, þegar hvert mæðuspor íærir aukinn þroska. — Margir munu minnast Guðrúnar með þökk. og virðingu. Emilía Biering. T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.