Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1963, Qupperneq 10

Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1963, Qupperneq 10
og hljóðfræði, en þó íslenzk málsaga sé aðalatriðið, er ekki hægt að ein- skorða sig vig hana, heldur verður sífellt að gera samanburð við dönsku, norsku og sænsku, sýna hvernig breyt ingarnar geta orðiff á ýmsa vegu. Til prófs í greininni er einnig krafizt náms í einu nútímamálanna, sænsku, en þá kennslu annast óg ekki, held- ur þýzkur maður, sem eflaust nýtur aðstoðar konu sinnar, sem er sænsk. Auk fyrirlestranna hef ég æfingar með nemendum í textalestri og texta- þýðingum. Þeir verða ag lesa fjórar af lengri íslendingasögunum og auk þess rit Snorra, Heimskringlu og Eddu, og nokkuð úr Eddukvæðunum á þýzku og nokkrar smærri sögur á frummálinu. Þetta er sá liður i kennslunni, sem ég legg hvað mesta áherzlu á. Nemendur verða ag geta þýtt textann nákvæmlega, skilið raun- verulega merkingu orðanna, svo að þeir verði i'ærir um að notfæra sér þessi verk á frummálinu. Þetta er ekki alltaf svo auðvelt. Sum íslenzk org er ótrúlega erfitt að þýða á þýzku. Meðal þeirra eru org eins og atgervis- maður og mannaður. Bæði þessi orð vilja Þjóðverjar oft þýða meg einu eilífu tiichtig, sem þýðir bara dugleg- ur, — en sú þýðing nær alls ekki merkingu þessara orða, nema að litlu leyti. Orð verður ag skilja út frá þeim tíma, þegar þau eru sögð eða skráð. Orðin sjálf eiga sína sögu og eru mótuð af menningu og þjóð- skipulagi síns tíma. Raunveruleg merking þeirra verður ekki skilin, nema menn kunni skil á þeirri menn- ingu og þvi þjóðskipulagi, sem skap- aði orðin. — Var þarna einhver ísle i ku- kennsla, áður en þú réðst að skólan- um? — Eiginlega ekki, en þó hafði jarð- vegurinn verið vel undirbúinn, og kennslu hafði lengi verið haldið uppi í germönskum og þar á meðal nor- rænum fræðum. Humboldt-háskólinn er gömul stofnun, stofnsettur fyrir aldamótin 1800. Hann hér áður Fried- rieh-Wilhelm-háskóli, en í sósíalíst- iskum löndum eins og Austur-Þýzka- landi, eru menn ekki mikig gefnir fyrir keisaranöfnin, svo að skólinn var skírður upp, þegar hann var endur reistur eftir heimsstyrjöldina síðustu, og kenndur vig bræðurna von Hum- boldt. Styttur þeirra hafa lengi stað ið fyrir framan háskólabygginguna, eins og allir þeir vita, sem gengið hafa Unter der Linden. Við skólann starfaði á sínum tíma Jacob Grimm, sem Þjóðverjar telja föður nútíma málvísinda, einkum germanskra. í haust verður hundrað ára ártíð hans, og verða þá haldin sérstök hátíðahöld í skólanum. Síðar var prófessor í germönskum fræðum við skólann Andreas Heusler, sem all- ir, er lagt hafa stund á íslenzk og norræn fræði, kunna skil á. Meðal síðari kennara við skólann má einnig nefna þá Gustave Neckel og Hans Kuhn, sem nú er prófessor í Kiel. — Hvernig er skólafyrirkomulagið? — Það er að ýmsu ólíkt því sem hér er. í landinu er rekinn áætun- arbúskapur í skólamálum eins og öðru. Námsmannastraumnum er beint inn á vissar brautir. Það er gert þann- ig, að gerðar eru áætlanir fimm ár fram í tímann, — en þann tíma á háskólanám að taka, — um þörf há- skólamenntaðra manna í einstökum greinum. Ekki eru fleiri teknir inn í hverja grein en þörf er talin fyrir og valdir þeir beztu, er sækja um inngöngu. Hinir verða að leita eitt- hvag annað. Á þennan hátt er inn- ganga stúdenta í einstakar greinar takmörkuð eftir áætlaðri þörf þjóð- félagsins fyrir menntamenn. Stúdent- arnir fá mánaðarlegan námsstyrk, meðan á náminu stendur, en ef þeir ljúka því ekki á tilskildum tíma, fell- ur styrkurinn niður. Þessi styrkur er ekki mjög hár, en nægir nægjusöm- um stúdent þó til að lifa af. Þá er einn meginkostur á skóla- kerfinu, ag menn, sem hyggjast stunda vísindastörf, geta tengzt há- skólanum strax á námsbrautinni. •— Aukakennarastöður eru margar, og prófessorarnir geta á þennan hát-t alið upp samkennara sína og eftir- menn. Ég er núna orðinn elzti prófess orinn í deildinni. Hinir eru allir yngri en ég, margir nemendur mínir. Doktorspróf eru tvenns konar í Þýzka landi, almennt doktorspróf, sem er lokapróf úr háskóla, og æðra doktors próf, sem þeir verða að hafa, sem vilja fá prófessorsembætti. Þeir, sem hafa það próf, geta strax ag því loknu komizt annaðhvort í assistentstöður eða orðið það, sem kallag er aspirant- er. Þeir hafa ekkert fast starf, en fá ákveðin laun, og er ætlazt til, að þeir vinni að rannsóknum. Segja má, að þeir séu í biðsal vísindanna. — Og hvernig likar þér að vera í Austur-Berlín? — Þessu get ég svarað' meg orðum Halldórs Kiljans. Ég hitti hann ekki alls fyrir Iöngu, og þá spurði hann mig þessarar sömu spurningar. Ég svarað'i honum, að mér líkaði þar vel. „Já“, svaraði skádið, „yður líkar vel við þá ,og þeim líkar vel við yður, og þá er allt í lagi“. — Þú ert að vinna ag samningu orðabókar í Þýzkalandi? — Jú, þa'ð verk er þannig til orðið, að í þýzkum skólum eru meðal liða í kennslunni atriði, sem ekki munu þekkjast hér. Þag eru annars vegar seminarium eða rannsóknaræfingar, þar sem nemendur leysa af hendi ákveðin verkefni, og ég tel það kennsluform mjög þarflegt. Annag af þessu tagi, sem ekki tíðkast hér, kall ast praktikum, þ.e. stúdentunum er gert að vinna að ákveðnum raunhæf- um verkefnum vissan tíma á sumrin. Þetta atriði væri illframkvæmanlegt hér á landi, því að stúdentar verða hér flestir ag nota sumarið' til að vinna fyrir sér, en í Austur-Þýzka- landi eru háskólastúdentar á föstum námsstyrk og þurfa því ekki sumar- vinnu. í vor hafði ég hóp stúdenta, sem þurftu að fá eitthvert slíkt verk- efni til að vinna í sumar, og ég stakk upp á því, að þeir söfnuðu orðum til íslenzk-þýzkrar orðabókar, en skortur er á slíkri bók. Stúdentarnir tóku þessu fegins hendi, efuðust um, að þeir fengju að öðíum kosti jafn- skemmtilegt verkefni, áttu jafnvel von á ag verða settir til ag þurrka ryk af bókum einhvers staðar á bóka- safni. Ég hafði þá samband við orða- bókaútgáfu í Leipzig, sem tók ag lok- um að sAr ag gefa bókina út. Hand- ritið á að vera tilbúið' næsta vor. Og ég held, að orðasöfnunin sé mjög gott verkefni fyrir stúdentana. Orðabóka- starf er afar laerdómsríkt og þrosk- andi; í því starfi er ekki hægt að komast hjá að gera sér nákvæma grein fyrir merkingum orða í öllum þeirra blæbrigðum. Það er ákaflega góg skólun í vísindalegri hugsun að vinna ag orðabók. — Er mikill áhugi á málvisindum í Þýzkalandi’ — Þjóðveriar hafa alltaf lagt mikla stund á málíræði. Og meðal yngri kynslóð'arianar er nú lögð mikil rækt vig nútímamálvísindi. í Berlín hefur til dæmis verið lögð mikil vinna í smíði þýðingarvéla, rafheila, sem geta þýtt úr einu máli á annað. Þá hafa málfræðingar í ýmsum löndum með sér samtök. Til er alþjóðafélag al- mennra málvísindamanna, og hljóð- fræðingar hafa einnig meg sér al- þjóðasamtök. Alþjóðafélag hljóð'fræð- inga hélt fyrsta þing sitt fyrir fáum árum, og nú hefur forseti félagsins, BertU Malmberg prófessor í Lundi, stungig upp á því, að haldin verði svadðaþing félagsins, þar sem ákveðin efni verði tekin til meðferð- ar. Fyrsta svæðaþin^ið verður haldið í Bergen nú í september, og þangað mun ég halda innan skamms. Á því þingi á að ræða aksent, þ.e. tón og áherzlu Norðurlandamálanna, eink- um hina sárkennilegu hrynjandi í norsku og sænsku. Hreinn Benedikts son prófessor mun sækja þetta þing annar íslenzkra manna, en ég mun á þinginu flytja erindi um orðáherzl ur í íslenzku. — Svo vig víkjum okkar kvæði í kross, þá hefur þú fengizt við ýmis legt annag um dagana en vísinda- og kennslustörf. Þú ert skáld, er það ekki? 70ó T í M I N N — SUNNUDAGSBLA0

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.