Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1963, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 01.09.1963, Blaðsíða 21
Skip belgíska leiSangursins — Belgica — festist í isnum og sat fast i fimmtán mánuði. Leiðangursmenn lifðu af við miklar hörmungar. veturinn SUÐURSKAUTSFERÐIR SCOTTS - Framhald af 704. siðu. sem leiðangur Scotts hafði gert. Og hugrek'ki hans og frábær forusta hafði nærri því fært honum endanlegan sigur, fært hann á suðurskautið sjálft. Það var sennilega aðeins ein ástæða fyrir því, að honum tókst ekki að komast til skautsins. Hann hafði orðið fyrir áhrifum af fordæmingu Scotts á notkun hunda, og áleit þá — eins og Scott — óhæfa í leiðangri af þessu tagi. í stað hunda notaði hann smá- hesta frá Síberíu. Hann hafði íarið •með átta þeirra til Suðurskautslands- ins, en fjórir þeirra dóu af einhverj- um ástæðum áður en til kastanna kæmi. Þótt þessir fjórir sem eftJr lifðu, gætu dregig þungar byrðar við eðlilegar aðstæður, voru þeir til ein- skis nýtir á Suðurskautslandinu. Þeim var slátrað, en kjötið varð eitrað, svo að leiðangursmenn urðu fársiókir af að neyta þess. Sú reynsla, sem fékkst í leiðangri Shackleton, var Scott mikils virði, en þótt undarlegt megi virðast, lét hann afdrif smáhestanna og þær upp- iýsingar, sem hann fékk um gagns- leysi þeirra, sér ekki að kenningu verða. Aðalatlagan að skautinu skyldi gerð með síberískum smáhestum, sam kvæmt áætlun hans. Auk þess ætlaði hann að nota vélsleða, en hunda að- eins til aðstoðar. Um þetta segir Scott í dagbókum sínum: „Ég hef leitazt við að gefa rétta mynd af notkun hunda á heimsskautasvæðum. Það er fráleitt að segja, að þeir auki ekki yfirferðina, en að láta sem unnt sé að nota þá til hins ýtrasta, án þess að þeir líði og þiáist og deyi, er jafn frá- leitt. Spurningin er, hvort unnt sé að réttlæta þannig meðferð með tilgang- inum,. og ég hugsa, að það sé cnögur legt rökfræðilega séð, en það hlýtut að ræna sleðaferðir mestum Ijóma þeirra, að innleiða svo svívirðilega nauðsyn". Þetta er einkennileg tilfinninga- semi. Scott vildi ekki nota hunda, en hann var algjörlega við því búinn að nota smáhesta. Hann vildi ekki pína hunda áfram og ekki deyða þá, en hann var reiðubúinn að keyra smá- hesta áfram og stytta þeim aldur, ef nauðsyn krefði. — Scott var tilfinn- ingasamur á sviði, sem krafðist raun- hyggju. Hann hlaut að gjalda þess og fjórir félagar hans með honum. ! siæsfa föfublaðí verlíur þátfur um Eirík Ólsen ferumaniiínn, sem gaf JörS og stiftaöi iegat í fæð» ingarsvest sinni aft fyrirmynd framfarasinnaðra efna- manna, orfi án þess aS rígskorða sig viS hefðbundið form og var þar á ofan mestur burðarjálkur og hreystiskrokkur um sína daga. T I M I N N — SUNNUDAGS6LAÐ 717

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.