Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1963, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1963, Blaðsíða 3
gesti og heimamenn. Til þess var hann líka kominn, sá var tilgangur allra hans ferðalaga. Og urn hvað tal- aði hann? í stuttu máli mætti segja, að ræða hans hafi verig um flest það, sem kallast almenn menntun: Um sögu íslands og bókmenntir, um mannkynssöguna, fjarlæg lönd og þjóðir, náttúruna, dýr og jurtir, steina og tré, um ræktun, nýjungar í húnaði nágrannaþjóðanna, heilsu- gæzlu, híbýlaþrifnað, uppeldi barna. Og yfir öllu þessu efni ræðu hans sveif andi kristinnar lífsskoðunar, sem Guðmundi var slíkt hjartans mál, ag þar vildi hann ekki vamm sitt vita. Hvenær sem hann taldi sér hafa yfir- sézt eða gert á hluta einhvers, vildi hann strax bæta brot sitt. og sýndist mörgum hann stundum fullbamaleg- ur á þessu sviði. En höfuðskapeigind hans var einmitt hið barnslega, hreina hugarfar, sem þessi veröld vor er einatt svo gráleikin við. Það skyggði fljótt að þennan vetrar dag á Kol'viðarhóli. Valgerðúr hús- freyja var fyrir löngu búin að kveikja á olíulampanum í stofunni. Guðmund ur sat réttur í sætinu með hendur á hnjám, bar höfuðið hátt og flutti ræðu sína með lifandi áherzlum og sterkum málblæ. Stundum gleymdi hann snöggvast öllu í kringum sig, hugsýnir hans urðu veruleikinn. Hann fann ilm hinna fjarlægu skóga, heyrði gnýinn í bardögum fornaldar, horfði inn á ævintýralönd hins ókunna heims, sem hann var að sýna þessum áfjáðu hl'ustendum, þarna langt inni á heiði. Skeggjaðir bændur horfðu á sögumann rólegum, athugulum aug- um, stundum lcannski dálítið tor- tryggnir. Gátu slík undralönd í raun og veru verið til? Unga fólkið hlust- aði meg dreymnum svip og vakandi útþrá, en litlu börnin stóðu næst við hlið farandskáldsins, struku feimn- um fingrum um nýstárlegt, útlent efnið í jakkanum hans og brostu loks sæl og ánægð, þegar gesturinn tók eins og annars hugar eitlhvert þeirra á kné sér„ án þess að gera hlé á ræðu sinni. Úti var bjart af tungli og stjörnum. N'ístingskaldur frost vindur barst ofan af fjöllum yfir lág kúrulegan bæirn. — En inni var hlýtt og bjart í hugum allra. Kolviðarhóll var orðinn að lýðháskóla þetta dimma vetrarkvöld. Næsta morgun bjóst Guðmundur til ferðar á ný Hann spurði húsráð- endur, hvað næturgreiðinn kostaði. þvi að þarna var almenn greiðasala — Ekki til ag tala um! Sigurður bóndi vildi enga greiðslu þiggja Sjaldan eða aldrei hafði hann lifað þvílíkt kvöld á sínum bæ. Guðmundur hélt' af stað veginn á- leiðis yfir Hellisheiði. Hann var einn. Veður va; gott og dregið mjög úr frostinu frá því daginn áður. Hratt og létt gekk hann götuna austur yfir hraunflákana. Endurminningin um kvöldig á Hól'num skein í huganum, hlýjaði og vermdi inn að hjartarót- um, unz fögnuður hans varð að fá út- rás. Guðmundur fór að syngja, og kvað við raust einhvern hinna mörgu sálma og ljóða, sem hann kunni býsn af. Honum var þannig farið, ag' gleðin gerði hann alitaf enn þá guðræknari. Loks hrauzt sæla stundarinnar fram í hendingum frá eigin brjósti, ortum í þeim stíl, sem honum var laginn, svifaseinn, fálmandi eins og göngulag lítils barns: Þótt fornu guðspjöll fjögur gleymdust mönnum, þá finnur sérhver Krist, sem leitar hans, því alltaf hverjum anda kærleiks sönnum er opinn faðmur Krists og skaparans. Hvítt snjófölið glitraði á grýttum veginum. Reykirnir úr Hellisskarðs- hver stigu upp í kyrrt loftið. Guð- mundur settist við hverina og taldi opin sjö, sem suðu og ullu í frost- kyrrðinni. Grænn mosinn virtist lifa Járnsmiðurinn og stéðið Guðbjörg Jónsdóttir í Mundakoti hafði verið býsna slæm í höfðinu um tíma. Lýsing hennar á sjúkleikanum var hin mergjaðasta: „Það er búið að vera svoleiðis núna í hálfan mánuð eins og sá gamli vær’ með tuttugu djöfla að reka járn í annarri hlustinni á mér, en tuttugu graðhestar að hvía í hinni“. Hagaganga í Saurbæ JÓN bóndi Jónsson á Felli í Kolla- firði varð heylaus einn vetur og kom skepnum að Stórholti í Saurbæ til séra Jóns Halldórssonar. Sennilega hafa skepnurnar verig orðnar hold- grannar, þegar þær voru reknar suð- ur í Saurbæ. Um vorið sótti Jón skepn ur sínar og komst þá að því, að einn hestanna hafði drepizt. Á heimleið- inni var har.n spurður, hvað orðið hefði hestinum að aldurtila. „Ég veit þag ekki“, svaraði Jón. „Hann séra Jón minn sagði, að það væri af visnum í lungunum, en ég hélt, að það hefði verið af visnun i holdinu". Þegar hann kom i heimasveit sína. var farið ag inna hann eftir því, hvað aðhlynning sú, sem skepnurnar höfðu fengið í Stórholti, hefði kostað. Þá svaraði Jón: „Ég veit það ekki. Höfðingsskap urinn er svo mikill, að þar verður engri reglu á komið“. góðu lífi f hlýju hveragufunnar. Fréyjuhár, gyðjunafn. Hin forna gyðja með græna hárið vakti hér enn yfir landsins gróðri . Veginum tók ag halla niður að hengjflugiun Kamba. Áfram, áfram hélt, ferðamaðurinn, klukkutímum saman — ofan fjallið, niður í Ölfusið, þjóðleiðina austur, unz hann gekk í hlaðið á stórbýlinu Laugardælum, þar sem vinur Guðmundar frá fyrri ferðum, Eggert bóndi, kom á mó<: gestinum og bauð honum í bæinn. Húsfreyjan setti Guðmund við búi* borð í stofunni, sem var full af blóm- um, óvenjufögrum um þetta leyti árs. Hér var sameiginlegt áhugamál beggja. Þau gengu út' í skrúðgarðinn, en slíkt var sjaldgæf sjón á bæjum á þeim árum. Svo gagntekin urðu þau, húsfreyjan og gesturinn, af gleð- inni yfir lifandi gróðri, að þau virt- ust hafa gleymt blaðlausum' greinum og- frosinni jörð. Loks var gengið í bæinn á ný, og bauð þá gesturinn að flytja þeim eitthvað af fyrirlestrun- um sínum. Hjónin kusu erindi um Svíþjóð. enn á ný var íslenzkur sveitabær orðinn að lýðháskóla. Þrekmenni Sveinn Sveinsson póstur var mjög grandvar maður, en ekki gerhugull að sama skapi. Trúði -hann flestu því, sem honum var sagt, og ekki gat að honum flögrað að efast um sannindi neins þess, sem prentað var. Þegar hann heyrði l'esinn kafla um Blá- landskeisara í Heljarslóðarorrustu, undraðist hann stórum. „Mikill kraftamaður hefur hann verið, þessi Blálandskeisari, að bera þessi ósköp á höfðinu“, mælti hann. „Engin hestakaup<f Séra Búi Jónsson á Prestsbakka var að gefa stjúpson sinn, Guðmund Ein- arsson og Helgu Jakobsdóttur, sam- an í hjónaband. Guðmundur var mik- ill hestamaður og nokkuð lausráður, að dómi prest's, sem gerðist ekki ýkjamjúhináll. þegar kom fram í hjónavígsluræðuna. Sagði hann með- al annars um hjónabandið: „Þetta eru engin hestakaup". Allmjög þykknaði í brúðguma und- ir ræðunni, og var sagt, að hann hefði fremur hlaupið en gengið fram kirkjugólfið að lokinni athöfninni, svo að brúðurin átti fullt í fangi með að hanga á honum. Þegar út kom, sagði Guðmundur: „Ég var orðinn þreyttur að sitja á helvítis bekknum". GLETTU TiMINN — SUNNUDAGSBLAÐ 795

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.