Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1963, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1963, Blaðsíða 4
I. Það var laust fyrir miðja fjírtándu öld. Grannkóngarnir, Filippus VI í Frakklandi og Játvarður III í Eng- landi, voru saupsáttir og höfðu hafið ófrið, sem um munaði, því að hann er af sagnfræð'ingum nefndur hundr- að ára stríðið. Játvarður Englakon- ungur hafði ekki einungis lýst yfir því, að yfirráðin á hafinu væru arfur, sem hann hefði þegið eftir forfeður sína, heldur hafði hann líka gerzt svo djarfur að nefna sig konung Frakk- lanids. Filippus VI hafði haft mikinn hug á að vinna sér frægð með nýrri kross- ferg austur til Jórsalalands, en at- vikin höguðu því svo, að hann varð í þess stað að berjast á heimavígstöðv- um. Hann var þó allvígreifur fyrst i stað. Frakkland var átta sinnum fjöl- mennara en England og þar að auki gróið menningarland, en handan við Ermarsund bjuggu hálfgildis villi- cnenn. Þó fór svo, að Frakkar lutu í lægra haldi, bæði á sjó og landi. Brátt tóku logarnir að sleikja brenn- andi þorp og bæi í Norður-Frakklandi og sveltandi fólk í fornfrægum virk- isborgum átti innan skamms ekki völ á annarri fæðu en hræjum af hund- um og köttum. í þessari viðureign er talið, að Englendingar hafi beitt fallbyssum, er fram að þeim tíma voru óþekktar á vígvöllum. En þær komu ekki að miklu haldi — bog- skytturnar ensku voru miklu skæðari, enda þjálfaðar frá barnæsku, þar eð allar íþróttir aðrar en bogaskot voru stranglega bannaðar í Englandi. Vissulega hallaði mjög á Frakka, en þó fór fjarri, að allt léki í lyndi fyrir Játvarði konungi. Skotar þótt- ust sjá sér Leik á borði, er enski her- inn hafði ærinn starfa á Frakklandi, og sendu lið suður á England. Þeir biðu að sönnu algeran ósigur. En allt varð þetta Englakonungi kostnaðar- samt spaug. Hann var stórskuldugur í öllum áttum og hafði jafnvel orðið að veðsefja kórónu sina, og má af því marka, að nærri hafi verið gengið cninni háttar mönnum í r/ki hans um þessar mundir. II. Þegar hinn sigursæli skuldakóngur Englands hafði um þag bil knésett vin sinn, Filippus, og var tekinn að Læknir sker f pesJarkýli. flytja enska menn yfir sundig til bú- setu í Calais, svo ag þar í grennd mætti rísa upp enskt hérað, kom til sögunnar sá konungur, er hjó breið- ari skára-en þeir Játvarður og FiUpp- us báðir. Hann gerðist brátt svo stór- höggur, að hlé hlaut að verða á styrj- öldum, þar sem hann fór yfir. Þessi konungur kom að aust'an og var eng- um sýnilegur, en hvar sem hann fór, skddi hánn eftir hroðalegan val. Þetta var svarti dauði. Þessi hræðilega sótt hafði hafizt austur við botn Miðjarðarhafs eða i Balkanlöndunum árið 1343, en þang- ag er sennilegt, að hún hafi borizt með kaupmönnum austan úr Asíu. Til Ítalíu og Frakklands barst hún ekki seinna en 1348 og til Englands og Norðurlanda 1349. Alls staðar gerðist sama sagan: Fólkið hrundi niður unn. vörpum, og það virtist jafnvel svo, að þeir, sem ungir voru og hraustir, yrðu henni fremur að bráð heldur en hrum gamalmenni. Enginn veit, hve margir féllu í val'inn. Sumir hafa getið sér þess til, að tuttugu og fimm millj- ónir manna dæju af hennar völdum í Norðurálfu þau ár, er hún fór þar geystast, en aðrir láta sér nægja þá ágizkun, að þriðji hver maður hafi fallig í valinn. En sannleikurinn er sá, að enginn veit með neinni vissu, hve margt fólk var í Evrópu á þessu skeiði né hve mannfallið var mikið. Hitt er kunnugt, að í sumum klaustr- um dó mikill meirihluti munkanna, og í Englandi er talið, að í mörgum héruðum hafi helmingur fólks látizt og á stöku stag tveir þriðju hlutar. En dæmi um það, hve bráð pestin gat verið, er til frá Avignon í Fralcklandi. Þar fundust sextíu og sex munkar dauðir í einu klaustri bæjarins, og hafði þó enginn áður vitað, að hún væri komin inn fyrir kJaustiirmúrana. Það var margt, sem sluðlaði að því, hve svarti dauði varð mannskæ'ður. Sumir hafa ætlað, að svarta rottan, 796 TÍMIN N - SUNNUDAGSBLAO

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.