Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1963, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1963, Blaðsíða 16
t og væru þau úr blýi, og toguðu hann niður, svo að honum fannst hann á hverju andartaki vera kominn á fremsta h:unn með að sökkva niður í hrjálæði, þar sem hann hyrfi senni- lega að eUífu niður í botnlaust hyl- dýpi, byggt djöflum, sem skutu og skræktu og bölvuðu án afláts. Murphy hreyfði sig ekki. Útteygður líkami hans var alveg stífur, og hold- ið hékk slyttislega á beinunum eins og á dýri, sem bíður í varnarstöðu. Dagsljósið dreifðist, hvítt, fálmandi ljós, sem vermdi þakið. Hljóffin nálg- uðust. Fyrst heyrðist byljandi þungra gúmmíhjólbarða og dempað vélar- hljóð. Svo hljóðnaði byljandin með- skeili, og fótatök kváð'u við. Murphy rýtti, breyíti st.ellingu olnboganna og teygði hælana út frá sér. Hann snéri höfðinu hægt og starði á Dolan. — Augu hans voru blóðhlaupin og næst um lukt. ,,Nú koma þeir“, sagði hann. „Bless. Við sjáumst í helvíti". Holdpokarnir á vöngum hans hristust, þegar hann hló hljóðlausum hlátri án þess að opna munninn. Svo starðl hann enn á Dolan og snéri síðan höfðinu aftur fram um leið og hann gnísti tönnum og beindi Mauser-skammbyssu sinni að hljóðunum. Dolan varð líka stífur. Hann beit saman tönnunum. Hann sperrti upp augun og starði skynlaus fram fyrir sig. Hugsun hans stóð kyrr. Allur líkami hans beið. Hvað mundi ske? Tripp, trapp, tripp, trapp. Nú komu þeir. Þeir voru enn ósýnilegir. Þröng gatan beygði til vinstri hundrað metrum fjær. Þeir mundu koma fyr ir hornið þar, fram hjá gluggalansum steingafli, sem sneri að svartmálaðri framhlið verziunar þar sem stóð með hvítum stöfum J. WALSH KAUP MAÐUR. — J WALSH KAUPMAÐ- UR, fram hjá þurru hrossataði, sem lá á mjórri götunni, og auðum stein- gafli. Dolan starði skynlaus á þessa hluti, lét augun hvarfla frá einum til annars. Skyndilega k.jmu tveir grænklædd- Ir menn í Ijós, gangandi hægum skrefum sitt hvorum megin á götunni með rifflana i höndunum fyrir fram- an sig, beindu hlaupunum á ská upp á við, og einkennishúfumar hölluð- ust kæruleysislega út á hlið. annar maðurinn tuggði skúf af hvítu hálm- strái, og báð'ir störðu upp í glugga hússins. Þeir stönzuðu, skiptust á orð um, og síðan leit annar til baka og veifaði hendinni yfir höfði sér. Hann hélt hendinni andartak á lofti, renndi henni síðan skjótt fram og þrýsti henni fast að hlið sér. Þetta var merki. Fram! Þeir gengu áfram. — Tveir menn í viðbót komu í Ijós. Svo þrír enn, sem allir gengu hægt með rifflana í höndunum fyrir fram an sig og beindu þeim á ská npp á við. Murphy urraði, og líkami hans hreyfðist, um leig og þögull hláturinn ískraði í honum. Þeir gengu beinustu leið í gildru hans. Hann beið bara, þar til þeir væru fyrir neðan hann, í góðu færi. En Dolan . . . Um leið og hann sá þá, fékk hann ákafan hjartslátt, og heili hans tók aftur til starfa. — Hann var ekki hræddur við þá! Hann hafði gleymt, að þeir voru óvinir, að hann hafði barizt við þá í fjóra daga. Hann var hættur að' vera bylt- ingarmaður. Hann var fangi, fannst honum, í greipum morðingja og brjálæðings, og nú var von um frels- un. Hann reyndi að hrópa og veifa til þeirra meg höndunum, en af ein- hverjum ástæðum gerði hið ógurlega vald mannsins við hlið hans það að verkum, að tunga hans klesstist við góm'nn, og hendur hans urðu lífvana. Hann gat aðeins skolfið og fram- kvæmt óskiljanlegar hreyfingar með vörunum. Þeir komu nær. Hann gat séð hnapp ana á einkennisbúningum þeirra glampa og hinn einkennilega skeyting arlausa svip á andlitum þeirra, rétt eins og þeir væru á skemmtigöngu. Guð minn góð'ur. Hvðrs vegna gátu þeir ekki vitað, að hann var hér og í lífshættu, Hvers vegna komu þeir gangandi með þessum kærulevsis- lega hætti, þegar . . . Fjandinn sjálf- ur! Murphy hreyfði sig. Hægri hand- leggur hans varð stífur, Mjótt hlaupið á skammbyssu hans vísaði nið'ur á við. Hann var í þann veginn að hleypa af. Dolan rak upp óp og lcastaði sér yfir búkinn. sem lá við hlið hans. Murphy snen sér við með urri og skaut olnboganum á móti í rifbeinin á Dolan. Léttur líkami Dolans slengd ist til baka og rann með skriðhljóði niður þakskífurnar. Hann valt á bak- ig og rann síðan á hliðinni niður i þakrennuna, staðnæmdist með and- litið UPP og mætti augum Murphys. „Ha“. sagði hsnn. Svo heyrðist hár hvellur. Dolan hélt, að hann væri dauður. En það var Murphy, sem hafði verið hæfður. Munnur hans opnaðist, og hann byltist um andar- tak og sneri sér svo við með því að nota hægri hliðina. Vinstri hliðin var magnlaus. Hann hafði fengið kúlu efst í vinstri öxlina. Þeir höfðu skot- ið neðan frá götunni. Dolan kastað'i höfðinu aftur og lagðist flatur. Hann hélt enn, að hann væri dauður. Hugsanir hans þyrluðust fram og aftur í höfði hans með furðulegum hraða. Framan við augu hans 'mru rauðir deplar, sem hreyfðust í hring, og yztu hlutar lík- ama hans verkuðu eins og gríðarleg lóð væru bundin föst við þá og drægju hann niður á við og þvinguðu sam- tímis líkama hans til að liggja kyrr- an á þakinu. Hann beið í hræðdegri þögn og heyrði ekkert. Um leið og hermennirnir höfðu hleypt af, hlupu þeir burt og leituðu skjóls í litlu öngstræti, sem lá dá- lítinn spöl upp frá götunni á vinstri hönd. Murphy hafði skotið í blindni, tveim skotum, en hafði engan hæft. Kúlurnar skullu á brúnkini vig^verzl- unina með svörtu framhliðinni og skildu eftir litla, hvíta bletti, hlið við hlið. Svo beið hann. Skyndilega heyrðist enn ein druna, og líkami Murphys titraði. Hann beygði höfuðið aftur og bar hægri hönd sína að hálsinum. Hann hafði verið hæfður, í vinstri öxlina, rétt við hnakkann. Blóðið byrjaði sam- stundis ag streyma út í gegnum bláa peysuna. Munnur hans opnaðist, ■— tungan ýttist út, og hann klemmdi varirnar um tungubroddinn. Hann lokaði vinstra auga, og með ofurmann legu átaki tókst honum að miða á reykháf. Þögn. Bomm, bomm, bomm. Hann skaut þrem skotum hverju á eftir öðru. Það heyrðist org, og mað- ur fómaði höndum, beygðist utan um riffil. sem hann hélt á ská milli hand anna. Svo féll hann fram og lá á maganum yfir reykháfinn og engdist. Annar maður stökk upp og reyndi að toga hann niður um leig og hann beygði sig djúpt niður. Murphy skaut aftur. Maðurinn féll aftur fyrir sig. Skyldi hann hafa særzt? Drrrrr. Vél- byssa spýui kúlum út úr sér hærra uppi. Hvíslandi kúlnastraumurinn þaut rétt við andlit Murphys, hreyfð- ist til beggja handa í loftinu og hvísl- aði heitt fast vig andlit hans. Hann laut niður og lá kyrr. Bomm, bomm, bomm. Þeir miðuðu allir á hann og skutu úr öllum áttum. Múrsteinsflís- ar úr reykháfnum og flísar úr þak- skífunum smullu á baki hans. En þeir hittu hann ekki enn þá, og hann lá og beið í þakrennunni. Meðan hann lá og beið, hugsaði hann um Dolan. Það væri bezt að gera út af við hann núna, svikarann. Hann fann að kraftarnir voru á þrot- um. Aðeins önnur hliðin var lifandi. Dauðinn nálgaðist hratt. En fyrst ætlaði han i að sjá fyrir þessum skíta- labba. Hann snéri höfðinu hægt við, nuddaði því við lága brún þakrenn- unnar. svo að það bæri ekki við þak- hellurnar, sem kúlurnar skullu á. — Svo varð hann að flytja hægri hand- legg sinn undir olnbogann og draga hnéð inn undir sig. Hann lá lengt og krafsaði og stundi af hinum hroða- legu kvölum, sem sár hans ollu. Dolan heyrði hann hreyfa sig og hrökk í kút af hræðslu. Þessi hreyf- ing vakti hann til meðvitundar á ný, eins og mann, sem allt í einu vaknar Framhald á 814. síðu 808 T t M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.