Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1963, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1963, Blaðsíða 17
IV. Með löggjöfmni 1871 var rofin alda gömul helð um samskipti Bandaríkja stjórnar vio Indíánaþjóðirnar. Sú stefna að' le'tast við að leysa deilumál með samkomulagi og formlegum samningum, varð nú lögð niður, en í staðinn var þinginu veitt vald til að taka einhliða ákvarðanir um mál- efni Indíána. Þá sjálfa þurfti ekki framar að spyrja ráða. En frumbyggjarnir réðu enn yfir allmiklum landsvæðum, sem ættbálk- arnir nýttu sameiginlega eftir æva- fornum siðvei'jum sínum. Búskapar- hættir Indíána og skilningur á land- eign voru allt aðrir en Evrópumenn höfðu vanizt Land var ekki verzl- unarvara í evrópskum skilningi, og Indíánum var sú hugsun framandi, að landið sem slíkt væri eign. Hins vegar var aínotaréttur landsins við- urkenndur og landamæri mdli ætt- bálka voru viðurkennd og virt. Eng- inn ættbálkur hafði rétt til að fara í heimildarlfysi inn á land annars og nytja það til veiða eða ræktuhar, en ætt'bálkarnir töldu ekki l'andið sem slíkt vera eign sína. heldur réttinn- til nýtingar þess. Land, sem einhver ættbálkur hafði yfirgefið, var einskis manns land, og sá hópur, er þar sett- ist að, eignaðist um leið afnotaréttinn. Nýting landsins var skilyrði réttar- ins til þess. Og það var alltaf þjóð- flokkurinn eða ættbálkurinn sem heild, sem talóist eiga réttinn, ekki einstaklingar og landið var nýtt sameiginlega. Evrópumenn gátu aldrei skilið þetta skipulag og viðurkenndu ekki tilverurétt þess. Sjálfir voru þeir aldir upp við einkaeign og þeim fannst, að það væri eina kerfið, sem gæti staðizt og hlyti að vera nauðsyn- legt öllum þjóðum. Indíánamir voru hins vegar ekkert fúsir til að láta af þvi, sem þeir voru vanir og var þýð ingarmikill þáttur menningar þeirra. og meðan samningsréttur þeirra var viðurkenndur, tókst þeim að mestu leyti að koma í veg fyrir afskipti hvítra manna af innri málefnum þeirra. En með stefnubreytingunni 1871 vora þeir sviptir þessu vopni. Sú hugmynd að skipta Indíánalandi niður á milli einstaklinga var ekki ný af nálinni og tilraunir höfðu nokkr Höfðingjarnir voru aldrei konungar Indíána, heldur fór aattbálkurinn sem heild meS æðsiu völd. Indiánar hafa verið ófúsir að láta af þessari erfðavenju sinni, eins og svo mörgu öðru úr þjóðmenningu sinni. Þó hefur margt breytzt í hátt- um þeirra eins og sjá má á þessari mynd, sem er tekin af ættbálksráðstefnu í einu Indíánasvæði Bandaríkjanna. ar verið gerðar í þá átt. Þegar árið 1633 heimdaði yfirréttur Massac- husettsfylkis, að Indíánar settust að á einstökum iandareignum „í sam- ræmi við siðvenjur Englendinga". Gegn þessu stóðu Indíánarnir hins vegar sjáifir, og allt fram á síðari hluta 19. aldar höfð'u þeir bolmagn til þess. En eftir borgarastyrjöldina gjör- breyttist afstaða þeirra. Vöxtur bandarísku þjóðarinnar var mjög ör á þeim árum og innflytjendur frá Evrópu ílykktust til landsins. Á Kyrrahafsströnd og í Klettafjöllum hafði fundizt gull, og það ýtti undir landnám á áður ónumdum slóðum með nýbýlaiöggjöfinni, sem sett var árið 1862, en þau lög veittu einstök- um landnemum heimild til að taka ákveðna stærð landsins fyrir lítið gjald, sem greiðast skyldi fimm ár- um eftir að haim settist að á landinu. Allt varð þetta til að efla kröfuna um aukið landrými, og augu margra beindust i síauknum mæli að þeim svæðum, sem lndíánarnir héldu enn. Verulegum hluta þess lands tókst einnig að ná með löggjöf. er sett var árið 1887, hinum almennu skipta- lögum eða Dawes-lögunum, eins og þau voru köliuð. Þessi lög voru þo engan veginn sett í þeim tilgangi að svipta Indiána landi sínu A'ð minnsta kosti vora þau ekki rökstudd á þann veg. For- mælendur laganna beittu oft ekki síð'ur tilfiuníngalegum málflutningi en rökrænum, og kvenfélög og kirkju deildir gerðusc ákafir stuðningsmenn þeirra. Æílnnin var að styðja Indí- ána til sjairsbjargar með því að gera þá ajy sjálfstæðum og hlutgengum bændum, sem yrktu jörðina að hætti hvítra manna i nábýli við hvíta menn. Skiptalögia voru talin vera Indíán- um sjálfum mest í hag. Carl Sehurz, þýzkur flóiíamaður, sem var innan- ríkisráðherra í ráðuneyti Grants for- seta, orð'aði manna skýrast megininn- tak málflutiimgsins. Hann sagði: ‘,,Sú gleði og það stolt, sem fylgja einka- eign, eru helzti aflgjafi siðmenning arinar." Sama uugsunin kemur fram í skýrslu, sem stjórnarerindreki einn meðal Siouxindíána samdi um svip- að leyti: .,Meðan Indíánarnir búa saman í borpum, munu þeir viðhalda SÍÐARI HLUTI T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 809

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.