Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1963, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1963, Blaðsíða 6
aS ljósta fólk innan borgarmúranna. Þetta fólk dó ekki allt, en það slapp ekki heldur allt, og margt af því, sem veiktist, hafði gefið öðrum það fordæmi á meðan það var heilbrigt, að þeir gátu með góðri samvizku látið það deyja einmana og umhirðu- laust. Af þessu leiddi, að ósegjanlega margir, sem veiktust, bæði karlar og konur, áttu ekki annars staðar líknar að vænta en hjá vinum sínum, sem nú voru orðnir fáir, eða hjá gráð- ugu vinnufólki, sem hélzt í vistum ' gegn óheyrilegu kaupi og þó nauða- fátt. En þetta var fáfrótt fólk, sem ekki var vant hjúkrun, og gat því ekki annað gert en rétta sjúku fólki það, sem það bað um, og horft á það deyja. Margt laut það svo raunar sömu örlögum og húsbændurnir. Þegar sjúklingarnir lágu þannig hjálparvana, yfirgefnir af grönnum, ættingjum og vinum, og aðeins fátt eitt eftír af vinnufólki, gerðust þau ódæmi næsta algeng, að jafnvel feg- urstu og yndislegustu aðalsmeyjar blygðuðust sín ekki fyrir það, þegar í nauðir rak, að bera hvaða hluta karmanna, er í þjónustu þeirra voru, karlmanna, er í þjónustu þeirra voru, meira að segja án tillits til aldurs, rétt eins og þeir væru konur.' Ef þessar konur hjörnuðu við, gat þetta leitt U1 þess, að þær hirtu minna um kröfur siðgæðisins ef'tir en áður. Vegna hins gífurlega manndauða tóku þeir, sem eftir lifðu, upp venj- ur, sem voru mjög frábrugðnar því, sem áður hafði tíðkazt. Hinir gömlu, hátíðlegu siðir, sem áður voru hafðir um hönd við dánarbeð, féllu úr sög- unni, þegar pestin magnaðist, ýmist að nokkru leyti eða með öllu. í stað sorgar vina og æ.tingja, komú hlátr- ar og sköll og svallgildi, sem konur fóru jafnvel smám saman að taka þátt í, því að þær vörpuðu líka frá sér hinu grandvara líferni kyns síns á þessum hörmungartínfa. Með'al fólks af lægstu stigum var þó miklu verr komið. Það hafðist við í húsum sinum, ásamt grönnum sín- um, hvort heldur það hefur verið fyrir örbirgðar sakir eða vegna þess, að það' bjóst við að geta foi'ðazi sótt- ina. Eigi að síður sýktist það þús- undum saman á hverjum degi. Það naut er.grar hjáipar, og nálega hver maður dó. Margir ultu út af á göt- unum, jafnt á nótt sem degi, og þeir, sem dóu í húsum inni, lágu þar, unz nágrannarnir fundu náþef- inn. Þá voru þeir vanir, annaðhvort sjálfir eða með aðstoð líkbera af lágum stigum, að draga líkin út úr hújunum og leggja þau á börur eða fjalir við húsdyrnar, þar sem oft mátti sjá stóra hauga af líkum á morgnana. Þetta gerðu þeir þó frem- ur af ótta við sýkingu en kristilegum Oauðinn og aðalsmaðurinn. mannkærleika. Ósjaldan voru tvö eða þrjú lík á börum, sem ætlaðar voru einu, og iðulega lá konan við hlið manns síns, bróðir hjá bróður, eða faðir hjá syni. Hin vígða jörð nægð'i ekki lengur handa öllum, sem daglega voru born- ir í kirkjurnar, og ekki kom til mála að láta hvert lík í sérstaka gröf. Þess vegna var aukið við kirkjugarð- ana, sem fylltust hvarvetna, með firnastórum gröfum, þar sem likun- um var raðað hlið við hlið og hverju ofan á annað eins og þegar vöru- sekkjum er raðað í skipalest, unz gröfin var barmafull, og var aðeins Sáldrað mold á milli laga. Svo mikil var grimmd himinsins og ef til vill mannanna líka, að frá því í marzmánuði og fram í júlí dóu að minnsta kostl hundrað þúsund menn innan múra FLórensborgar, og vissu menn þó ekki áður en sóttin hófst, að svo margt fólk væri til í HBwginni. Hversu margar voru ekki þær hallir, skrauthýsi og aðalsselur, þar sem áður hafði allt morað af þjónustul'iði og herrum og frúm, en nú var ekki lengur eftjr svo mikið sem hinn aumasti þjónn?“ Þannig lýsir Boccaccíó atburðum í Flórens. Lýsing hans gæti átt við hvaða stórborg álfunnar, sem var, og er þess þó að gæta, að hann segir fátt af þelm, sem bágast áttu — al- þýðu manna. Hann lítur yfir sviðið af sjónarhól'i yfirstéttarmannsins. Það var engin furða, þótt kóngarnir yrðu ag slíðra vopn sín í bili, þegar slík tiðindi gerðust. Þeir gátu bók- staflega ekki lengur fengið menn til þess að senda á vígvellina. III. Það var auðvitað ekki að sökum að spyrja: Á svo ógnþrungnum tím- um gerðust margir furðulegir atburð- ir og hvers konar kviksögur gengu fjöllunum hærra. Yfir París sást skær stjarna um miðjan dag, en 798 T I H 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.