Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1963, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1963, Blaðsíða 9
BLESSUÐ SÉRTU, SVEITIN MÍN, SUMAR, VETUR, ÁR OG DAGA Flestir íslendingar, sem komnir eru til vits og ára, munu kannast við Gautlönd í Mývatnssveit. Jörðin Gaut- lönd er fögur og frjósöm, eins og flestar jarðir i sveitinni. Þar hafa löngum búið stórhuga bændur, sem mikið hafa látið til sín taka á ýmsum sviðum menningar- og framfaramála. Einn bóndinn á Gautlöndum heitir Jón Gauti pétursson, og er oddviti Mývetninga, en það starf hefur hann haft með höndum í fjörutíu og fjögur ár, og er mér til efs, að nokkur annar íslendingur hafi lengur sinnt oddvita starfi. Jón Gauti er sonur Péturs Jóns- sonar bónda á Gautlöndum, en hann var alþingismaður frá 1894—1922, og faðir hans, .'Jón Sigurðsson, einnig bóndi á Gautlöndum, var alþingis- inaður álfka lengi, rúmlega þrjátíu ár. Jón Sigurðsson var að auki for- seti sameinaðs alþingis. MaSurinn og fjölskyldan Jón Gauti er nú á 75. aldursári og ber aldurinn vel. Hann er grannvax- tan maður, léttur á fæti og kvikur í hreyfingum. Hann er maður fríður sýnum, sviphreinn og gl'aðlegur. Jón Gauti var kvæntur Önnu Jak- obsdótlur frá Narfast'öðum, en hún er látin fyrir allmörgum árum. Hún var systir Björns heitins Jakobssonar, kennara á Laugarvatni. Þau Jón Gauti og Anna eignuðust fjögur börn, sem öll eru á lífi. Þau éru Ásgerður, kennari í Reykjavík, Sig- ríður, gift Ragnari H. Ragnar, tón- listarmanni á ísafirði, Ragnhildur, gift Jóni Sigurgeirssyni frá Hellu- vaði, Jónssonar, bróður Sigurðar skálds á Arnarvatni, og Böðvar, sem kvæntur er og býr á Gaut'löndum. Við litum við hjá Jóni Gauta, einn af fáum góðviðrisdögum í sumar, og töfðum hann frá heyskap um stuad. Hann bauð okkur til stofu í nýreistu húsi sínu, snyrtilegu innan sem utan, og bauð upp á kaffi og fyrirmyndar meðlæti. Við báðum hann ag segja okkur það hel'zta, sem á daga hans hefur drifið, og eitthvað um félagslíf í sveit'inni fyrr og síðar. Ungmennafélög — Hér var mikið félagslíf strax fyrir aldamótin, sagði hann. Það má segja, ag árin um og eftir 1874 hafi kveikt líf í öllu félagsstarfi. Hér var til dæmis stofnað ungmennafélag ár- ið 1885, og er til gerðabók félagsins frá þeim tíma. Bókin mun geyrnd í héraðssafni því, sem verið er að koma á fót. Þetta félag hafði sömu markmið og þau, sem síðar risu upp. Félagið var ekki eins fjölmennt og það, sem síðar var stofnað, að vissu leyti upp úr þessu, en býsna fjölmennt var það samt. Húsaleysi háði félaginu mjög mikið, en eitíhvern veginn tókst þó að halda fundi. Þetta eldra ungmennafélag mun hafa verig það elzta á landinu, þótt T I 1V1 1 N N — SGNNUDAGSBLAÐ 801

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.