Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1963, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1963, Blaðsíða 19
I IndíánahöfSingi ( augum bandarísks málara um 1820. Talið er, að myndin sé af Oneidahöfðingjanum Shikellamy, en hann var um skeið sendifulltrúi hinna sex þjóða írókesa. í Nýja-Mexíkó, fylki, sem Banda- ríkin fengu frá Mexíkó árið 1848, voru Pueblo-Inaíánar fjölmennir. Þeir bjuggu á landi, sem Spánarkonungur hafði veitt þeim, meðan landið var enn undir stjórn hans. Yfir þetta land vildu hvítir menn reyna að komast, og árið 1877 féll hæstaréttardómur á þá leið, að Pueblo-Indíánarnir væru bandarískir ríkisborgarar, ekki skjól- stæðingar rik;sstjórnarinnar eins og aðrir Indíánar. Þetta var rökstutt með því, að þeir hefðu verið ríkis- borgarar i Mexíkó áður, og í samn- ingum við Guadalupe Hidalgo, þar sem ákveðið var, að Bandaríkin fengju Nýju-Mexíkó, var tekið fram, að mexíkanskir burgarar yrðu sjálfkrafa bandarískir borgarar, nema þeir kysu heldur að fiytja á brott. Þessi úr- skurður þýddi, að land Pueblo-Indí- ána naut ekki verndar ríkisins, varð skattskylt og heimilt að selja það án samþykkis yfirvaldanna. Þau lög, sem bönnuðu óv'ðkomandi að setjast að á Indíánaiandi áttu ekki þarna við. Meira en 3.000 fjölskyldur fluttu inn á land Pueblo-Indíánanna. Árið 1913 breytti hæstiréttur fyrri úrskurði síni'-n og hélt því nú fram, að land Puebio-Indíána væri greini- lega skilgreint sem Indíánaland — það er að segja, að Publeó-Indíánar væru „háð heimaþjóð", sem nyti verndar Bandíríkjanna, og þeir gætu ekki losað sig við landeignir sínar án samþykkis ríkisstjórnarinnar. Land þeirra var iýst öðrum friðhelgt. Land- nemarnir, sem voru setztir að á land- inu, sneru sér óðar til þingsins til að fá þessu breytt, og 1922 voru sam- þykkt lög, þar sem sú skylda var lögð á herðar Indíánunum að sanna eignarrétt sinn á umdeildum land- spildum. Þessi skylda reyndist Indí- ánum bæði erfið og kostnaðarsöm. Þessi lagasetning vakti mikla at- hygli og valui andúð margra borg- ara og hópa, og þeir tóku nú hönd- um saman tii að styðja Indíánana við að skipuleggja sameiginlega vörn. Aðalhvatamaður þess var John Colli- er, sem síðar varð Indíánafulltrúi stjórnarinnar og foringi þeirrar hreyf- ingar, sem krafðist endurskoðunar á stjórnarstefnunni. Að tilmæium þessara samtaka héldu Púeblo-lndíánarnir með sér ráðstefnu i Santo Domingo, þar sem fjölmennasti ættbálkur þeirra bjó, í nóvember 1022. Þetta var í fyrsta skipti, sem allir Pueblo-Indiánar höfðu tekið höndum saman síðan ár- ið 1680, er þeir sameinuðust við að reka Spánverja af höndum sér. Þarna stofnuðu þeir með sér samtök og sendu út askorun til bandarísku þjóð- arinnar, og sendinefnd frá þeím heim- sótti fjölmargar bandarískar borgir, reifaði þar málið og fór fram á fjár- hagslaga aðotoð. Þetta leiddi til þess, að sönnunarskyldulögin voru numin úr gildi, og landi Pueblo-Indíána sett föst landamæri, en hlutlausum aðil- um falið að skera úr um eignarrétt á umdeildu iardi. En þessar aðgerðir Pueblo-Indíán- anna leiddu einnig til þess, að athygli þjóðarinnar beindist í vaxandi mæli að málefnum lndíánanna. Samtök Pueblo-Indíána héldu áfram starf- semi sinui efrir að hafa fengið máli sínu framgengt, og þessi samtök unnu nú að' því að kanna og birta skýrsl- ur um lífskiör Indíána víðs vegar um landið. I Ijós kom, að víðast hvar bjuggu Indíánar við sárustu fátækt, dauðatalan var helmingi hærri meðal þeirra en meðal þjóðarinnar í heild, berklar voru afar algengir meðal þeirra og augnsjúkdómar, skólar þeir, sem Indíánum voru ætlaðir, voru lélegir, og fæstir voru nógu lengi á skólabekk til að hafa neitt gagn af því. Eins og dómstóllinn hafði sagt, rúmum arat.ug fyrr, voru Indíánarnir hvorki borgaiar né útlendingar, held- ur stríðsfangar á friðartímum. Þeir höfðu þó fengið borgararétt- indi, þegar þetta gerðist. Árið 1924 samþykkti þjóðþingið, að allir Indí- ánar fæddir innan landamæra Banda- ríkjanna skyldu öðlast ríkisborgara- rétt. Þetta var gert í viðurkenning- arskyni fyrir þátttöku Indíána í fyrri heimsstyrjöldinni. Indíánar höfðu ekki venð herskyldaðir, en þúsund- ir þeirra hiifðu gefið sig fram sem sjálfboðaliðar. Hins vegar sóttust þeir ekki eftir laununum, ríkisborgara- T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 811

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.