Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1963, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 29.09.1963, Blaðsíða 8
BRSöai— Steindór Björnsson frá Gröf: Halastjarnan 1910 og heimsendirinn í sunnudagsblaðinu 21. júlí ’63 er grein, frásaga, eftir Guðmund J. Einarsson, og heitir: „Heims- endir“. Minnir höfundinn, að ■;j þetta hafi gerzt síðustu dagana í ágústmánuði 1910. En hala- j stjarnan umrædda átti að vera næst jörðu dagana 17.—18. maí það ár, og við þann tíma var heimsendisspádómurinn og ótt- inn miðaður. Mér datt í hug að lofa lesendum Sunnudagsblaðs- ins að sjá dálitla sögu frá þess- um dögum. sem — meðal annars birtir það, að fleirum en Ey- mundi, skipsfélaga Guðmundar, hefur orðið eitthvað lfkt í huga í tilefni af spádómunum. Af sérstökum ástæðum hef ég alltaf munað núliðin 53 ár, hvar ég var staddur þessa hala- H stjörnunótt, en ekki dagsetning- 1 una. Því fór ég til og gætti að því 1 í dagbókarómynd, er ég skrifaði um árabilið 1905 til 1912. Þar | rakst ég á dálítið fleira frásagn- | arvert, er skeð getur, að lesend- j um Sunnudagsblaðsins þætti var ið í_sem ferðasögubrot, og fyrir 1 eftirtjmann er það geymandi. Og 1 þar sem það svona snerti framan Í greint mál, þá set ég það hér | með. Má þá bæta viö fyrirsögn- 1 ina: „Svo og brot úr ferðasögu § frá þeim tíma“. Svo sem sjá má § af skrifum frá þessu ári, var í I maí langt komið að reisa gas- S stöð Reykjavíkur, með henni til- I heyrandi gastank og leiðslum, en ® leiðslur ekki komnar í samband. 1 Stöðin tók til starfa 11. júní 1910. Þetta sumar var fyrsta síma- línan lögð til Siglufjarðar, og komst Siglufjörður í símasam- band um mánaðamótin septem- ber og október eða litlu síðar. Með efnið í símalínu þessa kom norskt flutningaskip er „Pros- pero“ hét, hægfara, gamalt skip. Það kom til Reykjavíkur og hélt svo áfram norður um klukkan B átta að morgni 12. maí 1910. — |j Voru sendir með því héðan nokk S uð margir menn til þess að vinna 1 við símalínu þessa. Var ég einn 1 í þeim hópi. í dagbókinni stend- ur: „Við erum á öðru plássi svo kölluðu, en það er svo slæmt og sóðalegt, að illa er við unandi; ekkert er til að liggja við og eigin rúmföt ekki leggjandi hér niður fyrir sóðaskap’*. Um kvöldið klukkan hálftólf (eftir 15]/2 tíma ferð), var kom- ið til Patreksfjarðar. Þar var legið til klukkan þrjú um nótt- ina og svo komið til Þingeyrar í Dýrafirði klukkan sex á föstu dagsmorgun 13. maí og verið þar til klukkan sex um kvöldið. Og til ísafjarðar komum við laust fyrir klukkan tólf um miðnættið. Ekki var farið inn í höfnina, heldur lagzt úti á Sundi. Eg slapp þó 'af tilviljun í land rétt strax og gat dvalizt þar hjá vin- um — konan á heimilinu frænka mín — það Hvammkotssystkin- anna, er lífs slapp úr Kópavogs- læknum 1. marz 1874 og lifði siðan lengst allra þeirra systkina ----fædd 14. júní 1857, dáin 20. janúar 1939. Þarna var ég í góðu yfirlæti í nálægt tvo klukkutíma, en þá fluttu tveir heimilismenn mig aftur út í skipið. Klukkan sex að morgni laugar dagsins fyrir hvítasunnu, 14. maí, vorum við komnir norður fyrir Straumnes. Og norður und ir Horni komum við í töluvert íshröngl, svo að skipið varð að íara mjög hægt öðru hvoru, og vorum við í þessum rekís allt austur á móts við miðjan Húna- flóa. Var þá haldið vel austur úr ísnum og þaðan beint inn til Blönduóss. Lagði skipstjóri skipi sínu rétt utan við ármynnið í úthafsstrauminn. Urðum við svo að gista þarna hjá honum, í „sælu-vistinni“ frá klukkan tæp lega níu á laugardagskvöldið til klukkan ellefu á sunnudagsmörg un. Þá fengum við loksins að setja niður annan sjmabátinn (reyndist að þeir voru tveir með til að nota við flutninga vegna símavinnunnar um sumarið). Það sem eftir var hvítasunnu- dagsins voru nærri allir farþeg anna lengst af í landi, í sólskini og góðu veðri, en þó ekki vel hlýju. Þar sem „Prosperó" átti eftir að fara vestur yfir Húnaflóa og skila vörum á hafnir þar, áður en hægt væri að ná í símaefnið, sem fara átti í land á Sauðár- króki, voru nærri allir símamenn irnir búnir að ákveða að fara þegar að morgni gangandi aust ur yfir til Sauðárkróks. En þá sömdu þeir svo, aðalverkstjórinn og aðstoðarmaður hans, að senda þrjá menn þegar að morgni ann ars hvítasunnudags til þess að byrja að gera við bilanir á síma línunni, þær sem orðið höfðu á liðnum vetri. Til þessarar farar roru valdir undirritað'ur, Gísli Jó- hannsson (Eyrbekkingur) og Kjartan Ólafsson (fluttist einu til tveimur árum síðar til Ame- rjku). Einn, Benedikt Eyvinds- son, nú dáinn — bróðir Jónasar bæjarsímaverkstjóra — var send ur beint til þess að sækja staura skó til Sauðárkróks, og með hon um fylgdust tveir menn: Daníel og Gústaf, sem mér er ókunnugt :im frekar. Mikið þurfti að gera við vír- ana á staurunum, svo að við komumst ekki nema skammt, norður fyrir Síðu í Refasveit § þennan dag, eða aðeins um tíu kílómetra og náttuðum okkur þar. Nú var kominn 17. mai, fyrri halastjörnudagurinn. Enn var fagurt og bjart veður. Við gerð- um við áfram norður að Laxá. sunnan Skagastrandar. Gengum svo niður með ánni frá símalín- unni og niður á þjóðveginn, sem liggur yfir ána á brú. skammt suður og vestan við bæinn Syðri-Hól. Þar nokkru austar er bærinn Njálsstaðir, en þaðan var kominn Páll Steingrímsson, fað- ir Hersteins, fyrrverandi Vísis- ritstjóra. Er við símamenn þrír komum niður á veginn, nálægt hádegi; hittum við þar fjóra fé- laga okkar, sem lagt höfðu af stað frá Blönduósi þá um morg- uninn. Það voru þeir Lúdvig Nordgúlen, símaverkstjóri (dá- inn fyrir alllöngu), Friðgeir Skúlason (síðar kaupmaður, dá- inn), Páll Erlendsson (síðar mörg ár bílstjóri í Vestmanna- eyjum, dáinn) og Magnús Odds- son frá Eyrarbakka, sfðar lengi simaverkstjóri, og enn þá starf? maður símans, hefur verið þa? nú í þessi 53 ár. í flakkið um vesturhafnir Húnaflóa á „Prosperó" höfðn Framhald á 813. slSu. 800 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.