Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1963, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1963, Blaðsíða 3
ÞEIM, SBM horfir á þessa mynd, dettur óðar í hug Para- dísarheimt Halldórs Kil'jans Laxness og bóndinn í Hlíðum undir Steinahlíðum. Þar segir svo: „Það hafði löngum viðgeingist að sýna úngum bænda- efnum garðlög og veggi i Hlíðum undir Steinahlíðum, þeim til eftirdæmis í lífinu. Þessir steingarðar voru vand- lega hlaðnir svo ekki voru önnur listaverk meiri í þeim sveitum”. En þegar Hlíðarbóndi hefur langar fjarvistir átt og kemur að l'okum heim, bregður honum í brún: „Þó var það ekki fyren hann virti fyrir sér vallar- garðinn að þessi ósköp fóru að falla honum nær. Var furða þó honum ofhasaði að sjá hvurnin þessi meistara- verk eftir lángafa hans, fyrirmynd og eftirdæmi heilla sveita, voru farin á einni svipstundu meðan hann skrapp frá; og skriðugrjót dreift útum allt tún! Þá varð honum litið uppí snarbratt fjallið fyrir ofan bæinn, á fýlinn, þennan trúa fugl, svífa mjúku og sterku og ódauðl'egu vængtaki fyrir framan bergstallana hátt upp, vaxna burkn- um og túnglgrasi, þar sem hann hafði átt sér hreiður í tuttugu þúsund ár. Hann lagði af sér pokann sinn með bæklíngunum eftir Jón Pritt, smeygði sér úr treyjunni og tók ofan hattinn; og fór að tína saman grjót og bera sig að gelda ögn uppi veggina. Hér átti einn maður mikið verk fyrir höndum: slíkir garðar taka £ rauninni manninn með sér ef þeir eiga að standa. Vegfarandi nokkur sér að ókunnur maður er tekinn til að laspra við garðana í þessu eyðikoti. Hver ert þú? spyr þessi ferðamaður. Hinn svarar: Ég er sá maður, sem heimti aftur Paradís eftir að hún hafði leingi verið týnd, og gaf hana börnum sínum. Hvað er slíkur maður að vilja hér, spurði vegfarandinn. Ég hef fundið sannleikann og það land þar sem hann býr, áréttaði vegghleðslumaðurinn. Það er að vísu allmikils vert. En nú skiptir mestu máli að reisa við aftur þenn- an vallargarð”. I TlMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 843

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.