Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1963, Side 4

Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1963, Side 4
Af spjöldum sögunnar IV. i. BANDARÍSKI jarðfræðing- urinn Eðvarð Dvinker Cope hefur orðað þá meginreglu í þróunarsogu mannkynsins, að ný framíaraskeið eigi ekki upp- haf sitt þar, sem næsta skeið á undan náði hámarki sínu, held- Séu sagnfræ*iwgar beðnir að benda á eitthvert atriði, sem var nýjung í kenningu Jesús frá Nazaret, vefst þeim tunga um tönn. En hið sama gildir raunar um Sókrates til dæmis. Hugmyndir hans voru líka viðfangs- efni, er samt'8 hans glímdi við. Það er ekki heldur hægt um vik að skera úr um það. hvað það var i rauninni, sem Jesú kenndi. Enginn veit, hvað lænsveinar hans kunna að hafa misskilið, og margt hefur ýkzt og brenglazt síðar meir. Varla er unnt að láta sér detta annað í hug en þar- nafi mörgu verið aukið við og annað fellt niður, bæði viljandi og óviljandi. Kenningar hans hafa líka verið túlkaðar á marga og ólíka vegu. Danski sagníi æðingurinn Hartvig Frisch leigur áherzlu á kenningar hans um brivun ríkidæmisins, er hann átti sameiglnlegar Essenum og Jóihannesi sidrara. Þar nægir að minna á ummælin um úifaldann og ir augum. Böivun ríkidæmisins var ekki til þsss tallin að gera það eftir- sóknarvert, og Jesús bauð sendiboð- um sínum að fara allslausum út í heiminn, án annars farteskis en stafs og kyrtils. Á hinn bóginn er óumdeilanlegt, að söfnuðir frumkristninnar tóku upp sameignar.-kipulag, enda var það eðli legt framhaid af því, að Jesús og lærisveinar hans áttu fjármuni sína sameiginlega, að því er guðspjöllin gefa í skyn. En það var ekki upp- finning p.úr«, því að Essenar höfðu lengi lifað við einhvers konar sam- eignarskipolag. Þetta sameignarskipu lag virðist þo ekki hafa verið bú- hnykkur, helaur fyrst og fremst bræðralag lágstéttarfólks, sem bjóst þá og þegar við heimsendi: „Allir þeir, sem trúðu voru saman og höfðu allt sameiginlegt, og þeir seldu eign- ir sínar og fjármuni og skiptu því á milli allra, eflir því hver hafði þörf til“. Þegar þau Ananías og Saffíra DRAUMUR UM 1000 ÁRA RÍKI ur hefjist í umhverfi, sem er skemmra á veg komið, en stefnir í sömu átt. Þróunin verður með öðrum líkt og þegar bylgja rís af bylgju. Hina stoltu höfðingja rómverska heimsveldisins hefur sízt af öllu grunað,, að það væri upphaf nýs kafla mannkynssög- unnar, er fatækur trésmiðssonur úr Galileu, sem ekki þvoði einu sinni hendur sínar áður en hann settist til borðs, gekk um meðal snauðra fiskimanna, fallinna kvenna og brotafólks, predik- andi og segjandi dæmisögur, á milli þess sem hann dvaldist í eyðimörkum. Það er raunar vafasamt, hversu nýtt það var af nálinni, er þessi far- andpredikari kenndi. Trúin á ósýni- legan guð vai runnin Gyðingum í merg og blóð, og djöfullinn var kom- inni til aranna, fóstraður austur í Persíu. Draumurinn um Messías var útbreiddur, og spádómar um heims- endi þekktust einnig. Siðferðisboð- orð þau, sem hann hélt á loft, áttu sér hliðstæður, og kenningin um upp- risuna var Fariseum ekkert nýmæli. nálaraugað 03 söguna um Lasarus og ríka mannmn, sem ekki er að sjá, að hafi annað tÚ saka unnið en lifa við auð og munað. Það var nóg sök til fordæmingar: ,,Vei yður, þér ríku, því að þér hafið tekið út huggun yð- ar“. Og naprar eru fleiri kveðjur, sem Jesús sendj yfirstéttum síns tíma að vitnisburð' Nýja testamentisins: „Gætið yðar við fræðimönnunum, sem gjarnt er að ganga í síðskikkj- um og vilja láta heilsa sér á torg- unum og kjósa sér efstu sætin í sam- kunduhúsunum og helztu sætin í veizlunum. Þeir eta upp heimili ekkn- anna og ilytia langar bænir að yfir- skini. Þeir munu fá því þyngrj dóm“. Þannig taiaði Jesús greinilega tungu öreigans, og til eru jafnvel þeir, sem hata látið sér til hugar koma, að innréið hans í Jesúsalem og brottrekstur kaupmannanna úr mustermu híd' átt að vera upphaf öreigauppreisnar. En hinir gætnari sagnfræðingar munu ekki telja, að tiltæk sé næg vitneska um þjóðfélags- ástæður í Gyðingalandi um þetta leyti til þess að halda slíku fram, og þótt sumt kunni að benda til þess, að þetta fái staðizt, mæli annað gegn því. Enda þóti guðspjöllin beri ótví- ræð einkenn' lágstéttanna, varar Hartvig E riscl, við því að draga af því of víðtækar ályktanir með stétta- baráttuna i iðnveldum nútímans fyr- tímdu ekki að sjá af öllu verði eigna þeirra, sem þau höfðu selt, heldur drógu nokkuð undan, mælti Pétur þessum orðum til syndarans: „Ananias, hví fyllti Satan hjarta þitt, svo ab þú skyldir ljúga að heilög- um anda og draga undan af jarðar- verðinu? Var hún ekki þín, á meðan hún var í eign þinni, og var ekki sölu- verðið á þínu valdi? Hvernig gaztu látið þér hugkvæinast slikt tiltæki? Ekki hef'i- þú logið að mönnum, heldur að guði“. Orð Páls, sem þó reyndi af hag- sýnisástæðum að sætta öreiga og man við ríkjandi skipulag, varpar ljósi yfir það, hvers konar fólki þessir söfnuðir voru skipaðir: „Því að lítið, bræður, til köllunar yðar: Þér eruð ekki virtir að manna dómi, ekki marg- ir máttugir, ekki margir stórættaðir, heldur hefur guð útvalið það, sem heimurinn telur heimsku, til þess að gera hinum vitru kinnroða. Og guð hefur útvalið það, sem heimurinn tel- ur veikleika, til þess að gera hinu volduga K'nnroða. Og hið ógöfuga í heiminum og lúð fyrirlitna hefur guð útvalið, og það, sem ekkert er, til þess að gera það að engu, sem er“. II. Danski sagnfræðingurinn Troels- Lund komst svo að orði á sínum tíma: „Það verður ekki hrakið, að Stynjandi undir þeim kvöðum, sem forréttindastéffirnar lögöu á þa, sáu bændur og handverksmenn miöaida bræörásöfnuði frumkristninnar í fögrum hiílingum.... 844 1 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.