Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1963, Side 9

Tíminn Sunnudagsblað - 13.10.1963, Side 9
Allir voru háttaðir í litlu baðstof- unni. Hjónin lágu í rúmi sínu hægra tnegin við sexrúðnagluggann, hús- freyja fyrir ofan, bóndi fyrir framan. Þannig höfðu þau hvílt saman ár eft- ir ár, áratug eftir áratug. Einhvern tíma höfðu þau veriff ástfangin eins og ungu fólki er eiginlegt. Það var orðið óralangt síðan brúðkaupið þeirra var haldið. Núna lágu þau bæði á stóra, þykka koddanum, gömul og lúin. Samt voru þau alltaf aff brosa hvort til annars, jafnvel strjúka hvort öffru um vangann og klappa á vinnu- lúna hönd. Hvenær sem hitt fólkið í baðstofunni sagði eitthvaff kátlegt, skrýtnar lýsingar á ankannalegum mönnum, hnyttin tilsvör eða þá skellihló aff engu, — þá brostu gömlu hjónin, jafnvel hlógu lágum, innileg- um hlátri, sem virtist hríslast um hrörlegan líkamann. f rúminu hlnum megin viff glugj- 1 ann, gegnt göml'u hjónunum, lágu 1 heimasætan og vikasíúlkan. Þær voru I ungar, rétt af barnsaldri. Gamall vinnumaður svaf í rúminu fram af þeirra rúmi. Nú hraut hann, þreyttur eftir langan dag viff orfið úti í blaut- um, þýfðum flóanum. í rúminu til hliðar við vinnumanninn, fram af rúmi hjóna, voru synirnir, ungir menn. Annar dökkhærður, hinn bjart- ur yfirlitum. Allt unga fólkið var að skrafa saman um skemmtunina, sem var síðast liðna helgi — og um dans- inn, sem átti eftir að verffa á næstu helgi. Gamla fólkið blundaði. Haust- rökkriff lá á glugganum, svo aff allt hvíldi í mjúkri ró þessa lygnu nótt. Loks fóru aff strjálast samnæður unga fólksins. Piltarnir sofnuðu .fyrst, síðan heimasætan. Vikastúlkan vakti loksins ein og hlustaffi á hljóð næt- urinnar. Suffiff í bæjarlæknum bland- aðist viff þungan niðinn í fljótinu langt í burtu. Kyrrffin úti varff svo djúp, að andardráttur sofandi fólks- ins varð aff hávaða í eyrum hinnar andvaka stúlku. Þá loks var þögnin rofin af tísti í fugli einhvers staffar úti í nóttinni. Svo fór annar fugl ; kraka; þetta var skrýtið. Svona u lágnættið voru þeir þó vanir að so. sinn fuglsblund. Fjarlægur ómur, daufur og dularfullur, seytlaði inn í suð lækjarins og niff fljótsins. Hvað var þetta? Stúlkan lagði við hlustir, altekin voninni um, að eitt- hvaff myndi nú gerast, eitthvað óvenjulegt, allt öðru vísi en þessi venjulegu atvik, sem endurtóku sig dag eftir dag og viku eftir viku á þessum afskekkta bæ. Ómurinn varð sterkari, þetta var einhver aff kveða, annaðhvort inni í klettunum fyrir of an bæinn eða hver veit hvar. Hingað lágu sjaldan leiðir manna. Stúlkan settist upp og hall'aði sér út að glugg- anum, hélt niffri í sér andanum, hlust aði og hlustaffi. Kveðandinn kom nær og nær. Karlmannsrómur, sterkur og dimmur, mjúkur eins og hauströkkr- ið. Vikastúlkan var að því komin að hnippa í heimasætuna. Þess þurfti þó ekki með, Snati sá fyrir því að vekja alla meff háværu gelti, sem glumdi frammi í göngunum. Nú heyrðist líka hófatak, því að kvæða- maðurinn var að ríða heim traðimar og fór geyst. „Nú, já. Það er þá hann, sem er kominn“, sagffi gamli bóndinn og reis upp viff dogg. Vikastúlkan stóð á öndinni af for- vitni. Hún var nýkomin í sveitin; hafði aðeins verið á bænum síðan u ' krossmessu og þekkti því ekki næi'. allt fólkið í þessu víðlenda héraffi. „Hver er að koma?“ Hún gat ekki lengur á sér setið. „0 — það ei hann Móffar skáld“. sagði gamli bóndinn dræmt. TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 849

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.