Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1963, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1963, Blaðsíða 3
en inni í þeim og á víð og dreif a klettunum í kringum þau, tðld- um við nálega tvö hundruð lík. . . . IT.tan um sum voru rotnuð skinn- föt, en önnur höfðu vargar og liræfuglar slitið sundur og dreift beinunum hér og þar innan um skran, sem fleygt hafði verið út úr húsunum". Þegar þennan atburð bar að höndum, voru eyjarskeggjar um fimmtán hundruð. Það er talið, að um eitt þúsund hafi fallið um vet- urinn, en um fimm hundruð björg- uðust brott á ís og komust lífs af. Þrátt fyrir þetta áfall, hélzt mannabyggð á eynni, því að rost- ungagöngurnar freistuðu sem fyrr, og veiðimennirnir öfluðu sér enn um hríð fæðu og annarra nauð- synja með skutlum og lensum, líkt og þeir höfðu gert um alda- raðir. Ekki leið þó á mjög löngu, áður en veiðimenn á þessum slóð- um fóru að eignast riffla og síðar litla vélbáta. En þá hefur jafn- væginu líklega verið raskað, því að nokkj-u síðar fór rostungum að fækka á þessum slóðum. Snemma á þessari ’ öld voru hreindýr flutt til eyjarinnar frá Síberíu, og voru fengnir hjarðmenn frá Lapplandi til þess að gæta þeirra hin fyrstu ár. Þegsi tilraun virtist ætla að takast allvel. Eski- móarnir höfðu viðurværi sitt af hreindýrunum, jafnhliða rostung- unum. En árið 1943 féll mikill fjöldi hreindýra af ókunnum á- stæðum. Það olli enn þrengingum, að nokkrum árum síðar tóku rost- ungar að drepast af óþekktum á- stæðum, og ef þó ætlað, að valdið hafi sprengingar stórvelda á þess- um slóðum. Jafnframt er þess far- ið að gæta, að kvendýr drepist hópum saman af burði. Samt er rostungaveiðum haldið áfram, þótt þær fullnægi ekki lengur þörf- um eyjarskeggja. Báta búa eyjar- skeggjar enn til á svipaðan hátt og áður — þenja rostungshúð á tré- virki og þræða hana þar saman með seymi. Og margvíslega hluti búa þeir til úr rostungstönnum. Veiðimennirnir á Lórenseyju eru hógværir og hægir í fasi eins og Eskimóum er t'ítt. Þegar þeir víkja að veiðiferðum sínum, segja þeir oft eitthvað á þessa leið: „Það vildi svo til, að rostungur birtist, og gamall skutull stakkst í hann“. Þarna tíðkast ekki yfirlæti í orðavali. En þegar rostungavöðurnar nálg ats land, er heldur betur handa- gangur í öskjunni. Þá er skyndi- lega sem allt hæglæti rjúki út í veður og vind. Menn hlaupa fram Hú5in fest á virki bátsins. Við það er notað seymi. og aftur, og það er hrópað og kall- að. Og ókunnugum mönnum virð- ist oft teflt á tæpt vað í veiðiferð- um, enda mun svo vera. Við annað tækifæri er það lika, sem líf er í tuskunum meðal Eski- móanna á Lórenseyju. Það er þeg- ar þeir s.afnast saman til þess að syngja og dansa. Og þá segir það sig sjálft, að þeir syngja tíðum um rostunga og veiðifarir: „Maður gat ekki sofið, því að Sjórinn var sléttur eins og lófi manns. Maður reri frá ströndinni, og það kom rostungur upp rétt við húðkeipinn. Maður rak skutulinn í siðu hans, og veiðibelgurinn dans aði á vatnsfletinum. Rostungurinn kom hvað eftir annað upp og barði sjóinn með bægslunum í reiði, líkt og hann olnbogaði sig áfram. Hann reyndi að rífa veiðibelginn sundur, en hann eyddi orku sinni án árangurs, því að það var saun i- að á hann skinn af ógotnum læm- ingja. Og þegar hann lagðist fyrir, stynjandi og blásandi, rak maður spjót sitt á kaf í hann. Og maður syngur þetta af því, að manneskj- urnar sunnan við okkur og mann- eskjur norðan við okkur fylla vit sín af sjálfshóli". Sunnudagsblaðið birt- ir fúslega skenmtiíegar og vel skrifaðar grein- ar, sem því berast, T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 867

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.