Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1963, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1963, Blaðsíða 4
f HÚSINU númer 52 viS Álf- heima í Reykjavík býr roskinn AustfirSingur, Halldór Pálsson aS nafni. Henn var áSur bóndi á Nesi í LoSmundarfirSi, en er fluttur til höfuSstaSarins fyrir allmörgum árum. Halldór er safnari. En hann safnar ekki því sama oa aSrir, sem haldnir eru söfnunarnáttúru. Hann er áhugalaus um frímerki, cg hann leitar ekki uppi fáséSar bækur. En sé talað viS hann um veður- ofsa, tekur hann við sér, því aS þá er komið inn á sérsvið hans. Halldór safnar nefniiega frásögn um og upptýsingum um skaða- veður og tjón af völdum veðurs hér á landi. Og honum hefur orS ið vel ágengt, ef dæma má af stærð safnsins, því aS það er orðið ærið mikiS aS vöxtum og fyllir margar möppur. Þegar ég hringdi til Halldórs fyrir skemmstu og bað leyfis að mega spjalla við hann, tók hann mála- leitan minni vel; sagðist að vísu ekki hafa frá neinu að segja, en koma mætti ég. Og þegar ég birt- ist á heimili hans næsta dag, tók hann mér tveim höndum og leiddi mig þegar í stað að skápnum, sem veðramöppurnar stóðu í. En Hólm- íríður, kona hans, fór á meðan í eldhúsið að hita kaffi. Halldór rennir augunum yfir möppuröðina og dregur svo eina þeirra fram. — Hér held ég, að séu einhverj- ar merkilegustu frásagnirnar í safninu. Þær eru um Knútsbylinn 1886. Þann byl gerði 7. janúar, og hann skildi eftir einhver spor í svo tll hverri sveit á öllu Austur- landi. Pyrst kemur hérna yfirlits- frásögn af veðrinu, sem ég hef tekið saman, og síðan hef ég hér frásagnir eftir ýmsa úr öllum sveitum á svæðinu frá Breiðamerk- ursandi allt austur í Vopnafjörð. Knútsbylur olli geysilegum sköð- um víða, einkum á Héraði. í Skrið- dal og upp til fjallanna voru fjár- skaðarnir ekki eins miklir, því að þar hafði verið snjórenningur um morguninn og fé því ekki látið út. Annars kom bylurinn viðast hvar mjög snögglega, svo að á auga- bragði var komin svartahríð, svo að ekki sá handa skil. 1 einni frá- sögunni skýrir maður, sem var úti við, þegar bylurinn skall á, frá því, að hann hafi ekkert vitað til ferða sinna, fyrr en hann rak sig á bæjarstafninn heima hjá sér. Og svipað þessu kom fyrir oftar í Knútsbyl, menn rákust eins og af tilviljun á réttan stað. — Hvað hefurðu margar frá- sagnir af Knútsbyl? — Þær eru alls 74 og af öllu Austurlandi, sumar teknar úr prentuðum heimildum, aðrar úr óprentuðum. Þeir eru býsna marg- ir, sem um Knútsbyl hafa skrifað, og þeim ber á milli um ýmislegt. Ekki er alls staðar ljóst, hve mik- ill snjór hefur verið á jörðu fyrir bylinn, sumir segja að það hafi verið hnédjúpur snjór, aðrir tala um skóvarpsföl. En snjórinn hefur sjálfsagt verið afarmisjafn eftir sveitum. Frásögnunum er raðað þannig, að byrjað er syðst og hald- ið norður eftir. Fyrsta frásögnin er um Kálfafellskirkju, sem fauk í þessu veöri, og síðan kemur frá- saga, sem Sigfús Sigfússon frá Ey- vindará hefur skráð eftir Guðrúnu á Brunnhóli. Sú frásögn er tals- vert hjátrúarkennd. Þar segir frá vafurloga, sem á að hafa sézt á undan Knútsbyl. En veður var stillt dagana fyrir bylinn og tungl- skin, og það hefur án efa glampað á freðna jörðina. En hjá Sigfúsi er þetta orðið aö vafurloga. — Hvað nær safn þitt yfir lang- an tíma? — Frá því um 1700. En mig vantar mikið í frá eldri timum. Einkum er safnið götót't frá árun- um um miðja átjándu öld. En þó hef ég frásagnir um einhverja veðurskaða frá flestum árum frá því um 1700 til þessa dags. Og ég reyni að halda safninu við eftir föngum, tek með allt, sem er að gerast af þessu tagi, jafnóðum og ég kemst yfir það. Margt hef ég úr blöðunum, en þau eru bara ekki nógu greinargóðar heimildir. T. d. vil ég fá sem ýtarlegastar frá- sagnir um hretið nú um göngurn- ar í haust og það tjón, sem orðið hefur af þess völdum, og þar ná blaðafréttimar ekki langt. Helzt þyrfti ég að komast í samband við menn í sem flestum sveitum, sem gætu gefið skýrslu um veðrið hjá sér. Það væri ekki mikið verk að ná saman fullkomnum upplýs- ingum um þetta veður, ef margir hjálpuðust að. Margar hendur vinna létt verk. — Ber ekki mest á frásögnum af austfirzkum veðurofsa í safni þínu? — Frásagnirnar eru alls staðar að af landinu, lika af Suðurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum. T.d. hef ég ýtarlegar frásagnir úr Arn- arfirði af mannskaðaveðrinu árið 1900. En frásagnirnar eru samt jafnýtarlegastar af Austfjörðum eins og kannski er eðlilegt, þar sem ég er Austfirðingur. Annars er safnið ekki einskorðað við veð- urofsa eða illviðri. Ég tek með öll slys, sem standa í einhverju sam- bandi við veður, t. d. ef menn vill- ast í þoku og verða úti, eins og komið hefur fyrir. Hins vegar tek ég ekki með slys, sem veðrið á engan þátt í, eins og t.d. þótt bát- 868 IIIUINN - SUNNUDAGSBLAO

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.