Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1963, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1963, Blaðsíða 15
var um svarta á, sem Jón átti og kölluð var Forystu-Svört. Hún gekk alltaf á Vestuidalnum og náðist aldr ei til fráfærna. Hún kom þetta haust meS fjórtán með sér, allt svart og mórautt og allt út af henni. Þá fóru og kindur í Axarfellið annað veifið, og þær náðust ekki nema að haustinu tU, eftir að Jökulsá var komin á hald. Axarfeliið var innilokað á þrjá vegu, og svo var áin á einn veginn. Þar gekk um mörg ár golkúfóttur forystusauður sem Sigfús átti, og þar átti ég alla mma fjáreign: Svartháls- ótta á, s<:m kölluð var Pjaska. Þá gengu og einhverjar ær á svæðinu á milli Hnútu og Vesturdals og víðar. Þegar alls þessa er gætt, virðist ekki ólíklegt, að nefnd tala sé nærri lagi. Auk þess eitthvað af sauðum. Raunar var fleira, sem raskaði ró fólksins i Víðidal seinustu ár þess þar. Vingott gerðist með húsbónd- anum. Sigfúsi og vinnukonu, sem þangað hafði ráðizt, Kristínu Jóns- dóttur, og fæddi hún honum son, sem skírður var Júlíus. Hann er nú búsettur ■> Höin í Hornafirði, margra barna faðir og ágætismaður. Ragn- hildur mun hafa tekið sér þetta nærri, því að á tímabili hætti hún að sitja í baðstc'mnni, en hélt sig lengst um frammi ! eldhúsi. Allt jafnaðist þetta þó, þegai frá leið. Kristínu var komið fram i Lón í tæka tíð, og þar ól hún bamið Mjög reyndi Sigfús að bæta fyrir þetta brot sit í öllu tilliti gagnvart Ragnhildi, bæði í Víðidal og eins eftir að þau komu að Bragðavöllum, og hennar vegna mun hann hafa far- ið með henni ■' Veturhús, tveimur ár um eftir brottförina úr Víðidal, því að hún undí sér ekki á Bragðavöll- um. Hún þráð' dalalífið og vildi eyða aldri sínum inn til dala, ef kostur var á. Ekki bjuggu þau þó nema tvö ár í Veturhúsum. Bæði voru efn- in lítil, og svo mun þeim hafa fund- izt dauflegt þar. Þau fluttust aftur að Bragðavöilum og enduðu þar aldur sinn. Sígfús dó 1908, en Ragn- hildur 1917. Heilsufar fólks í Víðidal var gott, jafnvel ágæti Einangrunin átti þátt í því. Þó koir fyrir, að kvef eða in- flúenza oarst þangað. Þannig var það seinasta veturinn þar. að stirð tíð hafði verið lengi, svo að ekkert varð ’komizt, hvork) fram í Lón né Álfta- fjörð, jafnvel ekki mánuðum saman. Fólk í Lóni var því farið að óttast, að eitthvað gengi að Viðidalsfólki, og þótti rétt að fara á vit þess. Voru tveir menn gerðir út. Gekk þeim vel ferðin inn eftir og í Víðidal var allt í góðu gengi Mennirnir gistu og tepptust 1 einn eða tvo daga vegna veðurs. En skömmu eftir burtför þeirra kvefaðist fólkið meira og minna. Þennan vetur snemma hafði í Lóni og víðar gengið illkynjað kvef og inflúenza, og var þetta þó talið út rokið löngu áður en mennimir fóru í dalinn. Þetca kvef olli talsverðum lasleika og var ekki útrokið fyrr en undir vor eða seinna. Ekki man óg til. að ég heyrði tal- að um læknísvitjanir aðrar en um- getna ferð Bjarna. Ekki minnist ég þess heldur, að ég heyrði neitt minnzt á, að ljósmóð/r hefði verið sótt, þeg- ar Helga ól drengf sína þrjá. Ég held það rétt vera, að Sigfús hafi tekið á móti þeim öllum. En Stafa- fellspresta:, séra Markús og Jón, skírðu þa. Aldrej mun Ragnhildur hafa komið ul bæja frá því þau Sig- fús fluttust . dalinn frá Hvannavöll- um. En Helga fór austur að Bragða- völlum til þess að vera við jarðarför Jóns, bróður síns, og fram að Stafa- felli fór hún. þegar þau Jón Sig- fússon voru gefir. saman 18. október 1892, að drengjum þeirra öllum fæddum. Þá vissi ég ekki heldur til þess, að þær færu nokkurn tíma suð- ur í Kollumúla. En í grasatínslu fóru þær nokkrum sinnum, helzt suður á Múlahsiði, og þá með hesta undir reiðingi. Til grasatínslu þurfti að velja sér- stakt veður. Bezt þótti logn og þoku- úði eða þá sallarigning. Venjulega var farið seinn; hluta dags, nema ef úðaregn var — þá var farið að morgni. Stundum var farið með þrjá hesta undir reiðingi. Það varð að grasa mikið, því að bæði voru grös mikið nocuð í Víðidal og þess utan látið talsvert ■ burtu, bæði fram í Lón og suðui í Nes. Grösin voru látin í skiptum fyrir söl, og eins held ég, að hagagangan fyrir hestana hafi að einhverju leyti verið greidd með grösum/ Þá var kræða nokkuð notuð til matar i pottbrauð og svo til skepnufóðurs. Svo sem þá var títt var allur fatn- aður af ull, ég held bæði á karla og konur, nema svuntur og milliskyrtur. Þær voru úr tvisti, venjulega köflótt- um, bláum og hvítum eða rauðum og hvítum, rnynztrað á ýmsa vegu. Nær skyrtur voru úr hvítu vaðmáli, nær- buxur hvítar, prjónaðar, utanyfirföt úr vaðmáli, oftast með sauðarlitnum, svört, en spariföt lituð úr hellu- lit. Nærfötin voru úr hærðri ull og þráðurinn heldur smár, en í utanyf- irfötin var bandið grófara og þá kippt ofan af st'ærstu lokkunum. — Öll voru fötin klakaþæfð. Ég man eftir einum nærbuxum, sem Ragnhild- ur prjónaði har.da Sigfúsi. Þær voru þæfðar, þar til kríkurinn stóð einn. Þetta var að vísu gert til gamans. En sokkaplögg var algengt að þæfa, þar til framleisturinn stóð einn. — Var talið, að sokkur værj nægilega þæfður. ef framleisturinn lagðist ekki niður, þegarv hann var teygður og látinn standa beint upp í loftið. Svona plögg voru undrahlý, þótt þau vökn- uðu. Þar á ofan var svo oft verið í tvennu, bæði' sokkum og leistum, enda veitti ekki af því í yfirstöðum, einkum ef frost voru mikil. Skór og skæðaskinn var úr sauð- skinni, svo sero það náði til, en í göngur og larsgar ferðir var notað nautsskinn. Þetta var leiðinlegur skó fatnaður, nema bryddu sauðskinn- skórnir — þeir gátu farið vel á fæti. En endingarlitlir voru þeir. Vefstóll var ekki til í Víð'idal. Öllu bandi, sem fara átti til fata, varð því að koma fyrfr, eins og það var orð- að, ýmist fram í Álftafjörð eða Lón. Vinna á vetrum var helzt smíða- föndur, hókband og annað slíkt, hvort tveggja litils háttar. Jón Iærði bókband 4 þvi að rífa sundur bundna bók. Bókbandstæki mun hann hafa séð á ferðum sínum, bæði á Héraði og í Lóni — svu var að minnsta kosti um bókastólinn. pressuna og bók- bandsplóginn. Þessa hluti minnir mig að hann fengi trá Eiríki á Hvalnesi, föður Einars kaupmanns á Höfn en hann var sagour bezti smiður og átf; tæki til ma;gs. Meðal annars gat hann búið til skrúf bæði á bókastól og pressur. Eins og va” msð smíðaföndrið — það var nðeins fyrir heimilið. En allt var vel gcrt, sem Jón gerði. Hann var hinn mesti snyrtimaður í öllu, jafnt í eerkum sem klæðaburði — Bókband Jóns var dáð af öllum, sem það sáu ug vií böfðu á, eftir að hann fluttist nð Bragðavöllum. Hann var gerathugull maður að eðli til. Hann fór eina af ferðum sínnm til Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar seinasta veturmn þeirra í Víðidal. Fór Bjarni með honum og, að mig minnir, Stefán Jónsson á Papaósi — auknefndui snikkari, — röskleika maður htnn mesti. Jón kom í bók- bandsstofu á Seyðisfirði, ég ætla hjá Skafta Jósefssyni ritstjóra. Þar sá hann bórbandstæki af fullkominni gerð og kunnáttumenn að vinnu. — Einnig kom Jón í bókbandsstofu Sig- fúsar Eymundssonar í Reykjavík. þeg ar hann fér með sonu sína, er mál- lausir voru, a málleysingjaskólann á Stóra-Hraiini ; Ámessýslu um eða eftir aldamótin. Hjá Sigfúsi sá Jón gyllingarverklæri og hvernig með þeim var unnið. Eftir þetta var það vökudraumur hans að eignast slík tæki til þess að skreyta með bækur þær, sem hann batt, bæði fyrir sjálf- an sig og aðra. En úr því varð aldr- ei og olli bæ'ci efnaleysi og veikindi. Jón fór nokkrar ferðir tU Héraðs seinni ár sín í Víð'idal, oftast að vetrj til. Þar atti hanh bæði frændur og góðkunningja víðs vegar, svo sem Sigfús á Skjögrastöðum og fleiri. En auk bess hefur hann ef til vill verið í einhverjum erindagerðum. — Svo var að minnsta kosti í ferðinni, sem hann fór seinasta Víðidalsvetur- T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ A7Q

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.