Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1963, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1963, Blaðsíða 19
GLETTUR LokaSi samf Presturinn frétti, ag karl einn í sókninni hafði úthýst fólki í vonzku- veðri. Náði það ekki til annarra bæja og varð úti. Átaldi klerkur karlinn harðlega fyrir þetta at'hæfi, en hann hlýddi á, þrjózkur og þungbúinn. Að lokum vék prestur að því, að þeir sem slikir svíðingar væru, myndu sjálfir koma að hliðum himnaríkis lokuðum. „Ekki verður í allt séð,“ svaraði karl. „Ég loka samt“. Gróa og maddaman Sigríður Hjðrleifsdóttir, maddama á Valþjófsstað, var ekki vorkunnlát við snautt fólk og umkomulítið. Barnmörg ekkja á Hóli í Fljótsdal, Gróa Erlendsdóttir, hefði fellt fénað sinn og hrökklaðist að heiman til þess að leita sér liðsinnis. Hún kom að Valþjófsstað og settist þar í bæj- -» ardyr til þess ag hvíla sig, enda sennilegt, ag hún hafi verið mátt- dregin af hor. Prófasturinn, séra Páll Magnússon, góðviljaður maður og hjálpfús, varð hennar var. Hann gekk inn til konu sinnar og mælti: „Gróa á Hóli er komin, og mun vera svöng. Það þyrfti að gefa henni ag borða.“ „Ekki finn ég til þess, þó að hún Gróa sé svöng“, svaraði maddaman. Afþakkaði bréfið í SELSUNDI var roskin vinnukona, sem hét Guðrún Einarsdóttir, og var kaup hennar fimm krónur á ári. Nú gerðist sú nýlunda eitt árið, að hús- bóndi hennar, Ólafur Jónsson, borg- aði henni kaupið í seðlum. Guðrún gamla velti þessum undar- lega gjaldmiðli fyrir sér, næsta tor- tryggin, og sagði að lokum: „Ég er ekki vön að fá bréf í skyld- urnar“. Landsynninigur ó atsga JÓN BJARNASON alþingismaður bjó um miðbik ævi sinnar í Ólafsdal, en síðan á Óspakseyri í Bitru. Hann var sjónlaus á öðru auga. Jón var gefinn fyrir ferðalög, og eftir að hann kom á Strandir lagði hann oft leið' sína á fornar slóðir suð ur í Dali. Kristján kammerráð Skúla- son var þá á Skarði, og elduðu þeir Jón oft grátt silfur. Sagði Kristján, ag Jón stæði ekki við heima nema á meðan hann væri ag drekka blöndu við þorstanum og kallaði hann mann inn með landsynningsaugað. Eitt sinn Wttist svo á, er Jón kom að Skarði, að Kristján hafði kveisu í auga meg stríðum verkjum. Virðir hann kammerráð'ið fyrir sér, hátíðleg- ur í bragði, og segir: „Á hvaða átt er hann nú í auganu yðar, herra kammerráð?" Bendingar óska$ SÍMON SIGURÐSSON og Þórdís Ólafsdóttir áttu heima á Suðurnesj- um. Þau gátu orðið saupsátt eins og hendir á bezt bæjum, og lét þá Þór- dís dæluna ganga, en Símon sætti færi að skjóta að orði. Eitt sinn var það, að kerling hafði lengi lesið hon- um pistilinn og ekki dregið af, en tók sér að lokum litla málhvíld, á með an hún sótti í sig veðrið' til nýrrar sóknarlotu. Þá mælti Símon: „Þú lætur mig vita, Þórdís, þegar þú heldur, að þér ætli að fara að þykja“. Lausó htmM BJARNI JÓNSSON í Tungufelli var efnabóndi og hygginn vel í þeim efnum, er snerti búskap og fjármál, en fljótfær í tali og fylgdist lítt með því, er var utan hans verkahrings. ^ Það þóttu að sjálfsögðu mikil tíð- indi, er það spurðist austur í sveit- ir, að Jón Sigurðsson væri látinn, og sagði séra Jóhann Briem í Hruna sóknarfólki fréttirnar einn sunnudag eftir messu. Bjarni í Tungufelli var einn þeirra, er á hlýddu, og varð fljótur til svars: „Þar fær einhver brauð". Hvaóan vissi hann það? ÁRNI funi gekk lengst af milli góðbúanna, en leit heldur niður á að'ra umrenninga. Þó var hann að jafnaði góðlátlegur í þeirra garð. Svo vildi til, að fundum þeirra Langs- staða-Steina bar saman. Aumkaði Árni Steina og sagði við hann, svo sem honum til hughreystingar: „Þér líður nú betur, þegar þú ert dáinn, Steini minn“. „Hefur nokkur dauður komið til að segja þér það?“ svaraði Steini. Einn kjéikiæddur Karl einn í Reykjavík, Guðmundur að nafni, var kallaður Fjósa-Rauður manna á meðal. Hann var böðull bæj- arins og í litilli virðiagu, en gekk á kjól eins og höfðingjarnir. Páll Sig- urðsson, alþingismaður í Árkvörn, var maður hispurslaus og gerði sér lítt' far um að titla menn og þéra. Séra Þorvarður Jónsson i Holti vék að þessu hægum orðum við Pál: „Þið eigið að heiðra okkur, kjól- mennina“. ' Páll glotti við og svaraði: „Já, Fjósa-Rauður gekk á kjól“. Atdrei oréiaus Árni Einarsson á Æsustöðum dó í elli sinni snemma á nítjándu öld. Hann var kallaðup beggja handa járn, meðan hann var og hét, og þegar ald- ur færðist yfir hann, hvarflaði hugur hans stundum ttt þess, er við tæki eftir dauðann. Hann var kominn um áttrætt, þegar stúlka ein á bænum heyrði hann tauta við sjálfan sig, er hann staulaðist fram göngin að kvöld- lagi: „Nú fer ég líklega að deyja, og þá fer ég til helvítis. En það er ekki þar fyrir — eitthvað verður karli að orði, þegar þangað kemur.“ HSunaBi um eínn Jón Eiríksson, bóndi á Miðgrund undir Eyjafjöllum, var lengi íor.nað- ur á eyfellsku skipi og aflakló hin mesta. Féll honum harla þungt, ef aðrir fiskuðu betur en hann. Dag nokkurn, er hann reig heim úr sandi að loknum róðri, hitti hann Guðlaugu, húsfreyju í Indriðakoti, að máli. Mátti glöggt finna, að honum var þungt í skapi. Guðlaug spurði, hvernig hefði aflazt, en Jón sagði mis- fiskig — hann hefði verið einum lægri til hlutar en sá, sem hæstur var. Guðlaugu þótti þar ekki mikill mun- ur á. „Mig munar þá um einn“, svaraði Jón með þungri áherzlu á hverju orði. Óþörf íæti Ófeigur Ófeigsson tók við búi í Næfurholti eftir föður sinn, Ófeig Jónsson, og kvæntíst Elinu Guð- brandsdóttur frá Tjörvastöðum. Nú bar svo við, sem ekki er í frá- sögur færandi, að Elín varð vanfær. Þegar hún var léttari orðin, kom ljós móðirin til Ófeigs eldra og sagði hon- um, að tengdadóttir hans hefði eign- azt tvíbura. Ófeigi gamla þótti nóg um. „En hvað þau voru ekki þrjú“, svaraði hann. •X í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 883

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.