Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1963, Síða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1963, Síða 7
Séð heim að Þingmúia ( Skriðdal. Múlakollur fyrir miðrl mynd. (Ljósmynd: Gísli Gestsson). leiðinlegt, að íarið væri að snjóa, því að ég óttaðist, að þá muncli þriðju göngusafnið síður verða rekið í réttina í tanganum milli Geit'adals og Múlaár, ea þangað hefði ég feng- ið að koma og vera með í því að reka safnið inn, ef gott yrði veðrið. — Löngu fyrir göngur fór ég að hlakka til þeirra, en auðvitað mest til fyrstu göngunnar, því að þá kom saman á réttina fjöldi fjár og cnargir karl- menn. Þá var þar ekki réttardansleik- ur haldinn og er sennilega ekki enn þá. Það var líka svo gaman að koma á réttarvegginn og vera í návist við fallegt og margbreytilegt fjallaféð. Um fyrstu gönguna var líka hætt að sitja yfir kvíaánum, og þar með vor- um við Eiríkur lausir við fábreytni einverunnar í yfirsetunni og ábyrgð- ina á því að skila ánum öllum heim til mjalta á hverju kvöldi. Til þriðju göngu hiakkaði ég líka vegna þess, að ég átti von á að vera með að smala heimalandið. Þá gat skeð, að ég fengi að fara upp á Múla- koll með pabba, ef veður væri gott. Þaðan sá maður ofan í báða dalinu sitt hvorum megin við hann. í báðum þessum dölum eru bæir, grundir og fallegar ár, sem liðast margvíslega um grundirnar. Þetta sást allt svo greinilega ofan af Múlakolli, og margt fleira sást. Skriðuvatnið ofan við Haugahólana. Þaðan var fyrsti fiskurinn, sem ég sá með haus og hala. Eg man svo vel, þegar Vigfús á Stefánsstöðum kom með silunginn í kassa og setti inn á búrgólfið til mömmu. Af Múlakolli sá ég líka svo glöggt út allan Skriðdalinn, og svo óskýrðist sjónin út' yfir Héraðað, allt þangað sem himinninn og Héraðsfl'ó- inn mætast í óaðgreinanlegri blá- móðu fjarlægðarinnar. Þetta sá ég í fyrstu og annarri göngu og ég vildi sjá það I þriðju göngu, en nú var farið að snjóa. Um þetta hugsaði ég á meðan ég klæddist. En nú er ég klæddur og kominn á ról. Eg fór þá út og náði í rófuna, en svo var þá hvasst, að ég varð að styðja mig við bæjarvegg- inn út að veggnum, sem rófan lá á. Meiri urðu ekki afköst mín úti þann daginn. Eg hefði þá mátt hafa yfir þessar Ijóðlínur: „Ekki er alltaf sum- ar, elsku mamma mín, ég verð hjá þér inni, úti Kári hvín“. Brátt kom St'efán heim. Ha.m sagði veðrið svo hvasst og snjókom- una* svo mikla, að hann gæti ekki séð neitt frá sér og ekkert fé fundið. Hánn hefði mátt þakka fyrir, að hann fann bæinn aftur. Ekki komu þeir heim þennan dag, pabbi minn og Eiríkur, og ekki þann næsta, mánudaginn. Hríðarveðrið hamaðist svo látl'aust báða þessa daga, að allir urðu að sitja þar, sem þeir voru komnir, og á þriðjudaginn snjó- aði líka. Stefán vinnumaður hirti kýrnar, náði í vatn til heimilisins og gerði sennilega eitthvað fleira nauð- synlegt, þar sem það var ókleift að leita að þeim pabba og Eiríki, eins og hér stóð á. Það var ömurleg tilhugsun fyrir mömmu og aðra þá heimamenn, er komnir voru til vits og ára, uð vita ekkert um þá pabba og Eirík. Ekkl var hægt að ímynda sér annað um þá en þá hefði hrakið undan veðrinu inn að Borg, sem er næs-i bærinn í þeirri átt, er þeir fóru í, og mun rúmlega fjórum kílómetrum innar f dalnum en Þingmúli. En ef þeir hefðu nú ekki náð Borg, sem vel gat verið, voru fyrirsjáanleg örlög þeirra. Þeir voru ekki við'búnir að liggja úti f margra daga stórhríðarbyl um þann tí'ma árs. Það var áreynsla fyrir mömmu að lifa í þessari óvissu og mega engu síður búast við því, að þeir pabbi og Eiríkur hefðu nú orðið úti. Hún var þá 5 barna móðir, öll börnin yngri en á níunda ári, og ofan á þetta mátti hún búast við að verða fyrir miklu efnatjóni, með því að sauð féð, aðalbjargræðið, mundi fenna í stórum stíl í þessari óvenju miklu snjókomu. — Það er æði oft, að kjör íslenzku konunnar eru þessu lík. Á þriðjudagskvöld í rökkurbyrjun komu þeir heim, pabbi og Eiríkur. Mér er það í barnsminni, að ég var þá staddur í baðstofu hjá hinum börnunum og mömmu, er Auðbjörg vinnukona kemur upp og segir: „Nú eru þeir kornnir". — Mamma stóð upp, og ég hljóp á undan henni mið- ur stigann og fram göngin, og ég opnaði hurðina fram í bæjardyrnar. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 871

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.