Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1963, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1963, Blaðsíða 2
m RostungshúSirnar eru þandar á grind, og síðan klýfur kvenfólkið þær. Þannig nægir húð af einum rosfungi í elnrf bát. Drumburinn, sem konan stendur á, er látinn síga niður, eftir því sem henni sækist verkið. ROSTUNGAEYJAN í BERINGSSUNDI Lórensey í Beringssundí er ekki frjósöm. Meðalhiti ársins er langt neðan við frostmark, og sumar- hlýindi eru þar lítil. Stormaákmt er þar mjög og úrkomusamt, svo að fáir eru þeir dagar, að ekki snjói eða rigni. Samt hefst þar við fólk, því að eyjan hefur eitt sér til ágætis: Þar eru rostungagöng- ur miklar, ekki sízt á haustin. Það eru Eskimóar, sem þarna eiga heima, og líf þeirra hefur algerlega verið háð rostungunum til skamms tíma. Um langar aldir hafa þeir lifað á kjöti þeirra, not- að tennur þeirra og bein í verk- Svona skepnur hafa bylt sér á sjávarklöppunum í nágrenni Sandgerðis, þegar landnáms- menn komu hingað. Þess vegna heitir þar Rosmhvalanes, færi sín og húðirnar í báta. Þetta sahnaðist átakanlega veturinn 1879—1880. Eyjarskeggjar höfðu um haustið komizt í kynni við hvalveiðimenn, sem seldu þeim ókjör af brennivíni. Og það var ekki að sökum að spyrja, fremur en endranær meðal frumstæðra manna: Pólkið settist að brenni- vínstunnum og veltist um ölvað, dag og nótt. En þegar tarennivínið þraut og loks rann af fólkinu, var rostungaganga farin hjá. Engum birgðum hafði verið safnað til vetrarins, enda urðu afleiðingarn- ar átakanlegar. Næsta sumar kom til eyjarinnar mjög kunnur vís- indamaöur, John Muir. Hann sá þorp á ströndinni og lét róa til lands. Hann lýsti síðar aðkomunni með svofelldum orðum: „Þarna voru tólf yfirgefin hús, 666 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.