Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1963, Side 6

Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1963, Side 6
svo var snjókoman ör, að okki sá maður íaðmsxngd frá sér í vindhvið- unum, sem voru. þéttar og sums staðar úrtakslausar er á daginn leið. — Snjó koman hélzt nokkurn veginn svona ör, og með álíka veðurhæð allan sunnu daginn og manudaginn. — — Á þriðjudaginn slotaði storminum all- verulega, að minnsta kosti viðast hvar, en snjókoman hélzt með litlum hléum fram á miðvikudag. — Hríð þessi endaði með krapaúrhelli á láglendi og nokkuð upp til fjalla, sem ekki stytti upp fyrr en á mið- vikudagskvöld Þó mun víða til dala hafa verið bylur fram eftir fimmtu- deginum, mest sökum snjórennings ofan af fjöllunum. Þar var úrfellið alltaf þurrasniór. EINHVER MESTI BYLUR í MANNA MINNUM UM ÞANN TÍMA ÁRS Þá mundu menn ekki eftir svo á- kafri snjókomu í þeirri sveit, Skrið- dal. að haust' til nema í fjárskaðabyl 15. október 1868, og síðan hefur þar ekki komið þvílík snjókoma, að minnsta kosti ekki um þann tíma árs. — Snjórinn varð svo mikill, að ekki sá til jarðar, nema klettabelti til fjalla, og margra metra djúpar dældir og gil fylltust algerlega. — Vatnsföll fylltust krapa og flæddu upp úr farvegi sínum, svo að þau urðu ófær um stund, en á sléttlendi varð snjórinn svo mikill að sauðfé fennti þar, hvað þá á mislendi, þar sem það eðlilega leitaði skjóls, en annað hrakti 1 ár og læki. —Snjórinn varð þá dýpri í Skriðdal en annars staffar á Austurlandi. Það sást glöggt þegar fór að hlána, hvað miklu seinna hlánaði í Skriðdal en annars staðar austanlands. HVAÐ GERÐU MENN f BYLNUM? Á sunnudaginn og á mánudaginn fóru menn á sumum bæjum lítið til fjárhirðingar, álitu ófært fyrir veð- urofsa að ráða við féð. Enn fremur héldu þeir að veðrið mundi lægja bráðlega, sem vonlegt' var. — Á öðrum bæjum gerðu menn tilraun og fóru út 1 hr.ðina, en það bar víða lítinn árangur. Þó má þess geta, að Einar Eyjólfsson bóndi á Litla-Sand- felli, sýndi at sér mikinn vaskleik við að ná saman aflinu af fé sínu á sunnudagsmorguninn, kom því móti veðri að fremsta húsinu á túninu, en þess af fénu, er ekki komst þar Inn, varð hann að gæta í hlé við hús- ln fyrstu bylnóttina (mánudagsnótt), því að þaðan til næsta húss kom hann fénu ekki. — Þá er hér sýnishorn af Því er gerðist á tveimur heimilum byldagana. FRÁ VAÐI Hér víl ég gefa yfirlit yfir frásögn Stefáns kjeppstjóra Þórarlnssonar á Mýrum og störfum hans byldagana. — Hann var þá vinnumaður á Vaði, ungur og hraustur. Stefán segir svo: „Sunnudagsmorguninn 4. október gekk í norðaustansnjókomu með hvassviðri — Var þá Björn ívars- son bóndi á Vaði ekki heima, hafði gist sunnudagsnóttina á Miðhúsum á heimleið af Seyðisfirði. — Þegar ég sá hvað aö fór með veðrið, að gengið var í byl, fór ég strax um morguninn. ásamt hinum vinnumann inum, Hermaimi Stefánssyni, upp á háls til að smala fénu heim, en fljótt versnaði veðrið svo að illratandi var, nema fyrir þaulkunnuga menn. Þeg- ar á hálsinn kom skiptum við okkur, og varð ég ekkert var við hann, (Her- mann) fyrr en ég kom heim seinna um daginn, og sagðist hann ekkert hafa getað smalað vegna illviðris, sem og satt var. Þó smalaðist háls- inn svo aj fátt var eftir þar, en aflið af fénu komst niður á milli Vaðs ög Geirúlfsstaða. en þó var hið örðuga eftir að koma því heim á móti veðr- inu, enda var fátt sem komst til húsa af fénu um kvöldið. Klukkan um 4. síðdegis þenn?n dag kom Bjöm heim úr Seyðisfjaróarferðinni, og talaði ég þá við hann, að við færum að reyna að ná einhveiju heim af fénu, en hann sagði að það mundi fljótlega slota veðrinu aftur, og varð því ekk- ert úr því að farið væri aftur út þennan dag. En sama veðrið hél'zt samfleytt í íjóra sólarhringa, með hvassri norðaustanátt, og fannkomu svo mikilli að slétt varð af öllum hæðum og raunar hæðir og öll önnur jörð lenti í kafi, þvf að vegna þess hvað snjórinn var blautur, fauk hann lítið til, og urðu menn því mjög hrakt- ir úti í veðrinu. Látlaust þessa 4 daga var gengið og leitað að fé, það grafið upp úr snjónum, sem rekizt var á, en svo var ófærðin og illviðrið mikið að hvergi var hægt að reka það og fór því svo, að sama féð fór í fönn dag eftir dag. — Ég verða að segja, að þessa illviðrisaaga og fram í desem- ber átti ég marga erfiða stund, að grafa upp fé bæði dautt og lifandi. Þriðja byldaginn vorum við Björn og Hermann langt fram á kvöld í niða myrkri og blindhríð að koma nokkr- um kindum undan veðrinu inn að Geirúlfsstöðurn. — Það sást hvergi á dökkan díl, svo að segja mátti, að óratandi væri í brúna náttmyrkri og blindhríð og allt slétt af gaddi og ó- færð' í snjó. Á fimmtudag birti upp, var þá tínt saman það sesn hægt var, og komið til húsa. Var hörmung að sjá sumt af fénu, sem hálffennt og alfennt var, íiggjandi upp í loft og alla vega í gaddtnum, bæði lifandi og dautt. Næsta dag iföstudag) var ég send ur með það af fénu, sem gengið gat, norður 1 Mjóanes í Skógum, því þar voru randar og var fénu sleppt þar. Svo batnaði tíðin, var þá lállaust, dag eftir dag, verið að grafa fé úr fönn. Það var erfitt verk. Var eig- inlega fram undir jól verið að grafa upp fé. Var stundum grafið frá 6— 12 álnir niðí.r í gaddinn. þar sem hundar sögðu til, að kind og kindur væru undir, en þeir Jón ívarsson og Jón í Grófargerði áttu hunda, sem grófu á, og voru þeir fengnir að Vaði. — Margt var það, sem aldrei fannst fyrr en vorið eftir. — Féð var stórlega skenmt og veiklað eftir þetta voða haust“. Þetta, sem Stefán segir um veðrið og vinnubrögðin mun það almenna, og sýnir 'jóstega þá eldraun og þá erfiðleika er ailur þorri manna í Skriðdal varð við að etja sums staðar lengi eftir þernan byl. Stefán segir, að hann hafi rekið Vaðsféð norður í Mjóanes, þai hafi verið „randar“ Mjóanes er við Lagarfljót austanvert. Það var nú svo, að á láglendinu út við Héraðsflóa festi ekki snjó f þessu hreti, og hvergi varð hann djúp- úr inn með Lagarfljóti. Hríðin var svo blaut þar og úrfelli minna með fram fljótinu og inn eftir láglendi Fljótsdals, að þar komu hagar nokkr ir bráðlega efíir bylinn. FRÁ PINGMÚLA. Ég var í Þir.gmúla, á níunda árinu, þegar þetta gerðist, ég man því eðli- lega ekki ma’gt, sem skeði í Skrið- dal þessa dagana. en ég man það vel að þegar ég vaknaði morguninn 4. október, sem var sunnudagurinn fyr- ir þriðju göngu í Múlasýsl'unum, að móðir mín sat á stól í svefnherbergi foreldra minra og prjónaði. — Ég spurði hana, hvar pabbi væri. Hún sagði að hann væri farinn að smala, því að það væri farið að snjóa, þeir hefðu farið inn að sunnan hann og Eiki, en Stefán hefði farið á Norður- dal. Stefán var Jónsson vlnnumað- ur foreidra minna, Eiríkur er Jó- hannesson, síðast í Keflavík, var smaladrengur 13 ára gamall. Það fyrsta, sem greip hug minn við þessa frétt, var það að gulrófuna, sem mér var gefin kvöldið áður, fyr- ir tilhjálpina við að taka upp gulróf- urnar í garðinum, mu.idi fenna, en ég hafði látið hana upp í sundið milli bæjardyranna og skemmunnar kvöldið áður. Á laugardaginn, — nú var sunnudagur, — var pabbi að hirða það síffasta af heyjunum með Stefáni vinnumanni og vi.inukonu, er Jónína hét. Mamma tók upp rófurn- ar með vinnukonu þeirri, er Auð- björg hét, og við börnin, sem kom- in vorum á legg, hjálpuðucn til. Ég fór f flýl'i að klæffa mig, því að fyrir hvem mun vildi ég ná í rófuna sem fyrst. En á meðan ég klæddist, var ég. að hugsa til þess, hvað það væri 870 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.