Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1963, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1963, Blaðsíða 16
inn. Þeir dvöldust þá æðitíma á Hér- aði og voru tilthvað á þriðju viku í ferðinni. Ég ætla, að það hafi verið í þeirri ferð að þeir gistu á Sturlu- flöt í Fljctsda1 á heimleið og báðu um fylg-iarmarn þar upp á brúnina. Þeim var fenginn til fylgdar ungur maður, en þó uppkominn, æðikvikleg ur í spori. Þeir Víðdælingar voru í þykkum fótum og þykkum yfirfrökk- um hnésíðum Fóru þeir sér því hægt fyrsta spretiii-n. Fylgdarmaðurinn var aftur á móti létt klæddur, þar eð hann ætlaði ekki nema skammt að fara. Þegar þeir höfðu gengið stutta stund. vék fylgdarmaðurinn sér að þ3im sunnanmönnum og seg- ir, að þeir verði seint komnir í Víði- dal með þessu lagi. Fylgdu þar með fleiri frýjuorð um það, hvort þetta væru þá göngugarparnir úr Víðidal. Eitthvað mun þeim hafa hlaupið kapp í kinn við þvílík orð, því að þeir hertu heldur gör.guna, svo að þeir yrðu ekki eftir af fylgdarmanninum. Þegar upp á hálsinn kom, fóru þeir að svipast um og byggja að föru- naut sínum. Höfðu þeir þá gengið hann af sér og sást hann hvergi. Héldu þeir svo sína leið. Færi á Hraun inu var oið akjósanlegasta, slétt yf- ir flestar launr og óhált. Ekkj ber mönnum saman um, hve lengi þeir voru milii bæia — sumir nefna fjóra tíma, aðrir sex, og það ætla ég nær lagi. En ekki rr.an ég, að þeir nefndu þetta sjálfir, bótt ég heyrðj þá segja ferðasöguna og hlæja að þessu at- viki. Jón var og í för með Þorvaldi Thoroddsen, þcgar hann fór úr Víði- dal til Héraðr sumarið 1894, og einu sirni fór han.i að sumri til með móð- ur sína, Hagnhildi inn á Eyjabakka. Líklega hefur -uí ferð mest verið gerð henni til áuægju. Sjálfur var hann þá oft búi.nn ?ð koma þar inn á há- lend'ð áður. Mjög dáðu þau. hve þar væri fagurl um að litast — þar væri allt kafið í grasi. stórar breiður af hreindýrum og fiöíöi fuga — álftir, gæsir, enlur og fleiri fuglategundir. Ragnhildur var í siöunda himni Þau voru um það bil sólarhring í fei-ðinni, og komu heiiP með ungt breindýr, sem Jón skaut einhvers staðar Allir viru neir Víðidalsmenn létt- ir í spori ng söngumenn meiri en al- mennt gerð'isi og margan mann hef ég heyrt vitns til þeirra og kalla þá‘ frábæra göngjgarpa. Ég man ekki til þess, að és sæi bá reyna með sér heima í Víð'rial hver þeirra væri fl.iótastur á <"æti En ég ætla, að jafnræði bafi '-erið með þeim frænd um. Jóni og Bjarna F.n við Sigfús hefði ekki ve-ið til neins fvvir bá að revna sig. Þótt ég sæi þá aldrei geva það, sá ég þá oft hlaupa, bæði við lambfé á stekkjartímanum og í smöl- un. Allar hreyfingar Sigfúsar voru svo snöggar og fjaðurmagnaðar, að ■Jón Siqfússon á Gráskjóna sínum. — Það er til marks um það orð, sem lék á fræknleik þeirra Víði- dalsfeðga, að Jón Þórarinsson f Strýtu, faðir þeirra listamann- anna, Ríkarðs og Finns, nefndi nafna sinn jafnan fjalialjónið. — undrum sætti, enda ber sögumönnum saman um það, að hann hafi stokkið léttilega vfir hest. Það mun hafa verið á sumardaginn fyrsta árið 1901, að haldin var alda- mótaskemmtur á Djúpavogi. Man ég þar eftir skemrrtiatriðum. glímum og hlaupum, og voru sigurvegarar sæmd ir verðlaunum. f hlaupunum tóku þátt Jón Sigfússou ívar Halldórsson á Bjargi og Magnús Guðmundsson í Skriðustekk í Breiðdal. Sprettfærið var fjaran sur.nan við voginn frá Sæ- túnskletii út fyrir Framtíðarhúsin, á að gizka þrjú hundruð metra færi hvora leið. Jón varð hinn þriðji í röðinni. Þetta atvik hefur komið mér til að ætla, að bann hafi ekki verið afbrigða fljótur, að rmr.nsta kosti ekki á stuttu sprettfæn. Hin? vegar var hann ágæt- ur göngumaður og afbrigðagóður smali. Þavna var Jón á góðum aldri, aðeins 36 ára gamall, og enn stál- hraustur. Á þessarj skemmtun voru ýmsir þrautrevndir göngumenn, svo sem Auðun Halldórsson,-bróðir fvars. — Mun Auðun hafa hafnað þál'töku í hlaupunum með þeini ummælum að sprettfærið væri of stutt. ..En ef þið setiig sprettfærið inn á F.instigi og til baka, ska! ég vera með“. Það er 25—30 kíómftra vegur báðar leiðir. Hins sama gætti með Jón. „Ég var varla farinn af stað, þegar komið var á leiðareoda", sagði hann. Engan þátt tók Sigfús í hlaununum, enda orðinn roskinn maður. En víst tel ég, ið hann hefði orðið fyrstur. ef hann hefði reynt. En þólt ég sæi þá Víðidalsmenn aldrei reyna með sér fráleik sinn, rek- ur mig minni lil annars, er bendir til þess, að þá hafi ekki skort hugdirfð. Þeir settu drætti á árnar, eins og áður hefur verrð getið um, og stund- um fóru yngri mennirnir yfir á vír- unum einum, án þess að nota kláf- ana, einkum Bjarni. Þeir fóru svo að þvi, að' þeir kræktu fótunum yfir vír- ana og látu þá liggja undir hnésbót- unum og héldu sér svo með höndun- um. Þanmg hongu þeir neðan á vírn- um og fikruðu sig yfir árnar. Þannig fóru þeir einkum yfir Víðidalsá. þótt aldrei væri það gert, nema í nauð- syn. Kláfurin" varð að vera bundinn við stólpann öðru hvoru megin, því að væri hann laus, rann hann út yfir miðja ána, þar sem slakinn var á vírn- um. En þá gat áin náð til hans í mestu yalnavöxtum, og eins gat hann gaddað fastur í árísinn að vetri til, og þá var hætla á, að áin ryddi hon- um burt, þeg*r hún sprengcli af sér klakaböndin. Þannig fór kláfurinn á Víðidalsá að endingu, að mér er sagt. Þessar ferðir þeirra á vírunum voru ekki hæitulausar. því að sina- dráttur í hnesbót eða handlegg gat orsakað vandræði, en lítil lífsvon var þeim, er hefði látið sig falla í ána. En mikið hagræð; var að þessum drátt- um, þegar fólk þurfti að komast leið- ar sinnar. Auk þess var þungavarn- ingur fluttur yfir árnar í kláfunum og stöku sinnum kindur. Það var þó ekki gert nen-a i nauðsyn, því að bæði voru klMarnir þungir í drætti, ef mikið var í þeim, auk þess sem mjög reyndi á burðarþol víranna og stólpanna. Þá var ekki komið sem- ent til þess að festa saman grjótið í stólpunum og treysía þá. Sigfús Jónsson á BragSavöllum, sonur Jóns Sigfússonar, elni niðji Vfðidalsfeðga, sem nú er á lífl. 880 T í M 1 N N - SUNNUDAGSBLAD

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.