Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1963, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1963, Blaðsíða 13
eftir fótáferðma, morgunmatur um hálftíu, molakaffi um hátlegi, mið- dagsmatur um klukkan hálfþrjú og molakaffi á eftir og svo molakaffi um fimmleytið. Kvöldmatur kl. 8 til 9. Þetta mátti heita óbreytt allt ár- Jð, nema með undantekningum eins og um stokkjartímann og á hirðing- ardögum og svo aðfangadag stórhá- tiða, eintum þó um jólin. Þá var miðdagsmatui ekki borðaður fyrr en eftir klukkan sjö að' afloknum hús- lestri, allt.af súr svið og eitthvað meira og rúsmugrautur á eftir og svo kaffi og kJeinur um háttatímann. Á jóladaginn var líkt um máltíðir og venjulega, nema þá var hveitibrauð með kaffinu. Morgunmaturinn svip- aður og aðra daga, en aðalmaturinn á venjulegum tíma, um hálfþrjú. Þá voru bornir inn kúffullir diskar af hangikjöti og stórar sneiðar af pott- brauði. Það þótti sjálfsagður hátíðar- matur. Það var þó ekki vegna þess, að það vaeri svo miklu betra en flat- brauð, bakað' á viðarglæðum, heldur var þetta tiibreytmg frá því, sem venjulega var. Og víst var þó pott- brauðið gott rauðseytt í gegn. Jólagjafir voru venjulega einhverj ar, svo sem bryddaðir skór, illeppar, sokkar eða leistar eða eitthvað annað smálegt, og svo kerti handa hverj- um manni. Það var mikið um að vera fyrir okkur str;'|:unum með þau. Kertunum var alltaf útbýtt á aðfangadagskvöldið. Mesta ánægja okkar var að bræða þau hver á sinn rúmstöpui, kveikja þar á þeim og dást að þirtunm. Aldrei voru spil snert á jólanótt og ekki iyrr en seinni hluta jóladags ins. Þá voru spiluð ýmis spil, svo sem alkort, keisara-treikort, köttur. skelkur, framhjátaka, brúðarsæng, Svarti-Pétur, langihundur og þjófa- spil. Ég ætla til gamans að reyna að rifja þjófaspjið upp, þótt reyndar sé varla unnt að kalla það spil. Það var spilað á ásana eina, og var þeim hvolft á borðið. Síðan dró hver einn ás, því að þálttakendur voru fjórir. Sá, sem dró hjartaásinn, var bóndi, tígulásinn sýslumaður, laufásinn þjófur og spaðaásinn böðull. Svo hófst leikurinn á því, að bóndinn spyr, hvort aýslumaðurinn sé kom- inn á þing. Sá, sem hefur tígulásinn, anzar: „Jú, hann er hér“. ,.Ég hef mál að kæra fyrir yður“, segir bónd- inn. „Hvaða málið er það?“ spyr sýslumaður. „Það var stolið frá mér“. segir bóndinn og tilgreinir, hvað horfið hefur — reipi eða eitthvað annað. „rlverr: hafið þér grunaðan?" spyr sýslumaður Þá vandaðist málið, því að bóndi atti að benda á þann, sem var með laufásinn. Sýslumanni bar að ranns-"Ka málið og leitast við að fá þjofinn til þess að meðganga, en sannaðist það, að bóndinn hefði ekki haft rértan mann fyrir sökum, var hann sjadur dæmdur sekur. — Refsingin var hýðing, sem böðullinn framkvæn di og ákvað sýslumaður- inn, hve vandarhöggin skyldu vera mörg. En íynr kom, að böðlinum reyndist ekki auðvelt að koma refs- ingunni ‘ram því að sökudólgurinn var ekki ævinlega auðsveipur. Auk spilan-ennskunnar skemmti fullorðna fótKJð sér við söng og gát- ur og fleira. En mest varð þó glað- værð þess. ef til var víntár. Þá færð- ist fjör 1 sör.ginn. En þar var ekki neins færi að þieyta við Sigfús — hann tók langt yfir aðra, bæði að raddhæð og raddfegurð. Söngur va> yfirleitt mikið iðkaður í Víðidal. Auk' rökkursöngs og rímnakveðskapar voru húslestrar um hönd hafðir frá vetrurnóttum til sum armála og lesnar helgidagapredikan- ir og miðvikr-dagspredikanir á föst- unni, og voru þá alltaf sungnir sálm- ar, bæði fyrir og eftir predikun. Á helgidögum var oftast lesið úr Vída- línspostillu. Þó breyttist það sein- ustu árin. Sigfús keypti helgidaga- predikamr Péturs biskups Péturs- sonar, þegar þær komu út. Eftir það í tjaldstað á hinum hrikalegu öræfaslóðum. var lesið sit* ítrið í hvorri. Til voru líka föst ipredikanir eftir Pétur bisk ’ up og V.gfúfisrhugvekjur. Til söngs voru Hugvekiusáimar frá veturnótt- um til jóia H'æðingarsálmar frá jól- um til sjö vikna föstu, Passíusálmar - • ■ á föstunni og típprisusálmar frá pásk I um til h dtasunnu. Þeir voru þó nær '■ aldrei sungni? adir, því að lestrum var oftas* hætt um sumarmál. En helgidaganúsitstrum var haldið uppi allt árið. Ein var sú regla, sem aldrei brást. Hún var su, a1* við alla húslestra byrj aði Ragnnildur sönginn. Hvort þetta hefur aðein= verið venja eða hitt komið til. að Sigfus hafði byrjað svo hátt, að nún og þau hin hafi ekki komizt undir skal ég láta ósagt. En víst er það, að svona var það. Heimilislífið í Víðidal var gott og - kyrrlátt að jafnaði. Það kom tæplega fyrir, að fólkið skipti skapi, svo að ég muni. En glaðværðarstundir voru margar. Það var oft mikil og glað- vær heiði'íkja yfir kvöldunum eftir rökkurkveðsk?pir,n. bæði rímna- og - ljóðakveðrkap Rökkurseturnar voru oft nokkuð langar, því að ljósmetj. var oftast af skornum skammti. — Tuttugu 'iotta brúsi af steinolíu vgr ekki mikill vetrarforði, ef lengi var " vakað. r. . ' . Þegar kveik' var, tók fólk til virftiu • sinnar — eða það af því, sem ejtt- . hvað hafð! aff gera Þá var og tekið. til sögunúka eða rímna, kvæðabóka eða spila. Þaí var venja. að minnsta. kosti seinni árin, að spila vissan tíffia- á hverju kvöldi Ragnhildur ha'fði- mikið yndi af að spila alkort, en viídi- helzt ekkerf annað spila. Auk olíuf- lampa voru notaðar lýsiskolur, bájðl - í eldhúsi og búri. og eflaust he^ur* _ lýsið verið natað eingöngu til l.iósa fyrstu árin. Eldsnýtur voru notaðar . seinustu árin i Víðidal. Af þeim.vortT tvær ger'ðir. Auk venjulegra eld-_ spýtna voru T,il svokallaðar storm'- _ spýtur. Þær voru með brennistéin-. upp á miðjan legg. Ekki held ég,-. að þær hafi verið í kassa eða hulstri.-. Á þeim »ar unnt að kveikja með því- að draga þær upp við lærið á sór.- En eitthvað var vandfarið með þjer* í byrjun. Þær þoldu ekki núning..—' þá kviknaði á þeim. Þær munu hafa verið handhægar til þess aðjrveikjá í pípu úti við þar eð svo mikið t>ar af brenmsteini á þeirn. En ekki veru __ eldspýtur notaðar tU þess að kvei^ja . í pípu inni baðstofu, heldur var. það gert með sprekaglæðujn franian úr eldhúsi. Átti ég marga ferðina fram til þess að sækja sprekaglóðar- köggul í pípuna hans Bjarna. Hann átti stóra og fallega pípu, sem f.ók _ að minnsta kosti niður á hné. Húii- var með stórum kóng með víravir.kis- loki og prýdd tveimur skúfum, gr-æn ~ um, er héngu á tveim löagum fléttum, "> samlitum. En því hef ég gleymt. hvar_ I VÍDIDAL T í M 1 N N — IIUNNUDAGSBLAÐ 877

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.