Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1963, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1963, Blaðsíða 11
kom í veg fyrir ýmislegt það, sem öðr- um Norffurlandaþjóðum varg fyrir í sagnafátækt sinni, þegar þær tóku að sinna fornum cnenntum. Skal hér að- eins vitnaff til yfirl'its Páls Eggerts Ólasonar uin þau frábæru vísindi: „Úti í heimi höfðu menn lengi unað við frásagnir í annálasniði (kronik- ur), ajs svo miklu leyti sem annars var lögð stund á sögu. . . . Samtímis vioreisn fornmenntanna vaknaði og þjóðerni manna og krafðist frásagna um fyrri tíðir. Þar voru viða miklir erfiðleikar fyrir hendi. Að vísu varð þeirra ekki. vart á sumum tímabilum sneð sumum þjóðum, þar er fyrir hendi vpru nokkurn veginn efnis- miklir frásagnabálkar, svo sem með Dönum hið mikla sögurit Saxa; þegar svo var ástatt, var rithöfundum nokk- urn veginn auðvelt að fullnægja þess- um t'veim höfuðboðorðum um hst og gagnsemi. En þar er þraut slíkar heimildir, voru höfundar í hinu mesta öngþveiti. Dró þá þjóðernis- ræktin suma út í hina mestu ófæru. Einkum á þetta við um þá höfunda, er sinna vildu frumsögu þjóðanna. Beittu menn þá oft hinum fáránleg- ustu affferðum, þyrluðu upp myrku moldviðri, skældu orð og staðanöfn úr fornritum og tengdu saman, allt eft- ir þeirri niðurstöðu, sem menn vildu komast að. Er svo í augum nútíma- manna sem viti firrðir menn hafi ver- ið aff verki, þar sem litiff er í mörg eða flest rit sagnamanna á 16. öld. . . . Og þó var þessum mönnum nokkur vorkunn. Allir þekktu þessir menn biblíuna; öllum var þeim kunnugt um það, að þar var að finna samfellda frásögn frá sköpun heims fram að Kristsburði. Þar var rakið meff Gyð- ingum ætterni frá fvrsta manni jarðar niður t'il manna, sem uppi voru ur' fæðing Krists. Norðurálfumenn vildu ekki una því, að vera verr settir. Nú bar þó svo vel í veiði, eftir ætlun manna í þá daga og lengi síðan, að öll var þessi saga og ætterni sameiginleg fram til Nóa. En þá klofnaði mann- kynið. Kyn Norðurál'fumanna skyldi vera komið frá Jafet Nóasyni; niðjum hans var þá hið mesta metnaðarmál að sýna tengsl sín viff hann á sama hátt sem Gyðingar höfðu megnag að halda óslit'inni ætt frá Sem, bróður hans; .... Beittu nú fræðimenn öllu hugviti sínu til þess að brúa þetta dýpi og vera ekki eftirbátar Gyðinga. Þaðan eru runnar ættartölur fyrri alda, sem einnig finnast með oss ís- lendinguin, með tengslum vig Hektor Trojukappa og aðra Trojumenn, Óffin síðar o. s. frv. Biblían sjálf var heim- ild að ættartölum milli Adams og Nóa; heimildir að ættartölum þaðan sköpuðu menn sér sjálfir meg alls konar þvættingi, þjóðanöfnum í grísk- um fornrilum, örnefnum heima fyrjr, samanburði orða svo fáránlega rökt- um til skyldleika, að nútímamenn sundlar, er þeir sjá hugmyndaflugið samfara niðurstöðunum, sem nálega undantekningarlaust' eru fjarstæða ein. Vig bar það, að menn hreinlega fölsuðu heimildir, bjuggu til assýr- iskar, egypzkar, forngrfskar og forn- latneskar heimildir; var að þessu kunnastur ítalskur fræðimaður, Ann- ius úr Viterbo (d. 1502), sem lengi var aff heimildum hafður um öll lönd. í þetta eyddu menn mikilli vihnu og miklum lærdómi; tengja skyldi sögu allra þjóða við biblíuna; allt var ónýtt ellegar. En þegar því var lokið og komig niður að innlendum konunga- röðum, þeim, er kunnar voru„ varð allt léttara fyrir; þá mátti tína saman viðburðina og skipa niður eftir stjórn- arárum þeirra. — Með Norðurlanda- þjóðum eru nokkurir þessarar teg- undar fræffimanna. Kunnastir eru Niels Pedersen (d. 1579) og sagna- ritari Danakonungs Kláus Christoff- ersen Lyskander, sem hélt fram og fullkomnaði kenningar hans í riti sínu, því, er út kom 1622 og hefir að geyma sögu Ðana frá sköpun heims. Niels Pedersen bjó beinlínis til ættar- t'ölu Jóta (Og Dana) frá Gómor, syni Nóa. Með Svíum innti svipað starf af hendi Johannes Magnus, erkibyskup í Uppsölum (d. í útlegð í Rómaborg 1544), þó að ekki beinlínis falsaði hann neitt sjálfur frá rótum, og bók hans sé að sumu leyti merk. Hann dró ætt Svía frá Magog, syni Jafets, not- ^ði mjög Annius úr Viterbo og var heldur en ekki snar í skýringum á uppruna orða og staða (Sveinn skyldi vera skylt Svíar, Ubbi skyldi sá heita, er stofnað hefffi Uppsali, Siggi Sigtún o.s.frv.)“ Af vandræðagángi þeim, er hér er frá greint, leiddi það er Danir og síðan Svíar uppgötvuðu, að á voluðu eylandi í höfum norður voru varðveitt þrot- laus fræði, og hófu að me'.ast um þau, rupluðu bókum frá íslandi til úr- vinnslu og prentunar og kölluðu þær forndanskar eða gauzkar bókmenntir; reyndust þó báðir illa læsir á þær, sem von til var; en það er önnur saga. IV. Þótt íslendinga henti þannig það óþarfatiltæki að seilast ofboff lítið í þessi útlendu falsvísindi, tíðkaðist slík samsuða aldrei hér að því er snerti innlendar ættir. Þess gerðist ekki þörf. Ættagruflið til Adams, Nóa, Óðms og Trójumanna á rót sína í ýkjuhneigðinni, sem ávallt náði sér niðri af fjarlægð tíma og rúms leyfði; fróðleiksfýsnin rak að sínu leyti á eftir, og henni varð að vissu leyti svalaff með þessu. Raunar finnast undantekningar, sem sýna, að menn voru ekki fráhverfir því að gizka á og fella í eyður innlendra ætta, þar sem liffir höfðu máðst af pappírnum eða glatazt úr minninu. Til dæmis að taka var sú t'íðin að ætt Svalberð'ínga (Jóns Magnússonar og sona hans, Magnúsar prúða, Staðarhóls-Páls, Jóns lögmanns, Sigurðar sýslumanns á Reynistað, IColbeins klakks og þeirra systkina) var rakin á þessa leið til Borgarmanna, svo úr varð karlleggu- til Hel'gu fögru: 1. Jón Magnússon á Svalbarði. 2. Magnús Þorkelsson á Svalbarð'i. 3. Þorkell (Galdra-Keli) Guð- bjartsson, prestur í Laufási, d. 1483. 4. Guðbjarl'ur flóki Ásgrímsson, prestur á Bægisá og Laufási, d. fyrir 1430. 5. Ásgrímur Guðbjartsson, prest- ur á Bægisá, d.. 1399. 6. Guðbjartur á Yt'ri-Bægisá. 7. Vermundur kögur Loðinsson iix Færeyjum. 8. Loðinn Vermundarson. 9. Vermundur Steinsson. 10. Steinn Höskuldsson. 11. Höskuldur Hauksson. 12. Haukur Þorkelsson. 13. Þorkell Hallkelsson í Hraundal og kona hans Helga fagra Þor- steinsdóttir, Egilssonar Skalla- grímssonar. Viff athugun fræðimanna hefur komið í ljós ag liðirnir Loðinn, Ver- mundur, Steinn og Höskuldur eru allt of fáir, sé tímatal's gætt, enda eru þeir skáldskapur einn; ættartala Sval- berðínga var hins vegar með réttu rakin gegnum Ögmund Þórðarson í Bæ í karllegg til Hriflu Þorsíeinsson- ar, Egilssonar á Borg. Eyða hefur komið í ættartöluna á einhverri skræðu,,svo Ögmundur úr Bæ varð að hinu'm miffur trúlega „Vermundi kögur úr Færeyjum“, og síðan hefur verið ort í eyðuna og Hriflu Þor- steinssyni loks breytt í Helgu, systur sína. Um þetta má nánar lesa í ritgerð Steins Dofra, Rannsóknir eldri ætta, í Blöndu VII. V. Allt fram á þennan dag hefur áhugi fyrir ættfræði verið mikill hér á landi, og skal það ekki lastað; því verður ekki neitag að fyrir rannsókn á persónusögu eða almennri þjóðar- sögu skiptir ættfræði allmiklu máU. Hins vegar má geta þess, að raus sumra manna um ættir sínar beinist stundum útá annarleg svið, sérstak- lega þegar þess er gætt að sé rakið nokkra ættliði aftur í tímann, koma ættir íslendinga yfirleitt einhvern veginn saman og verða þá gjaman raktar til sömu ættfeðra; samt munu enn uppi þeir menn, sem halda að það sé eitthvað sérst'akt aff vera kom- inn af Agli- Skallagrímssyni, Jóni Arasyni, Birni Jórsalafara. Ef til vill væri mönnum nær aö. telja sér til Framhald á 886. síðu. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 875

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.