Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1963, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1963, Blaðsíða 21
Fljótsdalshéraði, flest í Skriðdals- hreppi. um 1400, þar aí á Vaði um 200, um 200 á Mýrum og margt á Þorvaldsstöðum. — Á Vaði var á þess um árum sérsiaklega margt sauðfé. Annars hafói ég heyrt, að flest fé hafi farizt á Arnhólsstöðum, Geirúlfs stöðum og á Mýrum, að tiltölu við fjár fjölda heimilanna. í hreppnum voru þá 18 byggðar jarðir. Hafa þá farizt nær 78 kindur til jafnaðar á bæ, eftir frásögn Austra. — En tölur Austra eru senni- lega byggðar á ágizkun eða áætlun. því að frásögr þessi er í blaðinu frá 6. nóv., en það er vafamál, að Austri hafi þá verið búinn að fá fullkomna skýrslu úm skaðann. Nokkuð er það', að í Fellam varð úti maður í þessum byl og nét Þórólfur Stefánsson og var vinnumaóur á Birnufelli, og tvo hesta fennt' í Skriðdal. Frá þessu segir Austri ekki, en hann segir frá tveim hestum, er fennti á Héraði, öðr um á Jökuldai og hinum á Miðhús- um í Eiðahreppi. Blaðið Bjurjti sem einnig var þá gefið út á Seyðisfirði, segir 9. okt.: „Sunnudaginn 4 þ. m. rak á austan- byl með stinningsstormi og snjó- burði, sem stóð í 6 dægur, var þó frostlaust og endað'i með krapaúr- felli. Hér er nú allt þakið snjó og haglaust fyrir fé, og farið að frysta1'. Þann 17. s. m segir í sama blaði: „Fé fenn'i um allar sveitir og liggur enn í fönnum hundruðum saman. — Það sýn st svo, að Skriðdalur, hafi orðið verst úti. þar fennti grúi. Sagt er, að á Vaði séu aðeins tæp tvö hundruð ?ftir af sex og á Mýrum eitt hundrað eftir af fjórum, bóndi einn á Jökuldal missti að sögn allt sitt fé. Líkar þessu eru sögurnar víða að“. Á framtalsskýrslu Skriðdalshrepps sézt, að Bjöm ívarsson .bóndi á Vaði, hefur vorið aður talið fram 658 kind ur og þrir vinnumenn hans 132 kind- ur. Lömo fædd þar voru talin hér með. Bjarki segtr þetta austanbvl og hann hafi staðið í 6 dægur. Það mun hafa verið 'norðaustanátt, og þó að hríðin hafi ekki staðið nema þrjá sólarhringa n'ðri í fjörðum, þá er það víst, að í fjóra sólarhringa vár hríðin í Skriðdal og meiri stormur og örari hríð en niðri á Seyðisfirði gat þá líka verið í Skriðdalnum. Brögð voru ekki mikii að því, að fé fennti í fjörðum niðri, sízt í fjörðunum sunnan Gerpis. í munnmælum hef ég heyrt talið, að farizt hafi til dauðs á eftirtöldum bæjum: Vaði 200 fjár. Mýrum 190, Stóra-Sandfelli 180, Þingmúla 110, Geirúlfsstöðum 80 og í Geitdal 70 kindur. Ákveðnar tölur hef ég ekki hevrt pefndar við fleiri bæi. Þær ályktanir, sem nú hafa ver- ið ræddar, er ekki hægt að nota sem öruggan grundvöll fyrir því, hvert tjónið raunveiulega var. — Förum heldur í framtalsskýrslu hreppsbúa þetta vor og athugum, hvernig van- höld gripa eftir sumarið voru á hausthreppamóti metin til frádráttai í lausafjárhundruðum og álnum. Þ.e. í landaur im. Á vorhreppamóti töldu bændur fram lifandi búfé á heimili sínu en á hausthreppamóti heyfeng sumars- ins og annan jarðargróða. og um leið var -,agt trá þeim vanhöldum, er urðu á gripurum á milli hreppamót- anna. Framgengið sauðfé í hreppunum vorið fyrir bylinn voru 6004 kindur að meðlöldum lömbum undan mál- bærum ám það vor, en þessar sauð- kindur, ásanr 52 nautgripum og 105 hrossum, er hreppsbúar áttu um vor- ið, gerðu 504 lausafjárhundruð og 47 álnir. — Vanhaldadálkur haust- hreppam itsskýrslunnar sýnir, að van höldin voru 105 hundruð og 65 álnir í búfé þetta haust. Vanhöldin af nautgripum og hrossum eru ekki nema 80 álmr; það eru hestarnir tveir, sem fórast, en í sauðfé eru í hundraði hv.rrju 6 ær í ullu með lambi bornar fyrir 11. júní. Slíkar ær voru verðmesfu kind- umar, en því verðminni sem kind- urnar voru, því fleiri kindur þurfti í lausafjárhundraðið. Ég sagði áðan, að í vanhaldadálki framtalsskýrslunnar sæist, að þetta haust hafi farizt í hreppnum 105 hundruð og 65 áínir búfjár. Hefur þvf farizt í hreppnum bað margt af fénaði, að það jafngildir 632 ám í ullu með málbærum lömbum. eða með öðrum orðum 1264 kindur, ær og lömb. Þetla vcru 20.83 hundruðustu búfjár hreppst.úa: þ e. fimmti hlut- inn. Nú er það að athuga við þessa hundraðstölu, að hún er raunveru- lega of lag, því vitað er, að sumir bændur voru búnir að reka eitthvað af fé til slátrunar fvrir bylinn, en hversu margt það var. er nú ekki fært að fá fuiia vitneskju um Þessi hundraðstalq befði líka orðið mun hærri, væri hún tekin af sauðfénu einu saman. en hún er af öllu fram- töldu búíé, sem er kvr, hross og sauðfé fnmteljandans Ef við nú aft- ur á móti hugsum okkur, að það væru tóin lönb, sem farizt hefðu, hefðu bau orðið 3166. því 30 lömb — haustlömb — gerðu hundraðið. og hundruðin. sem fórust, voru 105 og 64 álnir, sem áður er frá sagt. En það er vitað, að ekki fórust eintóm ömb, og vitað er, að mest fórst af lömb- um. Eftir því, sem sýnt hefur verið fram á hér, er það nú sýnilegt, að féð sem farizt hefur. mun hafa ver- ið 1264 til 3166 kindur Þetta er að vísu mjög breitt bil, en það gerlr engan mun, því að tjónið er það sama, hv.aða tala, sem notuð er hér á milli; af þvi að tjónið var metið í landaurum, p e í lausafjárhundruð-, um og alnum — Við þetta verður að miða, þegar tjónið er metið til peninga. Rétt er að geta þess, að vanhöld yfir sumarið á þessum árum í vanalegu áferði er um 3 hundr- uðust af framíöldu búfé hrepps- búa. Þessa hundraðstöiu verður að draga frá. þegar athugað er tjónið, sem varð af \ oldi.m bylsins. Á HV.VÐA HEIMILUM FÓRST FLEST. OG HVAR FÆST FÉ? Því verður ekki svarað í kindatölu, heldur í hunc.raðstölu, og miðað við framtalið á hreppamóti vorið fvrir bylinn. Fennt befur mun færra fé á þrem innsfu bæjunum í Suðurdalnum og annars staðar. — í Haugum 7,14 af hundraðinu Stefánsstöðum 7,03 og Vatnsskógum svipað Hvort þetta er af sérstökum ástæðum, get ég ekki sagt. Mætti ef til vill af þessu áykta það að 'æðrið hafi verið þarna inni í dalnum mun vægara en ann- ars staðar í sveitinni. Ef álykta má af varihaldadálki fram talsskýr.siunnar. að veðrið hafi ver- ið jafnverst. þar sem tjónið varð yf- irleitt mest, hefur það verið á bæj- unurn austan við Hallormsstaðarháls- inn. Á Viði íórst 28,54 af hundrnð- inu, Geirúlfsstöðum 28,59 og á Mýr- um 34.68 í Þir.gmúla 20,30 og á Borg 25.54. — Þessir tveir síðast töldu bæir eru . s"ipaðri stefnu og hinir þrír, þótt þeír séú undir annarri fjallshlíð. — Þeir eru austan i fjall- inu, sem klýfur Skriðdalinn innan til í tvo dali. Til eru heimili er misstu álíka oe pau, sem nú voru nefnd. svo sem Víðilækur 32,00 af hundraði, Arnhólss'aðir 23,74 og Stóra-Sand- fell 25,02. VEHURFAK MÁNAÐAR1NS. Þjóðólfur segir 23. október. eftir bréfi frá Sevð'sfirði: „Þann 27. f.m. (þ. e. sept.) pekk í kuldakast og setti niður a’l.nikinn snjó á fjöllin”. Verið getur að þessi snjór hafi orð- ið til þess. að ekki hafi verið fé til fjalla flarðarmegin í Austfjarðafjöll- um, og bað hiálnað ti] þess, að hvl- tirinn varð exKi fe að verulegu fjör- tjóni í fjörðnm riðri. Veðurfar var mest allan mánuðinn óstillt, oft sto.-mar og hríðar og frost, nema 12. til 16.. þá var hláka. þó ekki neina að nafni til suma þessa daga. — Sag* er í bréfi til Þjóðólfs, frá Sevðisfirði dagsett 11. október: „Aljgott veður þann 8. en f fyrradag 'þann 9.» og þó einkum í gær (þ. e. 10.) var hánorðan harðneskjuveður. — Bréfrtarí Þjóðólfs af Seyðisfirði segir: „Ailgott veður þann 8." Þá var í Skriðdal um morguninn norðan gola og snjórenningur eftir gaddinn, sem hafði um nóttina frosið svo. að frostskán var á snjónum, sem mér r 1 M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 885

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.