Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1963, Síða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1963, Síða 9
1 I. íslendíngsr hafa frá öndverðu lagt mikla rækt við ættfræði; hún er einn gildasti þátturinn í öllum þeim býsn- um fróðleíks er hér var þulinn og skráður a bækur að fornu og nýju. Ber margt til Það virðist liggja beint við að við byggíngu landsins hafi það ósjálfrátt orðið kappsmál manna að varðveita ætt sma og sögu hennar í minni; sú var líka raunin að stað- góð og almenn ættvisi var nokkurs konar pólitísk nauðsyn á dögum þjóð- veldisins; og segja má að hér hafi skilyrði til hernar verið óvenju góð: rík hneigð kynstofnsins til fróðleiks og skrifta, sagnaskemi(itun í háveg- um höfð, ætc'jdeilur, ættarsamheldni, ættametnaður. Og fræðimenn hafa bent á, að landnámsmenn séu yfir- leitt ættaðir frá þeim hlutum Noregs er helzt voru kunnir að ætta- og sagnafróðleik, svo sem Hörðalandi, Ögðum, Þelamörk. Snemma voru rit- aðar á íslandi merkar ættfræðisyrpur talin ort á 11.—12. öld; hvar þau eru kveðin mun umdeilt. En séu þau ort á íslanai eru þau virkilega sam- boðin þeim fræðaiðkunum er hér tóku að blómgast á því tímabili. í kvæðinu fer Hyndla tröllkona til Val- hallar fyrir hotanir Freyju og rekur ætt Óttars úngá Innsteinssonar; or- sökin er veðmál Óttars við Ángantý nokkurn. Freyja krefur Hyndlu um að rekja ætistofnana: Nú iáttu forna niðja talda ok upp bornar * y- ættir manna. Kvrt er Skjöldunga, hvat er Skilfinga, hvat er Öðlinga, hvat er Ylfinga, hvat er höldborit, livat er hersborit, mesc manna val und Miðgarði? Síðan eru ættartölur meginefni kvæð- Þorstein frá Hamri loks rakin til Fjölnis Freyssonar, Njarðarsonar Svíakonúngs, Ýngvason- ar Tyrkjakonúngs (Ari fróði) eða Fjölais Yngvifreyssonar, Njarðar- sonar (Snorri) ellegar þá Fjölnis Freyssonar, Njarðarsonar, Freysson- ar, Óðinssonar Ásakonungs, Bursson- ar, Burrasonar (Flateyjarbók). Þannig urðu kynkvíslir raktar til Óðins og hans manna og þótti ærinn vegur að, eftir að það komst í tízku; enda þægi- legt um vik að rekja gegnum hina kynsælu Oddaverja ættfeður flestra sem síðar rnunu hafa orðið nokkur undirstaða sagnaritunar: nálægt miðri 12. öld getur höfundur Staf- fræðiritgerða’- Snorra-Eddu um ,,lög og ættvísi eða þýðíngar helgar eða þau hin spal'.legu ræði er Ari Þor- gilsson hefur á bækur sett af'skyn- samlegu viti"; og Landnáma nefnir ættfræðiritm Ölfusíngakyn og Breið- firðingakyn. Víðast mun og ættafróð- leik fornsagnanna furðu vel treyst- andi þegar rakið er aftur til land- námsmanna og jafnvel leingra, svo og ættum og röðum konúnga; að minnsta kosti er byggt á grónum merg söguhefðar og ættaarfs, þótt á ýmsu velti þegar leingra dregur í forneskjuna: „Hvergi nema á íslandi á svo að segia annarhver maður ætt- artölu sína oft lengra aftur í tímann en góðu hófi gcgnir“, segir Finnur Jónsson í bókmenntasögu sinni. Ætt Svía- og Noregskonúnga, Ýnglíngaætt, varð loks rakin allt til Njarðar og Freys, inní goðsögnina, og stórvaxnar nafnarunur liggja aftur til „Ragnars loðbrókar Sigurðarsonar hríngs, Randvéssonar, Ráðbarðssonar" og „Haralds hilditannar, Hrærekssonar slaungvanbauga" og svo framvegis. — Nokkuð sérkennilegt vitni um ætt- fræðiáhuga að fornu eru Hyndluljóð, sem varðveitt eru í Flateyjarbók og isins, og koma þar fyrir fjölmargar nafnkunnar kempur úr sagnaheimi norðurþjóða; í öllu þessu er forn kjarni: Gjúkúngar, Völsúngar, Har- aldur hildicönn, og stefið bylur annað veifið: Allt er það ætt þín, Óttarr heimski. Sama eðlis og ættrakníngar Hyndlu- ljóða eru þættir á borð við Fundinn Noregr og Hversu Noregr byggðist í Flateyjarbók; ægir þar mörgu sam- an af forneskuifróðleik og er örðugt víða að greina skil milli skáldskapar kynslóðanna og trúrrar arfsögu; mik- ill hluti efnis þessa mun hafa verið til skráður þegar á 12. öld, en sitt- hvað er þó allmiklu ýngra. II. Snemma bólaði á hneigð manna til að rekja ættir sínar til hinna heiðnu guða, og er þar nærtæk ættartala Ýnglínga; en samkvæmt fræðum Snorra Sturlusonar kom Óðinn að austan til Svíþjóðar ásamt með liði sínu, Ásum, er gerðust þar höfðíngjar og urðu síðan átrúnaðargoð manna. Þannig verður konúngaröð Ýnglinga, sem annars þykir ekki svo fráleit, íslendinga, og síðan Noregskonúnga og Ýnglínga. En í þættinum Hversu Nóregr byggðist, er heldur betur að verið: „Adam skapaði guð fyrst allra manna. Seth var son hans, hans son Enos, hans son Kaynaan, hans son Malaleel, hans son Pharett, hans son Enoch, hans son Mathusalem hinn gamli, hans son Laamech. Þá var úti hinn fyrsti heimsaldur. Hans son var Nói, er örkina smíðaði, hans son Japhet, hans son Japhan, hans son Zechim, hans son Ciprus, hans son Cretus eða Celius, hans son Saturnus í Krlt, hans son Jupiter, hans son Darius, hans son Erichonius, hans son Troeg, hans son Ilus, hans son Lami- don, hans son Priamus höfuðkonung- ur, Munnon eða Mennon hét konung- ur I Troju. Hann átti Troaanam, dótt> ur Primai konungs. Hans son hét Tror, er vér köllum Þór. Hans son var Loricha, er vér köllum Hlórriða, hans son Eridei, er vér köllum Eind- riða, Hans son Vingiþórr, hans son Vinginer, hans son Móði, hans son Maagi, er vér köllum Magna, hans son Seseph, hans son Beduigg, hans son Atra, hans son Trinaan, hans son Heremoth, er vér köllum Her- móð, hans son Skjaldin, er vér 873 TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.