Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1963, Side 17

Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1963, Side 17
Drátturinn á Víðidalsá var á hyl neðan við fessmn Beljanda, sem var skammt niðut frá bænum í Víðidal. J>ar varpaði Ögmundur Sigurðsson, fylgdarmaður Þorvalds Thoroddsens, sér til suuds sumarið 1894. Þorvaldur hafði farið í rannsóknarferð að hyggja að steinun. og grösum. en Ögmundur vac heima við' tjald. Þenn an dag var iogn og glampandi sólskin, og fólkið var að halda við heyi á grundinni neðan við bæinn. Barst þá í tal, að gaman væri að sjá mann synda, og sagðist þá Ögmundur kunna sund og væri sér ekkert að vanbúnaó' að varpa sér í Beljanda- hylinn, oí har.n værT nógu djúpur. Fór Ögmundur niður jití á og fólkið á eftir. Þetta var mikil stund fyrir fólkið í Víðidal, því að fæst af því sá mann syr.da nema í þetta eina skipti á ævinni Svo sem fyrr var getið, var heimil- islíf í Víð'ida! ákaflega gott að jafn- aði og oftast' rikti þar gl'aðværð. Það var ekki heldur margt, sem truflaði hugann eöa æsti tilfinningarnar. Ég hef oft, nú á fullorðinsárum. orðið hugsað til viðmóts fólksins þar og viljað líkja eftir því. Heimilislífið þar var svo hreint og falslaust á allan hátt, að slíkt hef ég ekki fyrir- fundið síðan. Ekki gat þo Sigfús talizt kátur á heimili hversdagslega. Konu sína nefndi hann sjaldnast með nafni, þeg- ar hann ávarpaði hana, heldur not- aði í staðinn önnur orð: gæzka, heilla mín. „Veiztu nokkuð um sokk ana mína, gæzkan mínt-'? sagði hann. „Mig vantar þveng í skóinn, heilla mín“. Til átti hann það að vera dá- lítið mislyndur. Þó var ekki svo, að hann værj með' ónot eða þess háttar. En hann gat lúrt tímum saman í rúmi sínu með bók, án þess að taka nokkurn bátt 1 samræðum fólksins. En bæri einhvern ókunnugan að garði, spratt hann upp eins og stál- fjöður og lék þá á als oddi. Á þessu bar þó einkum eftir að hann kom að Bragðavöilum En alveg sérstaklega gátu umskiptin orðið snögg, ef gest- urinn átti ögn neðan í glasi til þess að hýrga hanr. með. Þá stóð ekki á sögum og snbggum viðbrögðum. — Hann var allra manna glaðastur við vín. Ragnhildur á hinn bóginn hverjum manni rólyndari, og sást hún varla nokkru sinni skipta skapi. En svo fátöluð var hún, þegar gesti bar að' garði, að hún sagði varla nokkurt orð í viðurvist þeirra. Þó var það einu sinni á Bragðavöllum, þegar gestir voru komnir og tilrætt varð um látinn mann, er hafð'i orðið eitthvað á í lífinu, að hún hóf upp rödd sína og mælti fram þetta vers úr Passíu- sálmum séra Hallgríms: Forðastu svoddan fíflskugrein, framliðins manns að lasta bein. Sá dauði holur sinn dóm með sér, hver helzt hann er. Sem bezt haf gát á sjálfum þér. Sló þögn á menn við þessi óvæntu orð, og urðu f amræðumar ekki lengrj að sinni. Jón fékk «er ráðskonu. Margréti Árnadóttur að nafni, eftir að hann missti Heigu árið 1908. Margrét var stórlynd e.g dldi ráða innan bæjar, en gamla konan taldi hana ekki eiga að stjórn^ sér. Þá var það eitt sinn, að kunnugan gest bar að garði Hann hitti Ragnhildi úti á hlaði og skipt- ust þau á nnkkrum orðum. Allt í einu spyr Ragnhildur: „Sástu nokkurs staðar meykónginn . hérna?“ Einhvem semasta veturinn í Víði- dal var sem oftar farin kaupstaðar- ferð fram á Papaós. í þeirri ferð' voru Þjóðsögur Jóns Árnasonar fengnar að láni, og að sjálfsögðu var byrjað að lesa þær upphátt þegar eftir heim- komuna. En þrnnig stóð á, að ég var látinn fara að læra kverið níu ára gamall, þá ekki hálfstautandi, og -gekk það illa enda viljalaus að læra það. Var ég láúnn sitja frammi í eld- húsi við lærdóminn, svo að ég trufl- aðist ekki af sögulestrinum inni, Nú fór það ekki dult, að þjóðsögurnar voru skemmt’legar. Þar sagð'i bæði af álfum og tröllum og mörgu öðru, og mig langaði óskaplega til þess að hlusta á lesturinn. En það var ekkert úridanfæri: Éj varð að læra þær grein ar, sem mér höfðu verið settar fyrir, en að því búnu mátti ég koma inn og hlusta. Það varð samt næsta lítið úr lærdómnum Ég hafði leikið það áður að læðast inn í pallstigann og hlusta þaðan á sögulestur og rímna- kveðskap. Nú fór ég eins að. Ég sat í hnipri í stiganum og hlustaði, en heyrði illa, því að sá, sem las, sat frammi við glugga. Þá færði ég mig ofar í stigam, og ef ég rak höfuðið upp yfir efstu rimina gat ég heyrt nálega h’.ert orð. Þannig lá ég löng- um tímum og hlustaði. Ég gleymdi bæði tíma og rúmi. Svo rak að því, að mér var sagt að koma með kver- ið, því að það átti að hlýða mér yfir. Þá gránaði gemanið, því að auðvitað kunni ég ekki stakt orð. Ég fékk svo ávítur fyrir svikin og kannski utan undir ltka Þó fór allt á sömu lund næsta dag Þá var farið að lyfta stigahleranum, og við það komst upp, hvar ég húkti í riminni. Ég var að sjáJísögðu rekinn fram. En nú varð ég óskaplega reiður. því að það var verið að lesa söguna af Hildi álfadrottningu. Ég gat þess hér að framan, að Ragnhildur hefði setið frammi í eld- húsi á köflum, þegar barneignarmál Sigfúsar var efst á baugi. Hún hafði þar frammi s,æri og nálar og fleira, og svo •> iru plöggin þar líka Þau voru oft þurrkuð á feihellunni, sömu- leiðis ve.tlingai og svo var í þetta skipti, að á heiiunni voru óslitnir, ljós mórauðir vettiingar, sem Sigftis átti. í bræði minr.t þreif ég annan vet'.I- inginn og kiippti rauf í hann rétt neðan við þumalinn. Daginn eftir kringum miðrtaginn kemur Ragnhild ur inn með óvanalegu miklu fasi, terrir ve:tlinc:rn framan í fólkið og segir af móði. .,Ekki er andskótinn iðjulaus. Sjá- ið þið, hverr.ig búið er að fara með vettlinginn fyrir mér“. Einhvor.ia refsingu fékk ég fyrir þetta, og lofj varð ég því að gera þetta aldrei oítar. En allir vissu, hvert tilefnið var. í þetta eina skipti sá ég hana skipta skapi. Eitthvað gerði ég að því að hfusta eftir þetta, er; gætti mín samt betur. En guðrækni mín beið alvarlegt skip brot, því oð ég hálfhataðist víð kver- ið upp fra þessu, enda bar það þess merki, pvi að það var bæði slitið og rifið og !æpas> læsilegt að endingu. Síðan hef ég aiita hafi á móti þulu- lærdómi ■ nghnga. Oft sagði Sigfús sögur af einum og öðrum en oftast eða alltaf fór hann vel með efni. Hann stillti svo til, að sá. sem hann sagði frá, var maður að meiri, Ljótar sögur man ég ekki, að ég heyrði hann segja Ég sakna þess r,ú að hafa ekki fest mér í minni sögur hans, þótt þær hafi kannski ekki verið bókstaflega sannar allar, sizt þær, sem hann sagði við öl. En þá sagði hann sögur sínar oft vel og af miklu fjöri. Einu sinni heyrði ég hann lýsa rauðum tjörhesti, sem hann átti á Hvannavö’luir, með þessum orðum: „Það er til marks um það, hvað Rauður ,ninn var fljótur, að þegar hann var koœinn á fulla ferð, sýnd- ist allt verða strífað fyrir augunum á mér“. Þegar gestunnn spuröi, hvað hefði valdið þvi, að hann seldi þennán hest, svanði Sigfús: „Ég hélt, að hann myndi drepa mig. Hann var svo fjörhár og mitt ofurefli. ef 'ég var eski allsgáður. Ég skal segja þér þctía sem dæmi: Ég var á honum austur á Djúpavogi og á heimleið, en iestin farin á undan. Þeg ar ég fór á bak, þreif hann sprett- inn að K’ifi og inn af. Ég reyndi að sveigja hann út af götunni, en tókst ekki. Þegar inn af háaurunum kom, gat ég sveigt hann upp í pælurnar ut- an við Búrfellið og þar upp undir klettinn. Þar komst ég af baki“. Ýmislegt hefur verið haft á orði um drykkjuskap Sigfúsar, einkum á Hvannavöllum En ekki hef ég komið auga á mikil brennivínskaup í þeim reikningum S-gfúsar, sem ég hef séð. Drykkjustapur í Víðidal var ekkl á- TÍMINN - SUNNUDAGSULAÐ 881

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.