Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1963, Síða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 20.10.1963, Síða 8
Þar sá ég þrjá menn fannbarða verka af sér snjóinn. Eg þekkti þá Eirík og Stefán, en pabba sá ég ekki, heldur mann, sem ég þekkli ekki, svo að ég sneri aftur inn þarna við hurðina, úr því að ég sá ekki pabba. — Mömmu mætti ég í göngunum, sem voru mjó og löng, sneri þá við og fór á eítir henni fram í bæjardyrnar. Hún gekk beint að ókunna mannin- um og kyssti harni, en hann sagði: „Nú erum við loksins komnir“. Þá þekkti ég, að þetta var rödd föður míns. Þessu gleymi ég aldrei. Or- sökin t’il þess, að ég þekkti hann ekki áður, var sú, að rökkvað var og hann, sem var með allmikið al- skegg, er hann fór að heiman, hafði klippt það af sér inni á Borg, þar sem þeir dvöldust meðan hríðin var mest. En skeggið klippti hann af sér vegna þess, að í bylnum settist snjórinn svo rnjög í það. Allir, sem hafa verið svo lánsam- ir að eiga ástvini, skilja, hversu mikil sæla það er að hafa heimt þá úr lífs- hættu, heila á sál og líkama. Nú tekur Eiríkur til að segja ferða sögu þeirra pabba, svo og frá sínum verkum á laugardaginn fyrir bylinn. Eiríkur segir svo frá: Á laugardaginn 3. október vorum við Sighvatur Gunnlaugsson í Flögu, sem þá var 19 ára, en ég 13 ára, send- ir cneð fjárrekstur suður í Breið- dal að Þorgrímsstöðum, sem er næsti bær við Breiðdalsheiðina, sem við þurftum að reka kindurnar yfir. Þær voru milli 30 og 40 talsins. Þetta var samtíningsfé úr Breiðdal, er kom ið hafði fyrir í annarri göngu í Skrið dal og ef t'il vill úti á Völlum og norður í Skógum. Kindur þessar voru orðnar nokkuð mannvanar og því ekki fyrirhafnarsamt að reka þær. Við vorum báðir ríðandi. Það var orðið áliðið dags, er við skiluðum Jóni bónda þar rekstrinum, og þar stönzuðum við, meðan við biðum eft ir góðgjörð, er okkur var boðin. En er við stigum á bak til heimferðar, hafði Jón orð á því, hvað dimmt væri nú í lofti og hvort við vildum ekki vera þar x nótt, en ég svaraði því, að helzt vildi ég halda heim í kvöld og þar með riðum við af stað heim á leið. Yfir heiðina var nokk- urn veginn alveg logn, og dagsett var áður en við komum að Vatns- skógum, innsta bænum í Skriðdal, en fór að verða snjóhreyta og gola á móti, köld og leiðinl'eg, er stutt kom út fyrir Vatnsskóga og' fór hvort tveggja vaxandi, er utar kom í dal- inn. Við Sighvatur skildum við tún- garðinn í Þingmúla. Sighvatur fór norður að Flögu, og er hann hér með úr þessari sögu. Eg spretti hnakkn- flffl af hestinum, sem var grár að lit, yið txingarðinn og hélt heim með fceizlið og hnakkinn á bakinu. Því miður hýsti ég ekki klárinn góða, sem var stór heslur, þægur og lipur til burðar og reiðar, og þess utan sýndi hann oft, að hann var vit'rari en títt er með hesta yfirleitt. T. d. í því, að hann opnaði gripa- húsin og fór inn, er honum gott þótli, og fékk sér þá oft góða tuggu af heyi, ef búið var að gefa það á jötu eða garða. Grána fennti í þessu veðri. Hann hafði um nóttina farið inn í Slekkjarhraun og fennt þar í djúpri dæld. Fólkið var gengið til náða, er ég kom heim. Eg var feginn húsa- skjólinu úr norðaustan nepjugolunni og snjóhraglandanum, sem enn var ekki orðinn áberandi mikill. Eg hátt- aði í rúmið mitt og sofnaði fljótt vært. Á sunnudagsmorguninn áður en fullbjart var orðið, vaknaði ég við- það, að Páll, húsbóndi minn, ýt'ti við mér og bað mig að klæðast í snatri. „Það er kominn þreifandi dimmur bylur og mig langar til, að við reyn- um að reka saman það, sem til næst af fénu‘\ sagði hann. Við bjuggum okkur í snatri út í bylinn. Stefán vinnumaður var sendur inn norðan við Múlann og átti að smala því fé heim, er hann fyndi, en við Páll fór- um inn sunnan við hann (Múlann). Þá var orðinn snarpur stormur, þreif andi dimm hriðin og ótrúlega þykkir skaflar í dældum og giljum, þegar litið er á það, hvað stutt var frá því að fór að snjóa. Við gengum inn fjallshlíðina fyrir ofan Stekkinn og beindum þeim kindum, er við urðum varir við, heim að Stekknum, en snerum svo við út á Stekkinn, er við vorum komnir inn að Stórabotai, sem er nokkurn spöl innan við Stekk húsin, en uppi í fjallinu. Kindurnar, er við fundum í þessari gönguför, voru nær 30 en 40 að tölu. Er við höfðum hýst kindur þessar, héldum við upp Stekkjarhraunið upp að Stórabotni. Þá var stormurinn lítt st'æður í þotunum, en dvínaði ög á milli þeirra. Snjóhríðarmyrkrið var ódæma mikið. Eg gekk ögn ofar en Páll í hlíðinni frá Stórabotni inn að Þrímelum, og hann sagði mér að vera alltaf kallandi, svo að hann vissi um ferð mína. Stormurinn stóð skáhallt utan og ofan úr Melunum. Þetta var því nokkuð vel undan hríð að halda. Við fundumst afl'ur við Þrímelana. Enga kind höfðum við þá fundið. Ætluðum við svo áfram inn hlíðina, en fundum, stutt innan við efstu Þrímelana, slóð, er okkur virtist vera eftir allmargar kindur. Við rökt um þessa slóð fram og niður hlíðina og allt fram og niður að Múlaá, þar sem áin beygir til austurs, áður en hún myndar Borgarnesið. Þarna er, eða var a. m. k. þá, árbakkinn hár, en slóðin lá beint fram á bakk- ann í ána. Slóð þessi var sums stað- ar allbreið, og má af því ætla, að þarna hafi verið á ferð 50 kindur eða nokkru fleiri, jafnvel allt að 70. Við skyggndumst fram af árbakkan- um, hvort við sæjum nokkuð í ánni, en Páll t'ók brátt í öxlina á mér og sagði: „Hér getum við ekkert gert“. Þarna hefur meginhluti af kvíaán- um farið í ána, álít ég; á þessum slóð um héldu þær sig, en eftir ve ' vantaði hlutfallslega meira af þeirn en öðrum tegundum sauð'fjárins, og aldr- ei fundust neinar líkur þeirra. Þarna á árbakkanum var enn veðurnæmara og jafnhvassara en uppi í hlíðinni. Hópur þessi hefur því ekki fengið viðnám og því hrakið fram af bakk- anum. Við héldum svo upp í hlíðina og æt'luðum að leita inn hana, en vor- um stutt komnir, er við heyrðum hó og hundgá og rákumst brátt á þá Sigurð og Sigurjón frá Borg, sem fundið höfðu á þessum slóð- um nokkrar kindur. Við slógum þá í að smala með þeim inn hlíðina að Borg, og voru það allt að 70 kindur, er við komum í hús á Borg í rökkurbyrjun. í slíku veðri, er þarna var, var ekkert vit að halda út að Þingmúla í náttmyrkri móti hríð og miklum stormi, ákváðum við því að gista á Borg yfir nóttina. — Daginn eftir mánudaginn 5. október, var veðrið sízt betra. Það var verra, að minnsta kosti að því, að snjórinn var orðinn ótaúlega mikill og dimman var raun ar meiri, þar sem hvergi sá til jarð ar, svo að við héldum kyrru fyrir á Borg þennan dag. Má nærri geta. ” Páll hefði haldið heim, ef kleift hefði verið, meðal annars vegna þess, að í Þingmúla var alveg mjólkurlaust, en barn þar á fyrsta ári, og fleiri hægt að fá mjólk. Helzt minnir mig, að fénu, sem við hýstum á Borg kvöldið áður, væri ekki gefið hey þennan dag. Það þótti ekki fært milli húsa. þátt stutt væri. Á þriðjudagsmorguninn (6. októ- ber) var stormur fremur lítill, en snjókoma mikil, við lögðum þá heim á leið um fullbirtu. Það var klofó- færð. Utan við Þrímelana rákumst við á eina kind, þannig, að fæturnir á henni stóðu upp úr snjónum — ann- að ekki. Við drógum hana út á Stekk- inn. Þetta tafði för okkar mjög. Ærin var dösuð og því ófært að skilja við hana úti x fönninni. Þar gáfum við hey kindum þeim, er við hýstum þar á sunnúdagsmorguninn. — En er við komum út úr húsinu frá að gefa kind unum, kom Stefán vinnumaður að heiman. Yar hann þá þar kofflinn til þess að leita okkar. Er heim var kom- ið, var farið að skyggja. Á því sést, hvað langan t'íma það tók okkur að Framhald á 884. slöu. 872 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.