Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1963, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1963, Blaðsíða 4
Jóhannes Davíðsson í Hjarðardal Sjómaður og bóndi — með þessum orðum mætti ein- kenna flesta íslenzka bændur á Suðurlandi, Suðvesturlandi og Vestfjörðum til skamms tíma. Allt fram á síðustu áratugi, var það algengt, að hver vinnu- fær karlmaður, svo að segja, sem á einhvern hátt að heiman komst, sótti sjó langan eða skamman tíma úr árinu, annaðhvort á ára- bátum á vor-, haust- og vetrar- vertíðum eð.i sem dráttarmaður á fiskiskútum og litlum vélbát- um, eftir að þeir komu til sögunn- ar — já, jafnvel á togurum, og þó einkum þar á beztu þroskaár- unum, áður en menn sneru sér að aðallifsstarfinu, búskapnum, fyrir alvöru. Það má nú segja, að þetta horfi nú nok'kuð ankannalega við, og að betra hefði bændaefnunum verið að sækja fleiri en gert hafa búnaðar- skóla til þess að búa sig undir ævi- starfið. Það ei að vísu rétt, en samt er það nú svo, að það að vera skútu- karl, háseti á vélbáti, að ég ekiki tali um togara, er nú hreint ekki svo slakur undirbuningsskóli undir marg- háttað ævistaif á þurru landi, enda er reynslan sú, að margir af okkar svokölluðu fovgöngumönnum á mörg- um sviðum þjóðfélagsins sóttu á þess háttar skóla aukinn manndóm, eflingu atorku sinnar og brýningu viljans til dugnaðar og dáða og hafa skilað ótrú- lega miklu og giftudrjúgu ævistarfi. Já, svo athygúsverðu, að sumir þeirra sem sérstaklega notið hafa sérfræði- undirbúnings, mega gá að sér. Með þessu ei ég þó ekki að gera lítið úr sérf"tðinámi til undirbún- ings lífsstarfinu Þvert á móti verður slíkt, mér liggur við að segja, óum- flýjanlegt. eins og nú standa sakir, vegna þess að iíf og störf manna eru orðin margbrotm, og sérgreining vex. Vandamálin eru margþætt, sem úr- lausnar krefjast, svo að við liggur, að vísindalega þekkingu þurfi til svo ótal margs nú orðið, sem áður virt- ist auðvelt. En það er annað, sem gefa þarf gaum að. Nú er farið að tala um stofu lærdóm og stofumenntaða menn, seim þrátt fyrir áratuga nám og mikla þekkingu eru einhvern veginn utan við hið raunverulega starfslíf og þeirra utanaðlærðu formúlur gagnast ekki einhvern veginn ævinlega, eins og ætlazt er til. Eg held, að það sé varhugaverð leið, sem við ætlum iangskólamönnum okk- ar að ganga. Börnin eru sett í skóla um sjö ára aldur, og þessir menn sitja óslifið á skólabekk fram undir þrítugsaldur, sumir hverjir án þess að hafa nokkurn tíma dyfið hendi í kalt vatn eða unnið sér brauð i sveita andUtis síns Eg held, að nokkrar vertíðir á véibáti eða togara eða misseri við bústörf séu nauðsynleg til undirbúnings undir ævistarfið, jafnvel hvert sem það er. Eg vil ekki láta þess getið, að I nágrannasveu minni voru fjórir bændur. er allir voru skipstjóralærð'ir og voru skip.-tjórar á fiskiskútum á yngri árum *;'um og fram eftir bú- skaparárunuin, og eru þrír þeirra lif- andi enn. Þ'i'r voru allir í röð betri bænda og áhugasamari og stórvirkir í búskap sinur, í umbóta- og framtara legu tilliti. Bóndinn og sjómaðurinn, sem ég ætla að ræða um í þessari grein, heitir Steinþór Guðmundsson og býr 1 Lambadal ytri í Dýrafirði. Foreldr- ar hans voru Guðmundur Jónsson og Guðrún Guðmundsdóttir, er bjuggu á Næfranesi og í Lambadal innri og síðast á Lambadal ytri. Steinþór tók við búi af föður sín- um 1930, kvæntist Sigríði Bjarna- dóttur, héðan úr sveit, mestu dugn- aðar- og ágætiskonu. Á jörð þeirra hefur gerzt sama sagan og á fjölda annarra, jafnvel flestra bújarða á ís- landi á síðustu 30 árum. Búið er að j6hannes davíðsson rækta stórt tún úr kargaþýfi, byggja yfir fólk og fénað úr steinsteypu í stað þægindalausra og mjög lélegra torfkumbalda, sem nokkuð verður lýst nánar síðar. Þetta er sannarlega frásagnarvert afrek einyrkja, efna- lausra manna, því að ekki spann Steinþór gull á sjónnennskuárum sín- um, svo að hann gæti byrjað búskap- inn með fullar hendur fjár. Til þess að svo var ekki, lágu þau atvik, sem hér koma fram í frásögninni. Bæði þurft'i hann að hjálpa foreldrum sín- um og svo er sjórinn stundum mis- gjöfull, því að ekki var því til að dreifa, að óregla eða persónuleg eyðslusemi hans væri þar að verki — öðru nær. Á uppvaxtarárum vestfirzkra ung- linga um og eftir síðustu aldamót var það nærri daglegur viðburður, sem blasti við augum uppvaxandi unglinganna, aff glæstur og rennileg- ar fiskiskútur með fannhvítum segl- um sigldu inn eftir fjörðunum til þess að losa aflann og sækja vistir, og hröðuðu sér síðan út á hið bless- aða gjöfula haf aftur til veiðifangs. En á þessum skútum áttu þá fiestir unglingarnir feður og frændur eða kunningja, þar eð búskapnum var þá svo háttað, að búin voru þess alls 892 T t M I N N — SIINNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.