Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1963, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1963, Blaðsíða 16
(Myrica Gale) rétt ofan öskulagsins G. Rétt fyrir 1500 fjölgar mjög frjó- um af kattartungu, brjóstagrasi og fcörfublómum, en um það leyti hafa holtin umhverfis Borgarmýri líklega verið orðin nær örfoka. í dálkinum K er sýnd tala erlendra frjókorna af furu, greni, elri og hesli, en þau munu hafa borirt yfir hafið með loftstraumum. Eftirtektarvert er, að fjöldi þessara erl. frjókorna er mun meiri í Skálholti en í Borgar- mýri. og einnig, að þau verða mun sjaldgæfari eftir landnám en fyrir Þetta gæti bent til skógeyðingar í nágrannalöndunum austan hafs. í dálkinum F er sýnt hlutfall gróa miðað við heildartölu frjókorna. Burknum fækkar alla jafna. er skóg- urinn hverfur Aftur á móti fjölggr gróum af mosajafna og jöfnum eftir landnám. Einnig er hámark svarð- mosagróa á mýraskeiðinu við ösku- lagið K mjög greinilegt. Niðurstöður frjórannsóknanna um landnáiniö f þann tíð var ísland viði vaxið á milli fjalls og fjöru, segir í íslend- ingabók Ara fróða Þorgilssonar. Þess var áður getið að 3000—1500 árum fyrir unphaf íslandsbyggðar, þ. e. á tímabittnu 4000—2500 fyrir okkar daga, hafi nær helmingur landsins verið vaxinn birkiskógi eða kjarri, enda veð irfa'' aldrei verið betra hér á landi frá því fvrir síðustu ísöld jökultímans. Fyrir 2500 árum fer Íoftslag heldui að versna: lofthiti fer lækkandi og úrkoma eykst. Skógur- inn hraktist smám saman úr mýrun- um. en i hais stað komu þar gul- hvítar breiður mjaðjurta og dumb- rauðir flákar engjarósa. en þurrlendi hefur verið skóg’ vaxið. Með ám og lækjum hafa vaxið gróskumikil hvann stóð Birkiskói’urinn hefur staðið höll- um fæti, er h-ndr.áir hófst. Frjólínuritin bera með sér, að birkiskóginum hefur tekið að hraka fljótlega eftir ;,ð landnám hófst, enda varð landið alnumið á 60 árum. Sum héruð, svo sem Húnavatnssýsla og Skagafjöröur mur.u hafa orðið skóg- laus þegar snemma á öldum. Orsakir þessarar miklu og skjótu skógeyðing- ar munu vera ýmsar, en þessar þó helztar. Allt frá landnámstíð og lengi síðan var höeevinn mikill skógviður til kolagerðar Til rauðablásturs þurfti mikinn við, en meginhluti þess járns. sem til smíða fór, mun hafa verið unninn úr mýraiauða fram á 15. öld a. m. k. Einnig var allt fram á 19. öld gert til kola vegna smíða svo og til der.gingar ljáa. Bezti við- urinn mun hafa verið notaður til trésmíða op húsagerðar. enda þótt innflutt timbnr hafi verið notað til hinna stærri húsa. Þá hefur einnig mikill skógur verið höggvinn til eldi- viðar. enda þótt tað og mór hafi ver- ið notað sambljða viðnum til þessara hluta. Skógarhöggið hefur vafalaust verið vægðarlaust. Skógurinn hefur verið felldur á stórum svæðum, enda er viðarmaga lítið á hektara í ís- lenzku skóglendi. Þá er að geta áhrifa beitarinnar. Sauðfjárrækt hefur löng- um verið stunduð sem rányrkja. Eink- um hefur vetrarbeitin komið hart niður á skóg num. og þar sem skóg- urinn hatði verið höggvinn, sá bú- peningur u:n það að hann ætti ekki afturkvæmt. Þá er bess að geta, að víða finnast í jarðvegssmðum í nágrenni bæja og eyðibýla þunr viðarkolalög frá upp- hafi byggðar (Sigurður Þórarinsson 1944). Þessi viðarkolalög benda til þess. að landnámsmenn hafi brennt skóg eða kjarr í kringum bæi. Land- námsmönnum hefur verið ósárt um skóginn, enda átt honum að venjast úr heimkynnunum, þar sem myrkur furuskógurinn var þrándur í götu við alla jarðrækt. Sviðningsræktunin hef- ur verið mar. vænlegri hér á landi á frjósömum fokjarðvegi en á súrum barrskógajarð’'egi vestanfjalls í Nor- egi. Á laufskógasvæðum Danmerkur og Svíþióðar var Stunduð skipti-sviðn- ingsrækt allt lrá yngri steinöld. Land- ið var sviðið, og í volga öskuna var sáð korni, sem náði mun fyrr þroska en korn, sem sáð var í venjulega akurjörð. Korn var síðan ræktað í sviðnu skákurum unz næringarefni jarðvegsins ’oru á þrotum, þá var akurinn 'átinn hyljast skógi og svið inn að nýju, er skógurinn hafði náð sér. Hér á landi hefur skógsviðning aðeins farið fram einu sinni á hverj- um stað og við það fengizt ræktar- og beitilönd, en vel má vera, að sinu- brenna hafi sums staðar komið í stað sviðningar, en tæplega þó með sama árangri. Við sviðningu eða sinu- brennslu hefur lyng og víðir látið á sjá, en þó er iiklegra, að vetrarbeit- in hafi einirum valdið því, hversu jurtum bessara ætta fækkað'i eftir landnámið. Að öllu þessu athuguðu er aug- Ijóst, að birkiskógurinn, sem huldi helming landsins fyrir 2500 árum og líklega rúman fjórðung í upphafi ís- landsbyggðar, hafi á fáum öldum, jafn. vel fáum áratugum, látið mjög á sjá sökutn gegndarlauss ágangs manna og búpenings enda hefur loftslagið lagzt á sömu sveifina. Má því segja, að orð Ara- fróða séu sannari en al- mennt er talið Auk þess má geta, að við athug- anir í mýrum má víða sjá, að ösku- lög fallin fyri/ landnám eru bein og óslitin. Öðru máli gegnir um öskulög, sem til eru crðin við gos á söguleg- um tíma. Þau eru víða bogin eða slitrótt. Þetta bendir til þess, að þúfnamyndunar í mýrum gæti ekki að ráði fyrr en á sögulegum tíma. Ástæður íyrir þúfnamynduninni geta verið ýmsar. En helzt má ætla, að hún hafi færz' í vöxt vegna versn- andi loftslags eða vegna skógeyðing- ar. í skóglausu landi flyzt snjór í skafla. en á milli er snjólaus jörð, og gætir þv; verkana frostsins þar meir. Annar meginþáttur gróðurfars- breytingarinnar. sem varð við land- námið, er hin mikla aukning gras- frjós. Grasfrjói fjölgar álíka mikið og birkifrjói fækkar. Þessi geysilega auking grasfrjóa gæti verið með tvennu móti blkomin. Þegar skógur- inn var högpvinn eða ruddur, hafa grastegundir þær, sem þar uxu, feng- ið aukið landrými og bætt vaxtar- .skilyrði og þv: breiðzt út. Að auki er líklegt, að landnámsmenn hafi bein- línis sáð grasfræi. þ. e. flutt með sér nýjar grastegundir hingað til lands. En erfitt mur verða að fá úr því skorið, hvort svo hafi verið, enda munu grastegundir þær, sem þeir fluttu með se- viljandi sem grasfræ eða óviljandi í moði, fljótlega hafa dreifzt út t. d. með búpeningi og því löngu orðnar fullgildir borgarar hins íslenzka gróðursamfélags. 1100 ár eru flestum jurtum nægjanleg til að öðlazt borgararétt, ef þær á ann- að borð gátu þrifizt. En vel gæti verið, að hvort tveggja sé. að sumar grastegundir fcafi flutzt hingað með mönnum og rðrar fengið betri vaxt- arskilyrði, þegar skógurinn eyddist. Uppblástur mun hafa hafizt víða um land snemma á öldum (sbr. Sig- urð Þórarinsson 1961). Orsaka upp- blástursins mun m. a. vera að leita í hinni öru gr-óðurfarsbreytingu, sem varð með tilkcmu mannsins, er skóg urinn varð að víkja fvrir graslendinu. Við snjóleys ngu í skóglendi seytlar leysingavatnið að miklu leyti niður í jarðveginn Hins vegar má gera ráð fyrir, að við snjóleysingu á hall- andi graslendi renni mestur hluti leys- ingavatnsins skjótt burtu á vfirborði og grafi farvegi í jarðvegsþekjuna. Út frá bökkum þessara farvega hefst síðan uppblástur. sem getur orðið allör nema þar sem birki- eða víði- rætur binda jarðveginn. Áfokið veld- ur síðan jarðvegsþykknun. en hún auðveldar virdinum eyðileggingar- starfið Uppblásturinn hefur sums staðar, bæði i byggð og á öræfum, ekki eingöngu feykt burtu þurrlend- isjarðvegi, heldur hafa mýrar einnig blásið upp. Öskugos hafa og valdið uppblæstri. Má þar til nefna, að Heklu gosin 1104 og 1693 eiga nokkra sök á uppblæstri á afréttum Árnesinga. En vafasamt er að gosaskan hefði valdið slíku tjóni á skógivöxnu landi. Þess var áður getið. að greina mætti sundur annars vegar frjókorn haga- og túngrasa og hins vegar kornteg- unda. Þó er sá ljóður á, að melgresi og bygg haf? svo lík frjókorn, að þau 904 T f M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.