Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1963, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1963, Blaðsíða 22
Sagan af Sesselju Framhald ;f 391. síSu. og félagar hans vitjuðu aftur byggða — komið fram í þrett- á'ndu viku sumars. En húsfreyj- an á Jökli sýtti það ekki — hún var himinglöð að unnum sigri. Húsbændurnir á hinum bæjunum, sem misstu vinnu gildra manna í heiia viku, hafa sjálfsagt ekki heldur tal.ið sitt framlag eftir. Og sánkti Pétri — honum hefur varla verið unnið þægara verk frá þeim dögum, er langferðamenn bændu sig við steinaltarið á fjallsbrún- inni, þótt hvergi sé það skrifað, að aumingja karlinn hafi verið hestamaður. Sesselja hafði frá öndverðu hugsað sér, að sæluhúsið yrði minnisvarði um Grána hennar, reiðhestinn góða og trausta, og Gráni var kofinn líka nefndur. Og sannarlega þjónaði hann því hlut- verki, sem honum var ætlað. Þar hafa bæði hraktír menn og hestar oft noti'ð skjóls. Og vonandi stend- ur Gráni enn á bakka Geldingsár, bjóðandi ctorminum byrginn, en þeim at'hvarf, er þangað koma í haustmyrkri og misjöfnum veðr- um. Sesselja á Jökli bjó í lágum bæ í kreppu hárra fjalla. Við augum hennar blöstu gráar skriður og berar flesjur, á hvorn veginn sem l'itið var af bæjarhlaði hennar. En hún átti hug, sem lyfti sér yfir fjalláþröngina, og í hennar eigin hugskoti voru gróðurlendur, sem hún varði skriðuföllum. Kofinn hennar við Geldingsá er sómastrik í reikningi lífs hennar. Það ætti að höggva nafn hennar í hina myndarlegu steina, sem Jón, son- ur hennar, og félagar hans lögðu í hleðslu þarna inni í fjöllunum. En mest væri þó um vert, ef svip- að hugarfar væri höggvið djúpt í sem flesta menn. (Helztu heimildir: Ferðir, blað Ferðafél'ags Akureyrar; Eimreiðin (Yfir Vatnahjalla og Sprengisand eftir Gunnlaug Einarsson lækni; sóknarmannatal og prestsþjón- ustubók Saurbæjar, frásögn Jóns Vigfússonar á Arnarstöðum). Steinþór í Lambadal Framhald af 896. síðu. sjóinn, enda hefur einyrkjabændum aldrei hentað það. Hann hefur ævin- lega tekið daginn snemma og ekki dæmalaust, að hann væri kominn út til sláttar með orf 'sitt og ijá um óttu- skeið, svo að honum notaðist nætur- döggin. Þá hefur hann og margan morg- uninn og margt kvöldið hrundið fram báti sínum og rennt fyrir fisk í fjörð- inn og oft verið kominn að landi með góðan feng, þegar aðrir risu úr rekkju sinni. Þau hjón eru framúrskarandi gest- risin og. góð heim að sækja. Bömin eru fimm, eitt í æsku, en fjögur full- tíða, öll' mannvænleg, dugleg og vel látin. Þau hjónin eiga því miður við þrálátan heilsubrest að etja, en vinna samt meðan kraftar leyfa, því að til eru menn á íslandi enn, sem geta tekið undir með Gunnlaugi orms- tungu: — Eigi skal haltur ganga, meðan báðir fætur eru jafnlangir. TALISMANSLYSIÐ — Framhald af_899. sí<5u. ir að Flateyr* af sóknarprestínum þar. síra Pái. Stephensen. Varpaði ég líka nokkru'r crðum að gröf þess- ara gömlu '/'•■■■< og söng yfir þeim útfararsálma ' Þeir, sem at komust, voru þessir: Arinbjörn Án'ason, Einar Guðbjarts- son (hann komst tíl Kálfeyrar), Jakob Einarss,.r og Jóhann Sigvalda- son, — allt vaskii menn á bezta aldri, Eru þ ’ó Arinbjörn og Jakob enn á lífi, beyar þetta er skráð, og sendi ég þem’ ágætu drengjum ein- læga kveðju mína. EFTIRMAL5 Mikið var rrcti um þetta hörmulega slys á sinni fíð, og hefur það ærið oft verið mé. í hug síðan. Mig hafði líka dreymt ' hí gnanlega draum, sem ég var há1fhra:ddur við. en þótti nú sem fram hefih komið. Og svo voru það hinar diilrrfullu tilviljanir, eða hvað sem það ó að heita, er urðu til þess, að a!lt fói sem fór. HefSu þei. aldrei séð vitaljósið, er meir en ■ i-íasamt, að þeir hefðu farið í þá átt á landi, sem þeir fóru. Hefði vélin okk’ farið í gang á föstu- dagskvöldið. e- hugsanlegt, að lagzt hefði verið vif. stjóra og beðið birtu. Og kannski iiefðu þeir gert það, þótt vélin færi í gang. ef vitaljósið hefði e'kki etr.s og eggjað þá á að kcoiast inn fyrir Ritinn og inn á Að- alvík. Má þvi segja, að vitaljósið hafi ráðið miklum örlögum. Hefðí Hinrik Guðmundsson fundið allt sitt fé á föstudagskvöldið, sem hann raunar aldrei skildi hverju sætti, hefði hann ekkert erindi átt út á Klofning þennan morg- un. Og hefðu þeir Páll og Kristján ekki snúið *rá heiðinni, eða vegna þess farið afíur til Flateyrar, sem eðlilegt mátti kalla, hefði enginn vit- að um slysið þennan dag og senni- lega enginn komizt lífs af. Og að lokem má kalla það undar- lega tilviljun að lík Benedikts Jóns- sonar fannst þá fyrst, er öruggt var, að það kæmist til Flateyrar, og við fyndumst þar. Já, hefði . . . hefði . . . Eru ekki allar slíkar bollaleggingar einber barnaskapurV . Feí- ekki allt ,,eins og það fer“? Má nokkur sköpum renna? í marz 1962 Lausn 79ra krossgáty í FERÐASÖGU, sem birtist í Sunnu- dagsblaði Tímans 25. ágúst í sumar, fór ég skakkt með vísu eftir Pétur Jónsson í Reynihlíð. Hér birtist vísan rétt: Stefnir á Tumba flokkur fríður fimra rumbudansara, þar sem umbun okkar bíður, yljað sumbl í Glansara. Á. J. 910 TtMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.