Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1963, Blaðsíða 20
stöður frjórannsóknanna til þess, að
Skálholt hafi byggzt, áður en byggð
áófst í Gufunesi, við Borgatmýri eða
i Þjórsárdal, en tímamunur þarf ekki
fð vera mikill. Landnámið í Skálholti
er elzta iandnám, sem enn hefur
Eundizt við frjórannsóknir, en þær
eru ekki nógu ýtarlegar til að draga
af þeim endanlegar ályktanir um af-
stöðu öskulagsins til landnámsins
eða til að tímasetja upphaf bygg'ðar
í Skálholti.
Nafnið „Skálaholt" gæti bent til
þess, að þegar Teitur reisir bæ þar,
hafi verið skáli fyrir og ræktun, en
Teitur hafi keypt eða stökkt burtu
fyrri ábúendum. Teitur byggir varla
fyrr í Skálholti en eftir 920, en ösku-
fallið G er líklega fallið fyrr á land-
námsöld. Þá gæti verið, að frásagnir
hinna yngri sagna væru að einhverju
leyti sannar, að Teitur byggi í Skál-
holti, en hafi síðar búið í Höfða og
Gizur tekið þar við búi eftir hann,
áður en hann næði aftur undir sig
Skálholti! Eign gat skipzt við erfðir.
Skal þetta ekki rætt nánar, enda
ekki komin öll kurl til grafar.
ísleifur Gizurarson tók biskups-
vígslu í Brimum, og sat að stóli í
Skálholti 1056—80. Skálholt var síðan
í rúmar 7 aldir mannflestur staður á
íslandi. ísleifnr hafði stundað nám
í Herfurðu í Vestfalen og hefur þá
auk bóklegra fræða kynnzt ræktun
ýmissa nytjajurta og ef til vill reynt
ræktun þeirra í Skálholti. Áðan var
getið um línfrjó, sem fannst rétt
undir öskudreifinni frá Heklugosinu
1104. Vel má ætla, að ísleifur biskup
eða sonur hans Gizur (f. 1042, bisk-
up 1082—1118), er naut menntunar
í Saxlandi, hafi stundað línyrkju í
Skálholti. í þeirra tíð hafa og vaxið
þar garðabrúða og malurt. Kornyrkja
virðist hafa verið stunduð í Skálholti
frá því skömmu eftir að byggð hefst
þar, en varð mest á áratugunum eftir
1104, á efri dögum Gizurar biskups
eða í tíð næstu biskupa.
Þegar frá á 14. eða 15. öld kemur,
leggst kornyrkja af í Skálholti, en
búskaparhættir virðast að öðru leyti
óbreyttir. Þeir breytast ekki fyrr en á
síðari hluta 17. aldar.
Skömmu fyrir Heklugosið 1693
fjölgar grasfrjói skyndilega í Skál-
holti, og frjókorna af kornstærð fer
að gæta að nýju. Er líklegt, að hér
gæti áhrifa Gísla Magaússonar, Vísa-
Gisla. Hann er fæddur að Munka-
þverá 1621. 1652 fer hann til Hol-
lands og dvelst þar við nám í 4 ár
og kynnist garðyrkju. Þegar heim
kemur, hefur hann garðyrkjutilraun-
ir, fyrst að Munkaþverá og síðar að
Hlíðarenda, en þar bjó hann 1653—
1687, unz hann fluttist að Skálholti
til dóttur sinnar Guðríðar, konu Þórð-
ar Þorlákssonar biskups (1674—1697),
og var þar til dauðadags 1696. Garð-
yrkjutilraunir Gísla á Hliðarenda eru
víðfrægar. Um 1670 mun hann m. a.
hafa raiktað þarbygg, hör (lín),hamp
og kúmen. Kúmen vex nú víða vel
um Suðurland, en það mun vera kom-
ið úr jurtagarði Vísa-Gísla. Björn,
son sinn, sem þá var í Kaupmanna-
höfn, biður Gísli þetta sama ár að
senda sér fræ af furu, greni, eik,
beyki, hör og hampi svo og „pottetes
þær engelsku” (kartöflur) eða þeirra
fræ. Ekki mun Gísli hafa fengið kart-
öflur, enda ræktun þeirra ekki hafin
í Danmörku um það leyti. Þetta var
nær 90 árum áður en Björn í Sauð
lauksdal tók upp kartöflurækt.
Þegar Vísi-Gísli kom í Skálholt,
mun hann þegar hafa tekið til við
garðrækt og látið gera jurtagarð þar.
í Ferðabók Eggerts og Bjarna (Rvk.
1943, II, 247) er þess getið, að kál
hafi verið ræktað í Skálholti í a.m.k.
70 ár (ritað 1756), þ.e. frá dögum
Gísla, og líklega hefur hann ræktað
þar fleiri nytjajurtir. Því má ætla,
að hin mikla aukning grasfrjós svo
og tilkoma kornfrjós bendi til áhrifa
eða framkvæmda Gísla og að hann
hafi staðið fyrir túnræktun þar á
staðnum. Þessarar túnræktar gætir
alla 18. öldina í Skálholti. Þegar fram
á 19. öld kemur, smáminnkar rækt-
aða landið, en illgresi færist í vöxt.
Gísli Magnússon var brautryðjandi á
sviði jarðræktar. Ræktunartilraunir
færðust mjög í vöxt eftir hans daga
hér á landi og hefur verið haldið á-
fram síðan.
Þegar frjórannsóknir voru gerðar
í Borgarmýri, var mér ókunnugt, að
þar í nándinni hefði staðið bær, en
frjólínuritin sýndu, að svo hlyti að
hafa verið. Þar komu í ljós ýmis frjó-
korn ræktaðra jurta, en næstu byggð-
ir bæir eru allfjarri; að sunnan Ár-
bær og Ártún, en að norðan Grafar-
holt og Keldur.
í Jarðabók Árna Magnússonar og
Páls Vídalíns (Kbh. 1923—24, III,
296) segir svo, þegar lokið er lýsingu
Grafarkots í Mosfellssveit, er síðar
var lagt undir Gröf, núverandi Graf-
arholt: „Oddageirsnes, forn eyðijörð
og hefur í auðn verið fram yfir allra
þeirra manna minni, sem nú eru
l'ífi. Dýrleikann veit og enginn mað-
ur. Eigandinn er kóngl. Majestat.
Landsskuld engin og hefur aldrei
verið í manna minni, en grasnautn
til beitar og slægna brúka nú bæði
Grafar ábúendur og Árbæjar; meina
imenn ómögulegt aftur að byggja
fyrir því, að tún öll, sem að fornu
verið hafa, eru uppblásin og komin í
mosa, en engi mjög lítið og land-
þröng mikil.“
Engar aðrar heimildir eru til um
eyðibýli þetta, svo að mér sé kunnugt.
Líklega hefur bærinn staðið upp i
holtinu vestan Borgarmýrar, þar eru
nú leifar gamalla fjárborga. Sam-
kvæmt frjórannsóknunum, hefur
Oddageii'Shes byggzt á 10. öld. Fyrstu
ábúendur virðast hafa verið búhöld-
ar góðir, og auk túnræktar hafa þeir
ræktað malurt og mjaðarlyng. Eins
og víðar hefur illgresi innreið sína
með byggðinni. Kornyrkja hefur ekki
verið stunduð að neinu ráði í Odda-
geirsnesi.
í þétthýlinu á Innnesjum hefur
snemma farið að gæta uppblásturs.
Fyrir lok 15. aldar er Oddageirsnes
farið í eyði. Eftir 1500 dregur mjög
úr uppblæstri í nágrenni Borgarmýr-
ar, eins og lesa má af niðurstöðum
móglæðingarinnar, enda flest holt í
nándinni þá örfoka. Upphlásturinn
hefur skilið eftir nakta jökulurð, þar
sem tún og hagi voru áður. Harð-
gerðar og 'nægjusamar grastegundir,
svo og brjóstagras og kattartunga,
hafa síðar tekið sér bólfestu á ör-
foka landinu. í dag er stórgrýtta holt-
ið að gróa upp að nýju, þar sem áður
stóð bærinn að Oddageirsnesi.
Um búskaparhætti í Oddageirsnesi
eru sem sagt engar heimildir til
nema þær, sem jurtirnar sjálfar
skráðu með frjókornum í mýrina við
túnfótínn. Eitthvað svipuð þessu mun
saga hundraða annarra eyðibýla hér
á landi vera. Um ábúendur vitum
við ekkert, en all’ir hafa þeir orðið
að hætta búskapnum, þegar vindur-
inn tók að sverfa að túnunum og
feykja burt jarðveginum.
Hér hafa verið gerð skil nokkrum
þáttum þeirrar sögu, sem frjóregnið
hefur skráð í íslenzkar mómýrar á
liðnum árþúsundum. Frjórannsólcn-
irnar sýna, að skipta má þessari sögu
í fjögur skeið. Á fyrsta skeiðinu vant-
ar hirki um suðurhluta landsins, en
það hefur líklega vaxið norðan lands
á þessu skeiði. Fyrir um 9000 árum
breiðist birki ört út og meginhluti
alls láglendis klæðist skógi (birki-
skeiðið fyrra). Á milli birkiskeiðsins
fyrra og þess síðara, sem hefst fyrir
5000 árum og lýkur með landnámi,
var úrkomusamt tímabil, mýra- eða
svarðmosaskeiðið. Loftslag á birki-
skeiðunum var hlýtt og þurrt. Sumur
hafa verið lengri og meðalhiti ársins
líklega 2—3° C hærri en síðustu ára-
tugina. Fyrir 2500 árum tók loftslag
að versna og varð verst á 19. öld.
Síðan á landnámsöld hafa orðið
miklar breytingar á gróðurfari hér á
iandi fyrir áhrif mannsins og líklega
einnig af völdum loftslags. Birkiskóg-
inum var eytt að mestu á fáum öld-
um. Þegar skógurinn eyddist, hefur
graslendi orðið ríkjandi, en það blás-
ið upp að miklu leyti. Með landnáms-
mönnum og síðar hefur borizt hingag
fjöldi jurta, ýmist nytjajurtir svo
sem túngrös, bygg, lín, malurt, mjað-
arlyng eða illgresi, sem setja mörk
908
T f M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ