Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1963, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1963, Blaðsíða 12
"Þessi nýstárlega ritgerð birtist í Sögu, tímarití Sögufélagsins, og er endurprentuð hér með samþykki ritstjóra þess og forseta félags- ins. Hér er cjreint frá niðurstöðum svo gagnmerkrar rannsóknar, að ekki þótti áhorfsmál að þiggja það með þökkum, er blaðið áttl kost á því að birta ritgerðina. frjókorn jurtaætta eða jafnvel teg- unda frábrugðin að gerð og lögun. Ftrjókom hinna vindfrævuðu jurta berast síðan með vindi, og flest þeirra falla t'l jarðar án þess að fá lokið ætlunarverki sínu, þ. e. að berast yfir á fræni jurtar af sömu tegund og frjóvga eggfrumuna. Sá hluti frjó- mætti afla heimöda um gróðurfar liðinna árþúsunda eða jafnvel ármillj óna jarðsögunnar. Ekki skiptu menn sér lengi vel af hundraðshjutföllum frjókornanna, heldur greindu þau að- eins til jurtategunda eða ætta. Það var ekki fyrr en á móti norrænna náttúrufræðinga i Osló árið 15)16, að í grein þessari verður reynt að gera nokkur skil þeirri sögu, sem frjóregnið hefur skráð í ís- lenzkar momýrar öldum og ár- þúsundum saman, og getið helztu oreyí'nga á gróðurfari af völdum lottslags og síðar bú- setu á íslandi. Inn í þessa sögu fléttast þættir úr ræktunar-, at- vinnu- og menningarsögu þjóðar- innar. Einkum verður stuðzt við frjólínunt frá Skálholti og úr Borgarmýri við Reykjavík. Ár hvert dreifa jurtir ógrynnum af smásæju frjódufti, einkum er frjó- framleiðsla hina vindfrævuðu jurta mikil. Hér á landi ber einkum að nefna blómsmáar jurtir, svo sem birki, grös og starir sem mikil- virka frjóframleiðendur. Frjókorn- in eru mjög smá eða aðeins 1/100— 1/10 mm að stærð, og er stærð þeirra nokkuð mismunandi eftir tegundun. um. Frjókorn birkis eru, svo dæmi sé nefnt, aðeins 1/50—1/40 mm að stærð. En auk stærðarmismunar eru regnsins, sem fellur í þurran jarðveg, eyðileggst fyrr eða síðar fyrir áhrif súrefnis loftsins, en sá hluti, sem fellur í mýrar, tjarnir eða vötn, geym- ist þar um aldur og ævi. Ár eftir ár, öld eftir öld, falla jurtir og visna. Jurtaleifarnar mynda síðan með tímanum mó, þar sem jarð- vatnsstaðan leyfir. En það eru ekki eingöngu frjókorn vindfrævaðra jurta, sem lenda í mómýrunum og varðveit- ast þar, heldur skila einnig skordýra- frævaðar jurtir, sem vaxa í mýrun- um eða í nágrenni þeirra, nokkrum hluta frjóframleiðslu sinnar í lífrænt set mýranna. Frjóhlutfallið á hverju árslagi mósins samsvarar nokkurn veginn gróðrinum, sem óx í mýrinni eða nágrenni hennar. Það má þvi segja, að frjóregnið skrái á þennan hátt gróðurfarssögu umhverfisins á hverjum tima. Aðferðin til að ráða rúnir mýranna nefnist frjógreining. Frjógreiningin er fremur ung fræði grein. Um miðja síðustu öld veittu menn því athygli, að í fornum jarð- lögum, einkum í mó og tertierum mó- kolum eða surtárbrandi, væri mikið um „fossil" frjókom, og töldu, að með greiningu þessara frjókorna sænski jarðfræðingurinn Lennart von. Post setti fram fyrstu frjólínuritin, þ. e. setti fram útreikninga á hundr- aðshlutföllum og lagði þar með grund völlinn að nútíma frjógreiningu. Þegar mýrarsnið hefur verið valið, eru sýnishorn tekin úr sniðinu með 5 eða 10 sm millibili. Ögn af sýnis- horninu er síðan soðin í kalílút og ýmsum sýrum, og á þann hátt er það losað við ýmis ólífræn efni (eld fjallaösku, sand og leir) og lifræn (jurtaleifar), sem trufla og tefja mjög fyrir við frjógreininguna. Frjó- kornin láta ekkert á sjá við þessa harkalegu meðferð. Því, sem nú er eftir af sýnishorninu, er brugðið und- ir smásjá og frjókornin greind til ætta eða tegunda og talin. Oftast eru greind og talin 200—1000 frjó- korn í sýnishomi. Þannig er unnið úr hverju sýnishorninu á fætur öðru. Hundraðshlutföll frjókornanna úr hverju sýnishorni em siðan reiknuð út og færð inn á línurit, svokallað frjólínurit. Af þessu línuriti má síðan lesa gróðurfarssöguna, og út frá hennl má draga ályktanir um loftslagssögu. Einnig koma áhrif mannsins á gróður- far oft mjög greinilega í ljós í slíkum -Fæsta órar fyrir því, hverju vísindamenn okkar gætu áorkaS, ef þeir fengju ein- beitt sér að rannsóknum og tilraunum, fræðiiegum ög hagnýtum. Þekking og tækni eru komin á hátt stig, og viö eigum fjöida vei menntaöra vísindamanna. Galdurinn er sá einn, að þeir geti heigað síg áhugamálum sínum. Hér segir af því^ hyað oton þeírra hefur lesið úr þetm rúnúm, er frjókornín skrá í jarðveginn, • 900 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAB

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.