Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1963, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1963, Blaðsíða 6
vinna en á Iínunni. Alltaf meiri fiskur að landa og aðstaðan erfið. Stundum varð aff ka-sta fiskinuni niður í smá- báta og flytja hann upp að bryggjun- um, því að fiskibátarnir flutu ekki að bryggjunum nema um flæði og hálf- fallinn sjó. Var erfitt að kasta upp úr smábátunum um fjöru, því að hátt var þá upp á bryggjurnar, og þættu svoleiðis vinnubrögð nú á tímum ó- gerningur. En þá þekktist ekki annað og þótti sjálfsagt. Fiskurinn var greiddur úr netun- um með litlum goggum, lengdin bara breidd handarinnar, og smíðuðu menn sjálfir hver sinn gogg. Krók- urinn var litill úr stáli og ávalur fyrir oddinn til þess að rífa ekki fiskinn, þegar verið var að smokka netinu utan ■ af honum. Við að greiða fiskinn úr netunum, unnu tveir saman, hinir handfljót- ustu af hverjum báti, því að það var undir því komið, hve greiðlega þetta verk gekk, hversu fljótt bátarnir komust að landi. Venjulegt var að draga öll netin á hverjum degi, ef mögulegt var, og bátar höfðu yfirleitt ekki fleiri net f sjó en komizt varð yfir að draga, þegar fært veður var. Leitazt var við að fá sem beztan fisk. Ég minnist þess, að maður ham- aðist svo við úrgreiðsluna, að svit- hm draup af hverju hári og skyrt- urnar voru vindandi, ef maður hefði nennt því eða hirt um það eftir skorpurnar. Stundum var fiskurinn svo þétt í netunum, að það varð að faðma utan nm bunkana til þesss að velta þeim inn úr rúllunni. Eina vertíð mín í Vestmannaeyj- um var ég báti, sem Bliki hét. Með hann var Sigurður Ingimundar- son, mikill aflamaður. Ég fór seint að heiman þennan vet- ur, ætlaði ekkert að fara og var eilt- •hvað slappur. En svo leiddist mér heima, þegar daginn fór að lengja. — en var þá búinn að segja upp skiprúmi mínu. Fór ég óráðinn, og lenti hjá þessum manni. Hann hafði misst út mann daginn áður en ég kom til Eyja, svo að ég fór í það skiprúm, og í fyrstu sjóferð minni þar misstum við annan mann. Það atvikaðist þannig, að þaff átti að fara að leggja trossu, sem komið var með úr lamdi. Ég var ekki búinn að til- einka mér neitt sérstakt verk og ekki þörf fyrir það svona til að byrja með, og stóð ég hjá manninum, sem ætl- affi að styðja netastjórann á borðinu. Það voru stórir og þungir steinar meff járnflaug. — Svo var baujunni kastað og færíð rann út. Báturlno var á þungu skriffi, en mér fannst einhvem veginn, aff allt vœri efrki f l'agi, Sv'o að ég leit aftur í stýrishúsiff til formannsins og benti honum að minnka ferðina. En það var of seint, því að þegar ég leit við, sá ég í iljar mannsins, sem stjórann hafffi stutt. Flaugin hafði slegizt í hann, þegar færið tók í, og maðurinn kastazt út með stjóranum. Ég hljóp aftur eftir bátnum til þess að ná í bjarghring, sem festur var við stýrishúsið. Mað- urinn kom upp töluvert langt frá bátnum, og kastaði ég hringnum á sama augnabliki og hendur hans komu upp úr sjónum. En hringur- inn fór of stutt, þótt litlii munaði. En þetta var síffasta tækifærið, þvi að maðurian kom ekld upp aftur. Þetta voru sárustu augnablikin, sem ég lifði á sjómannsævi minni. Eina vertiff var ég á línuveiðaran- um Venusi. Við vorum á netaveiði og gerðum að aflanum og söltuðum um borff, og var lagt upp, er skipið var fullt. Þá var ég með mestan afla á einum sólarhring. Við vorum í að- gerð allan daginn og þó var þilfarið borðstokkafullt, aftur úr og fram úr. Lifrin var brædd um borð, og fengust 10 tunnur af lýsi úr lögninni. Varð að fara til lands, því að sikipið var fullt, og flytja ósaltaða fiskinn í land og salta hann þar. Á línuveiðaranum Helga magra, er var stærsta skipið, sem ég var á, fékk ég mesta veður, sem ég hef verið í á sjó, að ég held. i>að hvein og söng í öllu, og sjórinn gekk lát- laust yfir skipið. Viff vorum á hunda- sundi með hnífana í höndunum aft- ur eftir öllu þilfari, áður en hælt var að gera að fiskinum. Þetta endaði með því, að sumir misstu hnífana fyrir borð, og þá fyrst var hætt. Þá varð að taka öll skilrúm af þilfarinu og fara með þau upp á bátadekk. Sjórinn var þá búinn að kubba sund- ur skilrúmin í fremstu stíunum, og voru þau þó úr tveggja þumiunga þykkum plönkum. Svo þegar þetta allt' var búið, þá átti aff halda til lands. En þá ællaði allt í kaf, svo að hætta varð við þaff, og var lónað í 6 tíma, áffur í land var fariff. Mér er þetta veður sérstaklega minnisstætt, fannst ég vera eins og laufblað, sem ætlaði aff sogast upp í loftið, ef ég sleppti mér. Eftir 6 tíma lægði veðr- ið svo, að unnt var að sigla inn til Reykjavíkur. Á sömu vertíðinni á Helga magra kom það fyrir úti í Faxaflóa, þegar við vorum langt komnir aff draga og átti að fara aff gera að fiskinum, að sjór var kominn í skipið upp á palla I lestinni og saltið búiff að fylla allar rásir, svo að sjó.ium varff ekki dælt út. Mannskapurinn var settur I að ausa skipiff og staðiff í austri alla leiff til Reykjavíkur. Þar var skipinu fennt upp 1 fjöru. En þegar búiff var aff tæma skipiff, fannst enginn leki og ekkert var aff því, og fékk skipshöfnin aldrei að vita, hvaff lekanum olli. En talað var um einhver mistök í vélarúminu. Um 30 lestir af salti bráðnuðu þarna niður. ★ Sumariff 1922 fór Steinþór austur á land, og hugðist nú kanna ókunna stigu, sjá meira af landinu og fá um leið góða sumarþénustu. En sjóróffr- ar á opnum bátum voru þá álitlegur bjargræðisvegur austur þar. Þeir voru sjö, ungir menn, er slógu sér saman og réðust til sjó- róðra frá Skálum á Langanesi, sex Vestmannaeyingar og Steinþór hinn sjöundi. Útgerðarmaðurinn, sem þeir réðust til, var þeim öllum ókunnur. Milligöngumaðurinn, sem annaðist ráffninguna, var úr Vest- » mannaeyjum. Þeir voru ráðnir upp á kaup, og áttu að róa á tveim ára- bátum. Ekki byrjaði vertíðin vel fyrir Steinþóri og bátsfélögum hans, því aff í fyrsta róðrinum lá við, að svo illa færi, að róffrarnir yrðu ekki fleiri. Þeir voru að sjálfsögðu allir ókunnugir og vöruðu sig ekki á Austfjarðaþokunni illræmdu. Vissu þeir ekki, hve langt þá hafði borið frá landi, en sá guli beit vel á og sjálfir áttu þeir meira af kappi en forsjá og uggðu ekki að sér fyrr en kominn var hvass aflandsvindur, sem brátt nálgaðist stórviffri, en bátur- inn hlaðinn. Þeir höfðu borizt langt út með Lánganesröstinni. Taka þeir nú barning til lands, og er þeir höfðu róið í fjórar stundir, settu þeir út stjóra og hugðust hvíla sig og fá sér matarbita. En er þeir voru rétt búnir að taka upp nestisskrínurnar, kemur brot á bátinn, svo að hann verður þóftufullur á svipstundu. Þeir hjuggu strax á strenginn og tóku til aff ausa bátinn og réru því upp á líf og dauða og sluppu, áöur en næsta brot kom, en þeir höfðu lent nálægt grynningum nokkrum. Var ekki um annað að ræða en halda barningnum áfram, og Skálum náðu þeir eftir sjö tíma baráttu. Það óhapp vildi til, að einn maff- urinn braut aðta ár sína, en þeir voru þrír á bátnum, og reru allir á tvær árar, en höfðu tvær lengri árar til vara. Tók Steinþór og annar hinna þá sína löngu árina hvor og reru á þær, en einn reri á tvær ár- ar í hálsi. Oft miðaði lítið eða ekk- ert, en á endanum náðu þeir landi við illan leik, en óhappalaust. Nú læt ég Steinpór enn segja frá: „Þegar fnam í september kom, voru strákamij. orðnir óánægðir meff matinn og annaff fleira, svo aff allir 894 TtHINK - 8UNNUDAGSBLAB

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.