Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1963, Side 21

Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1963, Side 21
GLETTU Kaffi ffárkaupmanna Séra Skúli á Breiffabólsstað var mikill kaffisvelgur og vildi hafa þaS sterkt. Þegar hann reið norður til fjárkaupanna, bölvaði hann hroða- lega yfir kaffinu, sem félagar hans bjuggu til, en honum þótt'i kaffið ævinlega þunnt. Eitt sinn tóku þeir tóbakspung prests og létu úr honum í kaffikönn- una. Ekki vissi hann um þetta, en þegar hann bragðaði á kaffinu, sagði hann: „Ætlið þið nú að drepa mig, hel- vítin ykkar?“ Haus og löppum ofaukíð Hin nafntogaða, skaftfeUska hetja, Heiðmundur Hjaitason, gisti á bæ í Flóa í einni Reykjavíkurferða sinna. Morguninn eftir spurði húsfreyja gest sinn, hvernig hann hefði sofið. „Ef skorinn hefði verið af mér hausinn og lappirnar, þá hefði ég nú líklega blundað“, svaraði Heið- mundur. Liðlegur verkmaður Þegar taka skyldi þau Bjarna og Steinunni frá Sjöundá af lífi, var maður sá, er hét Þorleifur Andrés- son, t'illeiðanlegur til þess að vinna verkið. En yfirvöldin treystu honum ekki til hlítar, því að hann var gam- sín á þann hluta mýrasniðanna, sem myndaður er á sögulegum tíma. Af 440 tegundum æðri plantna, sem nú vaxa hér á landi, telur Stein- dór Steindórsson (1961), að 214 teg- undir hafi lifáð af síðustu ísöld jökul- tímans á íslausum svæðum, en tegundir hafi flutzt eða slæðzt með manninum. Líklegt er, að tala þeirra plantna, sem hingað hafa borizt með manninum, sé hærri, enda hafa þær á 11 öldum getað aðhæfzt og orðið fullgildir borgarar hins íslenzka gróð- urfélags. Á landnámsöld voru líklega % hlutar landsins grónir, í dag tæpur fjórðungur, þ.e. % alls gróins lands hafa orðið uppblæstrinum að bráð á 11 öldum fyrir áhrif versnandi lofts- lags og þó einkum mannsins. En nú hefur uppblásturinn veriff heftur, og tækni nútímans mun á komandi ára- tugum megna að breyta svörtum sandi í bleika akra og græna engja- reiti. Við frjórannsóknirnar hefur mjög verið stuðzt við aldursákvörðuð lög af eldfjallaösku, sem myndazt hafa við gos í ýmsum eldstöðvum. all orðinn, o-g þe&s vegna fórst það íyrir. En Þorieifur gamli hafði unnið slíkt handverk áður, og var allhreykinn af því, hve vel það hafði farið úr hendi, enda sagði hann jafnan síðan, að ekki þætti sér fyrir að höggva mann. Það var þegar Ingibjörg nokk- ur, sem fyrirfór barni sínu og gróf það í fjóshaug á Hofstöðum í Blöndu- hlíð, var höggvin á Helluhólma í Hér aðsvötnum. Átti Þorleifur þá í útistöð um vegna þjófnaðargruns og keypti sig undan hégningu með böðulsstarf- inu. Þegar höfuðið vait af Ingibjörgu í fyrsta höggi, sneri hann sér að sýslumanni og mælti: „Fór nú ekki nógu vel, sýslumaður góður?“ „Þó aö hann drepð még“ í Suður-Þingeyjarsýslu var maður sá, er hét Davíð Daníelsson og var oft kallaður Da’víð skrambi. Hann kom einhverju -sinni að Kvígindisdal á Seljárdal og var á leið að Rauðá í Bárðardal. Hríðarfjúk var, og viidi bóndi ekki, að hann færi lengra að sinni. Davíð vddi aftur á móti óðfús halda ferðinni áfram og var hvergi smeykur: „Þó að hann drepi mig á heiðinni", sagði hann, „kannast ég við mig, þeg- ar ég kem nið'ur að fljótinu“. Bandið þið hesfana, amen Gísli hreppsijóri Guðnason í Reykjakoti var meðhjálpari í Reykja- kirkju í Ölfusi. Messudag einn að sumarlagi lá mikið flatt af heyi, sem var orðið langt tíl þurrt, og ef til vill hefur veður verið ótryggt, enda skúrasamt í Ölfusinu. Hafði Gísli mjög hraðan á, er hann las bænina eftir messuna. Mæltist honum þá á þessa ieið: „í Jesú nafni — blessuð börn, bandið þið nú hestana — amen“. Halidérs frágangur Vinnukona e:n á Mýrum í Dýra- firði varð vanfær og sagði að því valdan mann, sem hér Halldór Jóns- son. Móðursystir Halldórs, Guðrún Jónsdóttir frá Sellátrum, leit svo td, að aðrir væru fullt svo liklegir til þess að eiga barnið og dró í efa sann- leiksgildi faðernislýsingarinnar. Þegar vinnukonan varð létt'ari, lét Guðrún færa sér barnið. Virti hún það vandlega fyrir sér og mælti síðan: „Jú — það þarf ekki að ugga um það: Þetta er Halldórs frágangur“. S34 faðmar og hálfum hefur Mýrdælingar voru að búast á sjó, en einn hásetann vantaði — Jón bónda Ólafsson í Dyrhólum. Formað- ur sendi mann upp á kampinn til þess að hyggja að honum, og kom hann aftur með þær fréttir, að hann væri á leiðinni. Nú leið enn löng stund, og formaður, sem orðinn var harla óþolinmóður, sendi á ný menn t'il þess að reka á eftir Jóni. Mættu þeir honum uppi á kampinum og báðu hann blessaffan aff flýta sér. En hann var þungt hugsi og anzaði þeim engu orði. Þegar hann kom loks niffur í flæðarmáliff, kasiaði formaður að honum höslum orðum og skipaffi honum að skinnklæðast tafarlaust, ef hann ætlaði sér aff fljóta meff. Þá leit Jón loks upp, brosti íbygg- inn og spurði af mestu rósemi: „Vitið þið, hve margir faðmar eru frá túnfætinum í Dyrhólum og fram í flæðarmál í Dyrhólahöfn? Þeir eru níu hundruð þrjátíu og fjórir — og þó um það bil hálfum betur“. Sfóðst ekki matið Gísli bóndi Gunnarsson á Gvend- ars.öðum í Víðidal á Staðarfjöllum, átti í erjum við granna sinn, Jón Þor- steinsson á Hryggjum. Stefndi hann Jóni, og kom málið á sáttanefnd niðri í sveit. Þegar á sáttafundinn kom, hafffi Gísli engar sakir uppi á Jón, og þótti það kynleg málsókn. Var sáttafundi slitið við svo búið, og þóítust þeir séra Eggert í Glaumbæ og Jón hreppstjóri Oddsson á Bessa- stöðum, er báðir komu til fundarins, illa gabbaðir. En þegar út á hlaðið kom og fariff var aff brýna Gísla á þessu háttalagi hans, sagði hann: „Nú get ég ekki þagaff iengur.“ „Vi8 drekkum aiiir“ Hallgrimur biskup Sveinsson var á yfirreið í Skaftafellssýslu. Einn sókn- arpresturinn þar var harla drykk- felldur, en naut þó vinsælda í sókn- um síaum sakir kosta, er hann var búinn. Biskup hafði í huga að láta til skarar skríða gegn presti, og að lokinni messu í höfuðkirkju presta- kallsins, tók hann að spyrja söfnuð- inn um háttalag hans. Spurði hann tvívegis, hvort presturinn drykki, en enginn svaraði. í þriðja skipti spurði biskup: „Drekkur presturinn?" Þá reis einn bænda úr sæti sínu og svaraði: „Viff drekkum allir í þessari sókn, herra biskup, og viljum, að prestur- inn geri það líka“. itMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 909

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.