Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1963, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1963, Blaðsíða 10
«1 verstöð Ö'ifirðinga. Og sem hann gengur þar um bakkann og verður litið út til Kálíeyrar, þykist hann sjá þar einhverja hreyfingu milli búð- artófta, sem þai voru þá. Telur hann líklegt, að pao séu kindur, og átti hann þó alls engra kinda von þar. Vindur nann sér þó þangað í skyndi og bregður heldur í brún, er hann hittir þar ókur.nan mann, illa til reika og aðframkoir.mn — gat aðeins dreg- izt áfrarn og þó fremur á fjórum fót- um en uppréttur. Hefur hann mikla og átakanlega sögu að segja: Skipið Talisman fra Akureyri hafði strand- að hér cmhvers staðar langt út frá í miklu brimróti, sjö menn komizt lifandi í land, en óvíst um hina. Mundu pó að minnsta kosti 2—3 menn lifandi hér úti í fjörunum, en líklegt væri, að allir, sem í land kom- ust, hefðu kcmizt eitthvað áleiðis. Meira gat hann ekki sagt, enda ekki um fleira spurt, þvi að nú var að hafa hraðan á Hinrik klæddi sig þegar úr sokkum og naerklæðum og færði manninn í og hlúð'i að honum svo sem unnt var, opnaði þá emu sjóbúð, sem þar var undir þaki og skildi þar við hann, en hljóp sjálfur þegar af stað til Flat- eyrar. En ekki hafði hann lengi far- ið, er hann mætir þeim Páli og Kristjáni, sem höfðu snúið frá Klofn- ingsheiðinni vegna stórhriðar, en ætluðu sér nú að ganga „fyrir Nes“. Pað höfðu þeir raunar alls ekki ætl- að sér að gera beldur fara heiðina, en vildu þó ganga fjörur fremur en setjast að á Flateyri, úr því ekki var annars kostur. En leiðin „fyrir Nes“ var löngum ill yfirferðar og seinfar- in. Segir Hinrik þeim nú hin válegu tíðindi, sem gerzt höfðu úti við Straumnesið um nóttina og hvers þeir megi vænta á leið sinni. Skyldu þeir nú hraða för sinni sem mest, færa þeim, sem þeir kynnu að hitta á lífi þær gleðrfréttir, að hjálp væri í nánd, og síðan athuga sjálfan strandstað- inn, hvað þai þyrfti strax að gera, en síðan kynna Súgfirðingum ástand- ið, því að líkur bentu til, að þeir yrðu fljótari þangað en Flateyringar, þar sem strandstaðurinn myndi nær þeim. Skildi þar með þeim. Fundu þeir félagar brátt manninn í sjóbúðinni allhressan og að'ra þriá utan við For- vaðamn, sem var bá illfær vegna þess hve hásjávað var. En fyrir hann hafði sá fyrsti einn farið, en hinir setzt að í fjörunni ulan við hann, illa haldn ir, og biðu nú þess, sem verða vildi. Voru tveir þeirra enn nokkuð ihress- ir, en sá þrioji mjög illa haldinn. Hinn fjórSá fundu þeir nokkru utar látinn, að þeir töldu. Glæddist nú lífs- von þeirra þriggja, er þeir heyrðu að hjálp kæmi brátt frá Flateyri. Allmiklu utar fundu þeir lík skip- stjórans, hagræddu því og merktu staðinn. Hafði hann meiddur og upp- gefinn lagzt þar fyrir og beðið félaga sína að skilja þar við sig og reyna að bjarga séi’ — honum væri ekki lífs auðið En hroðalegast var að koma á sjálf- an strandstaðinn. Hann var nokkru vestan við há Nesið, að kalla skammt frá Stað í Sugandafirði. Þar gengur smávík eða vik, Kleifavík, inn í klettótta ströndina, og er þar smá- fjara, en klenahleinar beggja vegna. Og þarna í vikinu hafði Talisman borið að ian.ii, þó ekki borið upp á sandinn, heÍQur liðazt sundur við klettrim fran-.an og til hliðar við hann. Var nú hér ömurlegt um að litast, er þe'.r Páll og Kristján komu á staðinn, brak í hrúgum og mörg lík í flæð'armáli. hvergi vottur um líf. Lögðu þeir líkin til og breiddu seglbút yfir, eu hröðuðu svo för sinni til bvggða. og segir ekki meir af þeim í þili. Nú víkur sögunni til Flateyrar. Þar hafði ég hafiö kennslu í skólanum klukkan 9 ið venju. En ekki leið á löngu, þar til harkalega var barið að dyrum. Var þar kominn Hinrik Guðmundsson, móður og másandi og undarlega til fara. Segir hann mér hin ömurlegu tíðindi um afdrif Talis- mans og skipshafnarinnar, og jafn- framt það, að tveir menn séu á leið á strandstaöinn, en okkar sé fyrst og fremst að bjarga þeim. sem hér séu nær og iíklega enn á lífi. Var nú uppi fótur og fit sem nærri má geta, bömin send tafarlaust heim með fréttina og beiðni um hjálp. Komum við begar nokkrir saman, og var strax ákveðin för út eftir, bæði á sjó og landi. Með hest var farið út á Kálfeyri handa manninum, sem þar var, og jafnframt gerður út vél- bátur með ’ækni og hjúkrunarvörur og heitan drykfk. Og annar hópur manna for út fjörur með tæki, sem til náðist I sicyndi og hugsanlegt var, að á þyrfti að halda. Ekki voru hinar fyrstu fréttir svo greinilegar um björgun skipshafnarinnax, að hægt ■væri að' gera séi fulla grein fyrir því, sem gerzt hafði, og því þótti sjálf- sagt að vera við því búinn að geta tekið á móti skipshöfninni lifandi og hlúð að henni svo sem frekast var unnt að gera. Ekkert sjúkias'kýli var þá í þorpinu, og því íétum við slá upp rúmum í annarri skólasfofunni þegar í stað. Voru þá margar hjálparhendur á lofti, en rúmföt streymdu að', svo að segja úr hverju húsi. Vora þarna komin á svipstundu, að kalla, uppbúin rúm handa allri skipshöfninni, sextán manns, og hjúivrunarlið búið til starfa. En svo fór, því miður, að ekki þurfti að nota nema íjögur rúmin. Nú er að segja af leitarmönnunum. Þeir, sem á land fóru, fundu brátt utan við Björgin þrjá menn þar í fjörunni, og nokkru utar vélstjórann látinn, en allir voru tafarlaust flutt- ir úti í vélbát sem hafði fylgzt með leitinni á lanci. Gerði héraðslæknif, Halldór G. Stefánsson, þegar ræki- legar lífgunartilraunir á vélstjóran- um, en án árangurs. Sneri báturinn þá tafarlaust ínn til Flateyrar aftur með mennina. en hinir héldu áfram út ströndina, tundu brátt lík skip- stjórans og ems háseta. sem á land komst. En er á strandstaðinn kom, voru þar fyrv Súgfirðingar og sögðu þær fréttir, sem Páll og Kristján höfðu fært þfim og þeir sjálfir sann- reynt, að allir þar ytra hefðu farizt. Voru þegar fundin sjö lík í fjörunni og hið áttunda uppi í brekkunni. Hafði sá sjáaiúega ætlað sér þar upp á bakkann, kannski haft grun um, að það væri hin stytzta leið til manna, ems og rétt var, en ekki komizt lengra. Reynpist þetta vera stýrimað- ur skipsins. Var þá Ijóst orðið, að alls hefðu atta menn komizt lífs á land, en af þeim fjórir látizt og hin- ir komnir ti’ Flateyrar. En þá vantdð'i eitt likið, því að fullvíst þótti, að sextán manns hefðu verið á skipinu Var þess vandlega leitað beggja vegna við strandstað- inn fram á k\ öld, en án árangurs. Vora þá níu lík flutt heim í Staðar- kirkju, en lík skipstjórams skyldi flutt til Flateyrar og sótt daginn eftir, enda var það all- miklu innar og þar vart lendandi nú. Tók svo hieppstjóri Suðureyrar- hrepps að sé.- umsjón þarna á staðn- um, og var skiiizt við þessi málalok um kvöldið, en ákveðið að hefja leit að ófundna líkinu að morgni. Um kvöldið heima á Flateyri, er skipbrotsmennJrnir fjórir tóku ögn að hressast, en einn þeirra var þó illa haldinn, sögðu þeir okkur hið' helzta, sem sktð hafði í þessari feigð- arför, aðalleg. tveir þeirra. Þeir höfðu lagt af stað á fimmtudagsmorgun, sem áður segir, en höfðu ekki lengi farið, er á þá skall blindbylur af norð'austri, og jókst veðurofsinn, er á daginn leið, með stórsjó og miklu frosti. Valt skipið hroðalega og gerð- ust þegar ýmrir mjög sjóveikir, sem iítt voru sjóvulki vanir, og raunar fleiri, er á leið Fyrst gekk allt sæmi- lega, en er veður harðnaði og frost jókst, tók sk.pið að' hyljast klaka- brynju og fékk áföll, / er sum vora svo alvarleg að telja mátti, að þá og þegar væri úti um allt. Svo var er mikil hoiskefla skall yfir og braut bugspjót skipsins og borðstokk öðru megin. enda hatfði skipið þá lagzt á hliðina og þótti tvísýnt um, að það rétti sig aftur, sem það' þó gerði. Og seinna fengu þeir aðra holskeflu, sem hálffyllti káetuna af sjó. Og áfram bar þá, þótt seint og illa gengi. Og allt af stóðu þeir við stjórn til 898 T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.