Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1963, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1963, Blaðsíða 8
Gamlir læknisdómar ÖRG VORU læknislyfin hér fyrr á öldum. Það kenncli ærið margra grasa hjá lyfjasölunum þá, og myndi sumt af því ekki tel'jast girnilegir læknisdómar nú á tímum. Meðal þessara læknisdóma voru múmíur. Læknavísindin vísuðu múmíunum raunar á bug á átjándu öld, en þó hefur framundir þetta eimt eftir af trúnni á þær. Lyfjabúðin i Assens í Dan- mörku keypti múmíu árið 1866, og jafnvel árið 1927 varð þýzk lyfjaverksmiðja sér úti um múmíu. Eins og kunnugt er var jarðbik notað, þegar lik voru smurð til varðveizlu, og um langan aldur var mikil trú á lækningamætti jarðbiks. Vera kann, að þangað sé að rekja þá trú, er menn fengu á múmíunum. Saman við það kann að hafa blandazt undrunin yfir þvi, hve mú- míurnar höfðu varðveitzt vel og lengi, og menn ímyndað sér að í þeim væru efni, sem gætu veitt lifandi fólki hlutdeild í óforgengileikanum. Að minnsta kosti voru hinar gömlu og uppþornuðu múmíur mal- aðar í duft, sem fólk efaðist ekki um, að myndi gagnast því í baráttunni við sjúk- dóma, hrörnun og dauða. — Þetta fannst fólki þeim mun liklegra sem sú trú var mjög útbreidd, bæði meðal lærðra manna og fáfróðrar alþýðu, að til væru margvís- legir hlutir, gæddir dularfullum, undarleg- um mætti. Það reið bara á því að finna þá og nota þá á réttan hátt. Þegar fram í sótti varð til dæmis alþýðutrú, að múm- íuduft væri hið mesta þing, ásamt fleira ágæti, gegn flogaveiki. Var múmíuduftið sums staðar kall'að heiðingja- kjöt eða syndarakjöt, svo að ekkert skorti á, að fólk gerði sér grein fyrir því, hvers það var ■að neyta. En það setti það ekki fyxir sig, enda mörg læknislyfin litt kræsileg þá, og alla tíma hef- ur maðurinn verið frekur til fjörsins. — Enn eru varðveitt mörg sýnishorn af þessum læknisdómi. Þau hafa iðulega verið rannsökuð á vísindalegan hátt, og hefur komið í Ijós, að sum eru án alls efa raunverulegt múmíuduft. En önnur hafa verið fölsuð. Þau eru að mestu eða jafnvel öllu l'eyti úr jarðbiki. En það hef- ur vafalaust verið jafnheilsusamlegt og duftið úr smurðlingunum. Annað læknislyf, sem notað var um sama leyti, var sporðdrekaolían. Hún var búin til með þeim hætti, að tuttugu sporðdrekar voru lagðir í bleyti í olíu úr einu pundi af beiskum möndlum. Þetta læknislyf var notað gegn eitri, kýlum, bólusótt, hitaveiki og lömun. — Lækn- arnir vísuðu sporðdrekaolí- unni á bug í kringum 1800, en almenningur lagði ekki fyrir róða trú sína á hana, enda var hún lengi eftir það til sölu í Iyfjabúðum. Vafalaust hefur sporðdrekaolía til dæmis verið seld í lyfjabúðunum hér fyrst framan af, jafn- vel langt fram á nítjándu öl'd. Til er í Danmörku flaska með sporðdrekaolíu, og fannst hún í lyfjabúð, sem stofnuð var árið 1842. Og enn í dag kvað það bera við í Danmörku, að fólk spyrji um sporðdrekaolíu í lyfjabúðum. Trúin á sporðdrekaolíuna hefur vafalaust verið tengd trúnni á stjörnurnar, enda var sú tíð, að ekki var breitt bilið á mill'i læknislistar og stjörnuspádóma. Árið 1539 hvíldi enn sú skyl'da á lyflækningaprófessorum Kaupmanna hafnarháskóla að semja almanak. En vantrúin á stjörnurnar er ekki heldur ný af nálinni. Andrés, erkibiskup í Lundi, sagði á æskuárum Sturlu Sig- hvatssonar: „Stjörnurnar segja ekki fyrir óorðna atburði. Eins og maðurinn, sem hamingjusamlega er gæddur náð- argáfu skynseminnar, geti verið háður stjörnu, án lífs og tillfinninga!” — Það er nær hálf áttunda öld síðan erki- biskupinn mælti þessi orð. Skyldi enn vera til fólk, sem hefði gott af því að hugsa um þau? Heimild: Skalk (Sundhed til salg eftir Ilelge Sögaard). baðstofu þá, sem jörðinni fylgdi, fannst ekki taka því. „Mér þótti líka vænt urn litla icotbæinn, og mér leið vel 1 honum eftir atvikum.'' Þeim til fróðleiks, sem aldrei hafa komið í önnur hús en traust, hlý og vel búin að öllu, ytra og innra, vil ég láta Steinþór segja frá því, sem fyrir getur komið í véikbyggðum og göml- um húsaskriflum: — Það var í septemberveðrinu mikla 1936. Við vorum þá búin að eignast tvö börn, voru þau á öðru og þriðja ári. Um mi.Snætti' heyrði ég, að veðrið var alltaf áð harðna. Við hjónin höfðum ekki sofnað, því að bærinn skalf og nötraði bg brast og brakaði í öllu. í einum sviptibylnum heyrði ég mikinn skruðning, og skreið ég þá út. Sá ég þá, að þakið hafði svipzt af öðrum megin, og í sömu andránni fer hinn þakhelmingurinn á eftir. Þakið af fyrri hliðinni hafði tvístr- azt út um allt, en hitt var samhang- andi, og skreið ég til að bera grjót á það. En það var lífshættulegt, því að spýtnabrak var á íjúkandi ferð allt um kring. Af þakinu var ekkert eftir nema sperrurnar og klæðningur, sem negld ur var innan á þær. Gerði brátt slag- viðri, og urðum víð að fára nieð börn- in niður í lítið herbergi, sem var undir lofti í öðrum enda hússins. ★ Steinþór byrjaði snemma í búskap sínum að höggva 1 túnþýfið, en aðal- útgræðslan hófst, þegar hinar stór- virku ræktunarvélar komu til sög- unnar 1948. Hlöðu yfir öll' hey jarðar- innar byggði hann 1948 og fjárhús og fjós ári seinna. Rétt eftir 1950 byggði hann svo íbúðarhúsið. SteLnþór hef'ur ekki legið á liði sínu sí'ðán hann hóf búskapinn, frerb- úr en áður, meðan harin stund'áði Framhald á 910. síSu. 8SÓ T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.