Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1963, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1963, Blaðsíða 2
 Innst' í þröngum dal Eyjafjarðar klúkti lítill bær með kuldalegu nafni milli brattra og hrikalegra fjallshlíða. Hann hét Jökull, og stóð á dálítilli fit austan Eyja- fjarðarár, um það bil gegnt mynni Villingadals. Er þar kornið svo langt suður á milli fjallanna, að bæir á þessum sl'óðum standa litlu norðar en til dæmis Skarð á Skarðsströnd, svo að alþekktur bær á Vesturlandi sé nefndur. — Nú er Jökull fallinn i eyði eins og nokkrir aðrir hi.ina innstu bæja í Eyjafjarðardölum. Fyrir um það bil hálfum sjö- unda tug ára fluttust á þennan bæ ung hjón, Vigfús Þórarinn Jóns- son, bóndason frá Hólum, og Sess- elja Sigurðardóttir, bóndadóttir frá Leynfngi. Þau voru bæði heimavön á þessum sl'óðum, sam- gróin fjöllunum, börn hinna djúpu dala, sem ristu þau sundur. Sambúð þeirra var stutt, því að Vigfús bóndi dó ungur. En Sess- elja freist'aði þess að halda bú- skapnum áfram, og að nokkrum árum liðnum giftist hún í annað sinn. Síðari maður hennar hét Þorsteinn Magnússon. Segir ekki af búskap þeirra, og hefur hann sennilega verið áþskk- ur því, sem þá gerðist á haröh^la- jörðum, fráskotnum meginbyggð- um. Þó er þess að geta, að reið- hest áttú Sesselja húsfreyja. Hét sá Gráni og var gjöf úr hendi fyrri manns hennar á dögum æsku og ástar, jafnvel tryggðapantur. í banalegu Vigfúsar höfðu þau hjónin rætt um þennan hest, því að fyrir hann höfðu verið boðnir tveir góðir brúkunarhestar. Að lokum tók hinn helsjúki maður af skarið: „Ég get ekki séð, Sesselja, að þú megir missa hann Grána, og svo skulum við ekki tala meira um það“. Nú verður farið fljótt yfir sögu, hlaupið yfir mörg ár og ekki num- ið staðar fyrr en haustið 1916, er þrír menn af hinum innri bæjum byggðarinnar héldu í fjárleit suð- ur á öræfi. Voru það þeir Hjálmar Þorláksson í Hólsgerði, kempa mikil og ratvís fjallagarpur, Að- alsteinn Tryggvason á Jóru'.mar- stöðum og Jón Vigfússon á Jökli, sonur Sesselju af fyrra hjóna- bandi. Voru þeir ríðandi og smöl- uðu fjöllin etas og lög gera ráð fyrir og ráku safnið til náttstaðar í hvammi einum við Geldingsá, er þar fellur til norðvesturs í átt til Jökuisár eystri, sem er skammt undan. í hvammi þessum var fjár- rétt, og var siður, að leitarmenn hefðu þar náttból, áður en þeir héldu norður til byggða með safnið, enda var þar betri hagi SESSELJA Á JÖKLI en annars staðar á þessum slóð- um. Nú gerðist það, sem oftar hend- ir, að dag þann, er leitarmenn- irnir héldu tneð safnið í réttar- hvamminn við Geldingsá, skall á hríð af norðri með eigi lítilli fann komu, og var véður hart þar uppi á fjöllunum. Tjald höfðu leitar- menn meðferðis, en ekki gátu þeir búizt um í því og hlúð þar að sér eftir föngum, því að þeir urðu að hafa gætur á hestum sínum og kindum í hríðinni. Það var þó bót í mál'i, að hér voru engir au- kvisar á ferð, heldur hertir me.in, sem vanir voru mörgu misjöfnu. En það lætur að líkum, að kald- söm hefur nóttin verið. Þetta var næsta hastarlegt á- hlaup og hið verst'a veður niðri í byggð. Húsfreyjan á Jökli, Sess- elja Sigurðardóttir, vakti löngum um nóttina, • hlustaði á gnauðið í veðrinu og rýndi út í kófið, sem þyrlaðist við gluggann. Hugurinn leitaði sífellt suður á fjöllin, þar sem hún vissi son sinn og föru- nauta hans tvo heyja baráttu við veðrið. Áhyggja hennar var þó ekki bundin við mennina eina — henni varð líka hugsað til hest- ana, sem nú hömuðu sig einhvers staðar undir barði eða melöldu, þreyttir og svangir eftir daglangt erfiði á grýttum leiðum. Hugur Sesselju á Jökli reikaði víða þessa nótt, en nam þó alltaf staðar við hið sama. Hver myndih af annarri sveif henni fyrir hug- skotssjónir — fanribarðar leiðir, Gráni — tryggðapanturinn frá Vlg-fúsl og gæðingurinn, sem á sár minn isvarða á f|öllum. 690 T 1 M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.