Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1963, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1963, Blaðsíða 5
ómegnug að fullnægja jiorfum manna. Það var því kappsmál og brennandi spursmál: Hvernig og hve fljótt get ég komizt á þessi glæstu skip, og orðið maður með mönnum? Þá þurfti sa-nnarlega ekki að auglysa eftir mtínnum í skiprúm. ★ Nú læt ég Steinþór sjálfan segja frá: — Ég stundaði sjó öðru hvoru, frá því að ég var 12 ára. Ég orgaði þangað til ég fékk að fara sex vikna tíma á báti, sem hér Fjölnir og Guð- mundur bóndi á Næfranesi var for- maður á. Pabbi minn var þar háseti. Þetta var um vor. Vorið, sem ég fermdist, var ég vakinn klukkan 6 um morguninn dag- inn eftir fermingardaginn, til þess að fara til sjós. Slikt var altítt á þeim árum, að imglingarnir voru látnir fara svo að segja beint úr kirkjunni á fermingardaginn til sjávar, því að fátæktin heima fyrir rak á eftir, þótt oft væru þessir unglingar svo óþrosk- aðir og að ýmsu vanbúnir undir það líf, sem þar beið þeirra, að nú myndi slíkt ekki látið afskiptalaust. Eftir það þurfti ég ekki að biðja að lofa mér að'fara á sjóinn, því að þá var fólkið búið að sjá að hafa mátti þar not af mér. Ég var snemma fiskinn, sem kallað'er, og gekk vel að draga. Ég held, að áhugi og ósérhlífni hafi verið stíár þáttur í minni fiskni. Tvö násstu árin var ég á lítilli, ein- mastraðiri skútu frá Þingeyri, sem Ihét Mary. Fyrra árið var ég aðeins um vörið, en fór þá heim t'il þess að slá. Snemma á úthaldinu þetta vor slasaðist kokkurinn, sem var Ólafur bóndi Magnússon, sambýlismaður föð- ur míns. Enginn af -hásetunum fékkst til þess að taka að sér kokksstörfin, svo að ég lét tilleiðast að matreiða, heldur en að stöðva skipið, þótt ég hefði lítið fengizt við matargerð áð- ur, því að þess þurfti ég aldrei í heimahúsum. Kokksstörfin gengu eftir vonum, enda menn þá ekki matvandir. Seinna sumarið var ég á skútunni allan tímann fram í sept- ember og var þá orðinn sæmilegur dráttarriiaður, en ekki man ég neitt, hver þénustan var, enda hugsaði ég lítið um það. Hún fór ina í heimilis- reikninginn, og þá var allt gott, ef hann var í lagi. Næstu tvö sumur var ég á vél báti frá Hvammi, sem Hulda hét, en hún var skakbátur. Skipstjóri og eig- andi með fleirum, var Jón Arason, bóndi í Hvammi. Þar var ég allan tímann, bæði sumrin. Annað vorið, sem ég var á Huld- unni, gekk skæð inflúenza. Veiktist ég mikið og var ekki sami maður lengi á eftir, ef ég hef þá nokkurn tíma orðið jafngóður, sem ég efa stór- lega. Fyrst eftir að ég kom aftur um borð, gekk blóð upp úr mér, þó að ég hefði ekki orð á því. Læknir hafði skoðað mig áður en ég fór út og fann hann ekkert að mér, og þá var allt i lagi, enda hafði ég engan tíma ti) þess að liggja í ómennsku. Eftir þessi tvö sumur á Huldunni, hætti ég hér heima í bili, en fór vet- urinn 1921 til Vestmannaeyja, og réð ist þar á bát, sem Sigríður hét, 12 lesta. Á þeim báti var ég eina vertíð og sá marga bratta báru, en slysa laust gekk sú vertíð, þótt mjóu mun aði oft og tíðum. Eitt skiptið var nærri sokkið undir okkur, en með því að við vorum ákveðnir að bjarg ast, ef un-nt væri, þá tókst okkur að ryðja netum og fiski svo fljótt í sjó- inn, að allt lagaðist aftur, og það þakka ég sérstaklega þrem mönnum Sigríður fórst mörgum árum síðar, fór í strand og brotnaði í spón undir hömrum vestan á eyjunum. Menn- irnir komu-st á syllu í berginu og einn skipverja kleif bergið og komst til manna, og varð skipbrotsmönnum borgið. Hét sá Jón Vigfússon. Næstu þrjár vetrarvertíðirnar var ég á báti, sem Hansína hét, skipstjóri Eyjólfur Gíslason á Búastöðum. Það var happa sæll maður og góður sjómaður og félagi, og þótti mér vænt um hann. Kaup mitt' fyrstu vertíðina var 500 krónur og þótti mikið í þá daga. Þá fengu hásetar ekki hlut í afia, ei-ns og nú, en maður vann samt og lagði sig allan fram, án þess a-ð láta sér detta í hug, að maður ætti meira skilið. Ég minnist þess ekki, að ég heyrði nokkurn félaga minna minn- ast á það, að þett'a væri ekki eins ’-g það ætti að vera. Á Hansínu fékk ég meira kaup, enda þá orðinn vanur öllum störf- um. Það var nokkuð farið eftír dugn- aði manna, að ég held. Vinnan var líka yfirleitt erfið. Þá varð að leggja línuna með höndum, og það gerðu ekki nema góðir menn, því að hand- fljótur varð maður að vera í vondu veðri og sjógangi, því að þá vildi lín- an kastast til, og varð vel að gæta þess, að önglarnir kræktust ekki í mapn, því að þá hefði illa farið. Á netav irtíðinni var miklu erfiðari T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ '93

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.