Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1963, Blaðsíða 18
íslenzk birkifrjó — stærð frjókornsins er 1/40 úr millimetra.
Sveinn Fálsson seglr í Anniverearia
1797 (Fe/ðabók. bls. 715, Rvk. 1945),
eftir að nann hefur lýst fundanstað
tveggja sjaldgæfra plantna, naður-
tungu og vatr.snafla, við heita upp-
sprettu hjá Biúará, suðvestur af Skál-
holti: „En nokkuð lengra frá ánni, á
hól. sem baíiast Bolahaus, fann ég
heiian topp af Artemisia vulgaris
rmalurtl. Var hún ebki enn blómg-
uð (19. ágúst), en samt allhávaxin.
Geri ég ráð fyrir, að þarna hafi fyrr-
um verið' hús ef til vill einsetumanns-
kofi í kaiþólskum sið, og hafi jurt
þessi, sem ekki hefur áður fundizt
hér á landi, verið gróðursett þar til
skrauts eð3 sáð til hennar með fræi.
Vera má og. að hún hafi ient þarna
íyrir einbera tilviljun, enda héldu
forfeður vorir hana til margra hluta
nytsamlega, ineira að segja til galdra."
Jurt þessi mnn einnig hafa verið í
grasasafni Bjarna Pálssonar, að því
er sænski grusafræðingurinn Soland-
er getur í óprer.taðri plöntuskrá í
British Museum, en hann ferðaðist
hér um m°ð Uno von Troil 1772. f
riti Jóns iærða Guðmundssonar. Um
nokkrar grasanáttúrur, sem skrifað
er um 1S40 er þess getið, að Absint-
:um, malurt, sé góð gegn svefnleysi,
bólgnum eistum, evrnaverk, maga-
kveisu svo og gegn flugum og flóm
(tilvitnamr eftir Sigurði Þórarinssyni
1948).
Ekki er unnt að greina malurtar-
fr.ió til '.eguntia en hafi Artemisia
absinthium. þ e. hin eiginlega mai-
urt, verið rmktuð hér á landi, má
ætla. að hún hafi verið notuð til lækn-
inga og þó einkum við ölgerð. Sé um
Artemisia vulgaris að ræða eins og
Sveinn Palsson telur, má ætla, að hún
hafi gegnt líku hlutverki og fyrst
nefnda tegundin En að auki mun hin
sterka angan af blómum malurtarinn-
ar (A vulgaris) hafa komið að gagni
í baráttunni við mölinn (mal = möl-
ur), enda mun mölurinn hafa verið
ásækinn i falnað fyrr á tímum ekki
síður en nú Malurtartonnurinn. sem
Sveinn Páisso?' fann 1797. var ekki í
blóma 19 ágúst os má því ætla, að
malurtin hafi þurft hlý sumur til
blómgunar Má vera, að það sé ein-
mitt skýring'n á því hversu malurtar-
frjó finnast slopult
Á tveim stöðum hafa fundizt frjó-
korn af mjaðulyngi eða porsi (Myriea
Gale), sem er lágvaxinn runni. skyld-
ur birki. Miaðarlyng vex í mýrum í
Noregi allt norðu'- til Troms, err vex
ekki hér á landi. Mjaðarlyngsfrjó
fann Sigttrður Þórarinsson (1944) við
frjórannsóknb við Skallakot. Við
fyrstu athugun mína á Borgarmvrar-
sniðinu (Þ. E 1961) rakst ég á fáein
frjókorn ?f mjað'arlyngi í landnáms-
laginu Likleg' er, að mjaðarlyng eða
uors hafi verið ræktað hér, en kven-
rekiar þess voru notaðir við ölbrugg-
un (porsöf) í stað humals.
Þess var áðui getið, að frjókomum
körfublóma fjölgi mjög við landnám-
ið. Frjókorna af túnfíflum og undan-
fíflum gætir lítið fyrr en eftir land-
nám. Þá skvtur og annarri ger$
körfublómafrjóa upp með landnám-
inu. Þau má helzt heimfæra til vall-
humals og baldursbrár. Vallhumall
mun fyrrum hafa verið ræktaður og
notaður við ölgerð í stað humals, og
vel gat vallhumallinn slæðzt hingað
með mönnum. Vallhumall er nú al-
gengur við bæi og víða í ræktuðu
landi og gerir mun minni kröfur til
jarðvegs en baldursbrá.
Ö1 mun hafa verið aðaldrykkur til
hátíðabrigða fyrr á öldum, enda öl-
drykkju víða getið. Til ölgerðar mun
ýmist hafa verið notaS íslenzkt eða
innflutt bygg, en í stað humais mun
malurt, mjaðarlyng eða jafnvel vall-
humall hafa komið, enda voru þessar
jurtir ræktaðar hérlendis eins og að
framan greinir.
Um aðrar nytjaplöntur og ræktun
þeirra hér er fátt vitað. Rétt undir
öskudreifingunni frá Heklugosinu
1104 fannst í Skálholti eitt linfrjó.
Lín framleiðir allra jurta minnst
frjóduft, svo ag þaS telst til einskærr-
ar tilviljunar, ef línfrjó finnst. Lín-
frjó finnast helzt í tjörnum og keldum
þar sem lín hefur veriS látiS feyjast.
Það má því telja meS nokkurri vissu,
að lín (Linum usitatissimum) eða
hör hafi verið ræktað í Skálholti á
síðari hluta 11. aldar. Nokkur ör-
nefni benda til Línræktar, svo sem
Línekrudalur hjá Sólheimum í Mýr-
dal og Línakrar hjá Bergþórshvoli,
en þar eru mikil garðbrot. Við frjó-
rannsóknir á Línökrum að Bergþórs-
hvoli fannst að vísu ekkert línfrjó, en
gífurlegt magn af arfafrjóum, enda
var erfitt að uppræta illgresi á lín-
ökrum vegna viðkvæmni línsins. Lín-
rækt hefur vafalítið verið stunduð
víðar á landinu á þessum tíma. Li.i
var notað í nærklæði, kirkjubúnað
svo og veiðarfæri að fornu
Við landnámið hafa borizt hingað
út nokkrar jurtategundir af ýmsum
ættum, sem fylgja manninum, hvar
sem hann nemur eða brýtur land.
Jurtir þessar nefnast einu nafni ill-
gresi eða arfi. Öllu illgresi er það sam-
eiginlegt, að það krefst góðs jarðvegs
og mikillar birtu. Margar þessara
jurta eru að uppruna steppu- eða
strandplöntur, sem fylgt hafa mann-
inum um þúsundir ára land úr landi.
Sumt af þvi illgresi, sem tekur að
gæta með landnáminu, er íslenzkt
að uppruna, svo sem katlartungan,
sem vaxið hefur við sjó fyrir land-
nám, en þá fært sig um set og tekið
sér bólfestu kríngum bæi svo og í
valllendi og á melabörðum. Sama
máli virðist gegna um jurtir af hélu-
njólaætt. Við landnámið tekur einnig
fyrst að ráði að gæta frjókorna af
möðrúætt, líklega einkum af gul-
906
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAO