Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1963, Blaðsíða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1963, Blaðsíða 11
STRAUMNES ADAtVÍK 'M1*AN*Í-—> Uppdráttur af Vestfjörðum, er sýnir Straumnesvita og Galtarvita við Keflavík og staðinn, þar sem Talisman strandaði, auk beitarhúsanna á Stað f Súgandafirði og Káifeyrar við Önundarfjörð. skíptis, skip tjóri og stýrimaður, en stýr'sliús var ekki á skipinu. En svo skeður það seint á föstudag, að þeir þvkj is' vissir um að hafa séð ljósi brogð'a f.vrir frá vita, og það ofta>' en einu sinni, að þeir töldu. Ekki var þetta þó svo greinilegt. að hægt væ.-> að þekkja vitann, en skipstjóri nuiti liafa talið, að þetta væri ljós fra Straumnesvitanum, en mun vafalaust hafa verið frá Kefla- víkurvitanum sem nýlega hafði þá verið reistui En sá . viti er vestan megm við mytmi Súgandafjarðar. En einmitt þetta að þeir höfðu séð ljósi bregða fyrir og talið það vera frá Straumnesvita varð þeim þung raun og afdrifarí'k Skömmu stftar lægð'i vind og sjó, og þóttust oeii nú komnir í eitt- hvert var. M-m þeim þá hafa létt mik- ið. Og sennilcgt talið. að skipstjórnar- menn hafi jafnvei hugsað sér að leggja skipið við stjóra og bíða birtu. En nú var te>-ið að rjá við vélina, sem jafnan hafði verið óvirk, en nú fór í gang. Það stóð þó ekki lengi, því að innan skanuns reið á þá grunn- brotið og kaslaði skipinu upp í mikið brimrót við ókunna strönd. Ekki var langt í land, én brot- sjóar gengu yfir skip og menn. Skipsbátinn hreif brimið úr höndum þeirra, og sau þeir hann ekki meir. Skyldi þá reynt að komast með taug í land, og gerði stýrimaðurinn, sem var vaskur maður og vel syndur, tvær tilraunir til þess að komast í land og ná fótfestu, en tókst ekki, og urðu þeir að draga hann upp í skipið aft- ur í bæ'ði skintin. Sættu þeir sig þó við það, að útfall sjávar væri og styttra að korc ast í land á fjörunni. En allt urðu það vonbrigði. Að- fjall sjávar var, en ekki útfall. Skipið sat fast, þótt að félli, og bar ekki með flóðinu rær landi, heldur liðað- ist smátt og sn.átt í sundur. Reyndu þ:xr nú að losa mastrið með því að saga það sundur og tókst það. Og rr.eð hjálp þess fleyttu nolckrir sér ' land. En sú landtaka var erfið, því að brimið var mikið og útsogið geysr’ega sterkt. Hinir biðu enn á flakin 1 um stund, þótt sumir þeirra hafi .iklega verið komnir í sjóinn og dnxkknað'ir, því að í þeim ósköpum, sem á gengu, var ógern- ingur að fylgjast með því, sem gerð- ist. enda sumir þeirra, sem landi náðu, illa hr’dnir af þreytu, hungri og kulda. Var nú ekki um anna-ð að gera, ef bjarga átti siálfum sér og öðrum, er að landi kynnu að bera, en að leita hjálpar. Og því lögðu þrír menn strax af stað cg nokkru síð'ar fjórir. Og að sjálfsögðu í þá átt, með sjó á hægri hönd sem rétt var, ef það hefði verið r.iraumnesviti, sem þeir urðu varir við en um það efuðust þeir ekki, að því er virtist. Og sú leið var þá líka undan veðri. En til mannabyggða var þetta löng og erfið leið, og því fór sem fór. Skamimt var aftur á^móti' inn að beitarhúsunu.n á Stað og hjálpin því nærri, hefði þangað verið leitað. f allri þessari frásögn báru þeir skipstjóra og stýrimanni hið bezta orð og dáðu þá fyrir dugnað og þol- gæði. Um afdrif þeirra, sem á skips- flakinu voru var nú kunnugt. Þeir munu hafa fhstir farið í sjóinn um svipað leyti. Úrin þeirra sýndu, að það hafði gerz'. klukkan 5 að morgni þessa dags. Er þessum þætti í frásögn þeirra var lokið, tók ég að grennslast um nöfn skipverja. Þótti mér líklegt, að óg mundi kannast við suma þeirra. Skipstjórann þekkti ég vel, og svo kynni að vera um fleiri, enda reynd- ist það svo. Meðal annarra nefndu þeir nafn Beaedikts Jónssonar, gam- als söngbróður úr Heklu, sem söng fyrstur íslenzkra kóra á erlendri grund 1905. Þar höfðum við starfað saman og vurum góðir kunningjar, enda var Benedikt ágætur félagi og vinsæll. Nú ségðu þeir mér, að hann hefði oftar ex einu sinni minnzt á það og öskað þess í upphafi þess- arar ferðar, að svo færi, að skipið kæmi við á Önundarfirði og hann gæti heimsótt mig, sinn gamla fé- lagsbróðui. H:ns vegar þótti nú lík- legast, að hann væri einn hinna níu, sem bornir hötðu verið í Staðarkirkju þá um daginn Því að enginn vissi þá, hver sá var, sem vantaði í hóp- inn. Var svo gengið til náða eftir dapr- an dag, en bn vakti hjúkrunarkona í skólanum. Snemma næsta morgun, og í all- góðu sjóveðri, fór ég með nokkra menn á vélbát’ á strandstaðinn, svoy sem um nafði verið talað. Voru þar þá 'komnir Súgfirðingar og höfðu leit- að um stund að líki hins ófundna háseta, en ekKx fundið. Slógumst við þá í leitina sem fljótlega bar árang- ur. Fanost líkið í litlum vogi svo sem 40—50 metra frá strandstaðn- um og Önundarfjarðarmegin. Brá mér heldur í hrúr.. er ég leit þar minn gamla og góða Heklubróður, sem nú gaf sig pannu. fram. Á þann hátt hafði hotium riðið að ósk sinni um, að við gætuin fundizt. Og ekki var þá um annað að ræða en að ég tæki hann með mé/ heim til mín, ásamt skipstjóranum Símskeyti hafði ég fengið um það frá Ásgeiri Péturssyni, að líklegast mundu líkin sótt og flutt norður. En úr því >’arð þó ekki. Fór svo, að níu lík \oru greftruð að Stað í Súgandafirði og látin í eina gröf. Jarðsöng þar ug flutti ræð'u. sr. Þor- varður Brynjólfsson, sóknarprestur Hinir þrír, skipstjórinn, vélstjórinn og Benedikt Jóisson voru jarðsungn- Frainhalcf á 910. síðu. T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 899

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.