Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1963, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 27.10.1963, Blaðsíða 15
er hundraðstala víðis 10—20%, en við landnámið týna víðifrjóin töl- unni og ná eítir það aðeins 1—2%. Af öðrum jurtum, sem fækkar við landnámið, ma nefna mjaðjurt, engja- rós (rósaætt), hrafnaklukku (kross- blómaætt) og hvönn eða geitlu (sveip- jurtaætt). Miklu fleiri eri þær jurtategundir eða ættir, sem „nem’a land“ við til- komu mannsins, en þær sem fækk- ar. Hlutfall grasfrjóa er fyrir land- nám 5—10% en við landnámið hækkar hlutfallstala þeirra í 40—50% og stendur siðan í stað, unz hún stíg- ur skyndilega skömmu fyrir Heklu- gosið 1693 í 70—75%. Þegar fram á 19. öldina kemur, fækkar gras- frjóum að nýiu. Frjókornum af grösum má skipta í tvo flokka. í öðrum flokknum eru frjókorn haga- og túngrasa, sem þeg- ar hefur venð rætt um, en í hinum frjókorn af ,.korntegundum“, en þau eru miklu stærri en hin fyrrnefndu. Fyrir landnám finnast sjaldan frjó- korn af þeirri stærð, en þau fáu, sem finnast, munu.vera af melgresi. Mel- ur mun fyrír landnám einkum hafa vaxið í sandi með ströndum fram eða á áreyrum, er ekki hafa flutzt að nokkru ráði irm í land. fyrr en upp- blásturinn hafði svipt jarðvegi af sendnum jarðvegsgrunm. í Skálholti gætir frjokorna af kornstærð þegar með landnámi, en hámarki nær korn- frjóið skömmu eftir Heklugosið 1104. Kornfrjóum iækkar síðan og þau hverfa á 14 eða 15. öld Líklega er hér um frjokom af byggi að ræða. Skömmu fyrir Heklugosið 1693 fer að bera á frjókomum af kornstærð að hýju. Þeim fækkar síðan eftir Kötlu- gosið 1721, en gætir þó áfram. Lík- lega er hér um melfrjó að ræða, en þó er ekki útilokað, að um byggfrjó gæti verið að ræða skömmu fyrir eða um 1700. Auk gras- og kornfrjóa fjölgar fyr- ir áhrif landnámsins frjókornum af hjartagrasa- (haugarfi, vegarfi), súru- (túnsúra, hundasúra), körfublóma- (túnfíflar, baldursbrá eða vallhum- all), möðru- (gulmaðra) oggræð'isúru- ætt (kattartunga). Einnig skjóta upp kollinum frjókorn nokkurra annarra jurta, sem annaðhvort hafa verið ræktaðar eða borizt hafa af tilviljun með manninum, svo sem af blöðku- jurtum (hlaðarfi), garðabrúðu og malurt. Rétt undir öskudreifinni frá Heklugosinu 1104 fannst eitt frjókorn af líni Frjólínuritið úr Borgarmýri er um margt keimlikt Skálholtslínuritinur pótt saga pessara tveggja staða sé næsta óhk Hundraðshvutföll hálfgrasanna eru i Borgarmýrarlínuritinu allbreytileg. Við landnámið fækkar lyngfrjóum mikið. Viðifrjóa gætir lítið, en þó fækkar þeim heldur við landnámið. Birkifrjó týna einnig tölunni við land námið, eða ur 60—80% niður í 15%. Sveifla Dirkilvnunnar milli öskulag- anna G og R (Katla um 1500) er vafa- lítið af vóldum birkifrjóa, sem borizt hafa með áfoki úr eldri jarðvegi. Ofan öskulagsins R nær birkið síðan 5—10%. Grasírjóum fjölgar mjög við landnámið eða úr 5—10% í 50% og eftir 1500 í 60—75%. Frjókorn af kornstærð koma fyrst tU sögunnar eftir landnám en ná aldrei meir en 1%. Frjókoruvm af krossblórr>a . sveip jurta- (hvönn, geitla) og rósaætt (engjarós, ro.iaðjurt) fækkar við land- námið, en trjókornunum af hjarta- grasa- (haug;,rfi, vegarfi) græðisúru (kattartungai súru (tún- og hunda- súra), körfubióma- (túnfiflar vall- humall, baldursbrá) og möðruætt fjölgar mjög við landnámið. Auk framangreindrs frjókorna skjóta einn- ig upp kollinum með landnáminu frjó- korn af blöðkujurtum (hlaðarfi) og garðabrúðu. Einnig fundust nokkur frjókorn af malurt og mjaðarlyngi T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 903

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.