Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1963, Side 17
Mi)'- ’J'WWt
GAMLI KÍLÍMÉ:
ST RJ ÁLBÝ LIÐ
— Rímklædd þýðing Halldóru B. Björnsson á græn-
lenzku kvæöi. —
Móðir óðs og yndis,
auða, hljóða láð!
Allir söngvar ortir
eru af þinni náð.
Þögli hárra heiða,
húm í kyrrum dal
aðgát, brótti, ástúð
auðga mannlegt tal.
Sviði særðra hjartna
sína túlkun fær,
þar sem lækjarlæna
lágan hakka þvær.
Grátur golu í viði
gefur blæ á mál
þess, er á sér enga
aðhlynningarsál.
Maður er öðrum úlfur.
Einveran er góð.
Fjarlægð, þrá til funda
fæðir dýrust ljóð .
Moldin eða myrkrið,
marinn. birta geims
gera líf að gæfu,
goðfríð lönd vors heims.
Hvernig örbirg auðnin
yndi, list og þrótt
veita má, ei vitað
verður seint né fljótt.
Undrið: orð og tónar
æðra harki, þröng
veitist þeim, er vefja
vinafæð í söng.
Sigurður Jónsson
frá Brún.
ég því svipazt um á þeim slóðum, er
mér höfðu virzt hektur djungalegar
í rökkrinu kvöldið áður. Ekki fer hjá
því, að manni verður hugsað aftur í
tímann, þegar litið er um öxl heim
að bænum. En ég vil ekki hætta mér
út á svo hálan ís að kveða upp dóma
um samskipti séra Árna og sóknar-
barna hans. Lesið hef ég sumar sög-
ur hans, er ærinn þytur varð út af,
þegar þær komu á prent. Sá þytur
er þó nú löngu hljóðnaður. Séra Árni
var gáfaður maður og merkur, vel
lærður og sterkur í guðdómnum.
Heimili hans var þekkt að risnu við
gest og gangandi og hin góða kona
hans, Elísabet Sigurðardóttir frá
Syðra-Skógarnesi, annáluð fyrir-mynd-
arskap. Snæfellingar geta aftur á móti
verið nokkuð orðhvatir og opinskáir
í viðmóti. Þeir eru óþvingaðir í allri
framkomu og þola illa hvers konar
kúgun. Má vel vera, að gamla mann-
inum hafi miklazt þetta, þegar minn-
ingarnar sóttu hann heim. Eitt eiga
þó Snæfellingar nú sammerkt með
þeim ,sem lýst er í sögum séra Árna
Þórarinssonar: Gestrisni þeirra og
höfðingslund er mikil — alls staðar
er mönnum vel tekið, og kemur sér
þó ekki ævinlega vel, þegar aðkomu-
fólk er að tefja fyrir sveitafólki í ann-
ríki þess.
Já, mannlífið hefur líklega breytzt
stórum. En fegurðin er hin sama og
fyrr. Þennan dýrlega dag var sam-
leikur snæfellskrar náttúrufegurðar
fullkominn, svo sem framast má verða
að haustlagi, þegar við ókum upp
kjarrivaxna hakka Haffjarðarár —
tign samstilling ljóss og lit'a, regn-
þrunginna þökubakka og þverrandi
skins haustsólarinnar. Roðagullnir
litir hraunsins voru sem sýn í álf-
heima — stundum sveipaðir myrkum
skuggum regnskýjanna. stundum
slegnir óumræðilega fagurri birtu,
er varla á sér hliðstæðu á jarðríki.
Bakgrunnur þessarar óendanlegu feg-
urðar voru eldbrunnir, drumbrauðir
gígar, bleikföl engjalönd, snæviþakin
fjöll og regnbarin hamrabelti. Kóróna
meistaraverksins var fagurlega hvelfd-
ur regnbogi, er glóði sem gullinn
rammi um þessa litauðugu mynd.
Annar endi hans speglaðist í dökku,
straumþungu fljótinu — hinn hvarf
langt suður í hrauni.
Leiðir skildi, þegar á þjóðveginn
kom. Kristján hélt heim, en ég þramm
aði suður veginn Eg sneri samt brátt
við, því að mig langaði til þess að
skoða hylinn við brúna, áður en
lengra væri haldið. Undir brúnni
hefur Haffjarðará grafið hyldjúpa
gjá, sem nú er nefnd Brúarhylur,
en heitir að réttu Sauðhylur. Oft má
þar sjá blika á lax í blágrænu straum-
kastinu, og er undarlegt, að nokkur
skuli vilja verða til þess að binda
endi á leik hans.
Skammt suður frá brúnni, vestan
við hið forna höfuðból, Kolbeinsstaði,
er hraunbreiðan slitin sundur, og er
þjóðvegurinn þar í ótal bugðum og
hlykkjum. Eftir því sem ég bezt veit,
skiptir hraunið þar um nafn. Hraun-
breiðan að norðan og austan heitir
Rauðhálsahraun og dregur nafn af
gíg eða gígum norður af Mýrdal —
Rauðhálsum. En hraunið, sem teyg-
ist í suður og útsuður, er Eldborgar-
hraun, og rís Borgin sjálf hátt yfir
hraunbreiðuna.
Allir þeir, sem um veginn fara,
hljóta að taka eftir lágreistu húsi í
hraunjaðrinum,- Umhverfis grýtt tún-
ið er haglega hlaðinn og traustur
garður úr hraungrýti. Einhvern tíma
hefur þessi bær, sem heitir Landbrot,
byggzt sem hjáleiga frá Kolbeins-
stöðum, ásamt öðrum, er var ofar og
austar í hraunjaðrinum og hét Skjálg.
Lækur eða smáá rennur þarna suður
með veginum, en getur víst orðið
hýsna drjúgur með sig, þegar vel læt-
ur í leysingum. Oft hafði mig langað
til þess að staldra þama, og nú gafst
mér tækifærið.
Hér hefur verið kyrrlátt og frið-
sælt inni í miðri hraunbreiðunni. En
vart trúi ég öðru en stundum hafi ver-
ið setinn bekkurinn í lágreistri bað-
stofunni hjá þeim, sem þarna réðu
ríkjum — skáli svo að segja um þjóð-
braut þvera og vað á ánni skammt
vestur af bænum. Nú gengur enginn
á vit bóndans í hrauninu, enginn
hyggur á leiðsögn hans yfir farar-
tálmann. Nútíminn þýtur með hávaða
sínum og ys eftir hlykkjóttu striki
vegarins í gegnum hraunið og fæst-
ir virða eyðibæinn einu sinni við-
lits. Landbrot hefur sem sagt verið
í eyði um skeið — að minnsta kosti
öll þau ár, sem ég hef verið á Snæ-.
fellsnesi. Síðastur dvaldist þar eða
bjó Þórður Árnason, fyrrum bóndi
í Hraunsmúla.
Hlunnindi hafa verið lítil í Land-
broti, enda var svo á flestum hjáleig-
um. Vetrarbeit hefur þó verið sæmi-
leg í hrauninu, og sauðland eða upp
rekstur hefur Landbrotsbóndi átt í
svokölluðum Sóleyjardal, norður í
fjöllunum, á meðan hin svonefnda
Kolbeinsstaðaeign var og hét. Fyrr á
öldum áttu þau Ari Þorkelsson, sýslu-
maður í Haga á Barðaströnd, og Ást-
ríður, kona hans, Þorleifsdóttir, þessa
miklu eign. Þau voru foreldrar séra
Þorleifs Arasonar á Breiðabólsstað í
Fljótshlíð, er drukknaði í Markar-
Framhald á 982. sfCu.
TFMINN - SUNNUDAGSBLAÐ
977