Tíminn Sunnudagsblað - 24.11.1963, Síða 19
formi, eins og áður er lauslega
nefnt.
Síðari hluta vetrar 1901 til ’02 var
Björn Jensson, þá reiknings- og
stærðfræði-kennari við „Reykjavíkur
lærða skóla“ staddur, sem oftar í
kennslustund í 1. bekk skólans.
Af einhverjum ástæðum hafði
gengið mun fljótar að fara yfir hið
ákveðna námsefni kennslustundar-
innar heldur en áætlað hafði verið,
svo að töluverður tími var eftir.
Þennan tíma notaði Björn til að
kenna þessum nemendum sínum að
lesa úr tölum og hvernig skrifa ætti
tölur upp til þess að léttara væri að
lesa úr þeim, svo og heiti talnahlut-
anna.
Skrifaði hann upp á skólatöfluna
talnaröð, sem í voru 66 tölustafir.
Sýndi hann þarna og skýrði hvernig
ætti að skrifa upp tölur til þess að
lesa úr þeim. Jafnframt varaði hann
við að nota kommu neðanvert í
svona talnaröð og skýrði hvers
vegna. Skýringin var: að komma (,)
á þessum stað er stærðfræðilegt
merki, sem táknar að allir tölustaf-
irnir, er standa fyrir aftan kommuna,
eru teljarar í tugabroti.
Þá skrifaði hann upp heiti tölulið-
anna og sagði að þau væru dregin
af nöfnum fyrstu tíu talnanna í lat-
nesku máli. Enn sagði hann að lesa
mætti úr tölu með enn 60 tölum í
viðbót, framan við, og voru í heiti
þeirra notuð nöfn fyrstu tíu taln-
anna í grísku máli. Þetta skrifaði
hann þó ekki upp né heldur nefndi
heitin, því kennslustundin var þá
senn á þrotum.
Loks gat hann þess að það, að
kynnast þessu, væri aðallega til gam-
ans, því þessar háu tölur hefðu ekk-
ert hagnýtt gildi. Þetta er líka öll-
um kunnugt.
Af því að Björn skrifaði aðeins
þessa 66 tölustafi með heitum þeirra,
svo að ég sá það eins og mynd, hefur
það öll þessi ár geymzt í minni mínu,
auk þess sem eg skrifaði þá þegar
upp jafnótt öll helztu atriðin, sem
muna þyrfti, svo og skýringar hans.
Hér fýlgir svo með 66 talna tölu-
röð sett upp eins og Björn heitinn
gerði og heiti liðanna sett við á sín-
um stað líkt og hann gerði. En auð-
vitað eru þetta ekki nákvæmlega
sömu tölurnar og hann notaði né
heldur tölustafirnir í sömu röð.
Heitin eru hér skráð með íslenzk-
um stafa-bljóðum og sett yfir þann
6-tölustafa lið, sem hvert heitið á
við.
Svo er hér að síðustu sýnt með
bókstöfum, hvernig lesa á úr tölu-
liðunum, og, sem dæmi, valdir fjórir
síðustu 6-tölustafa liðirnir úr hér fyr-
ir framan prentuðu 66 tölustafa-lín-
um; þ. e 23. talna upphæð (af þvi
að fyrsta talan í fyrsta liðnum er 0
(núll) þá fellur það tölu-sætið niður
ónefnt í lesturframburðinum):
Fjörutíu og sex þúsund, eitthundr-
að tuttugu og þrjár triUjónir.
Fjögur hundruð fimmtíu og sex
þúsund, sjö hundruð áttatíu og níu
billjónir.
Eitt hundrað og tvö þúsund, fjögur
hundruð fimmtíu og sex milljónir.
Sjö hundruð áttatíu og níu þúsund,
eitt hundrað og tveir (tvær, tvö).
Hreinritað i dymbilvikunni (5.—
10. apríl), og umbætt að litlu
leyti í okt. 1963.
St. Heilsuhæli N.L.F.Í.,
Hveragerði 10/10 1963.
St. B j.
ZKvmfcviljémr.yóxidriljónip. Sriljónir. jBitjónir. óMiljómr.
I.
'780 '046' 123l't56'789,102,'l56l789'102.
i
L
-L
vandann. Þar var engín klukka, ekk-
ert almanak til að mæla lengd hugs-
unarinnar. Þar voru engin ytri skil-
yrði að taka tillit til. Þar var ekkert,
ekkert nema skörp hugsun hans.
Og ein kenning: enginn vandi er
óleysanlegur.
Hann fann lausnina að lokum. Hún
þýddi undankomu frá ævarandi nótt.
Hún myndi færa reynslu, félagsskap,
ævintýri, andlega áreynslu, skemmt-
un, hlýju, ást, hljóm radda, snert-
ingu handa.
Áætlunin var síður en svo lausleg.
Hún var þvert á móti nógu flókin til
að standast í óteljandi ljósár. Hún
varð að vera slík til að hafa varan-
leika. Annars beið ekkert nema
snöggt afturhvarf til þagnar og bit-
urs myrkurs.
Það var margs að gæta. Taka varð
tillit til milljón og einnar hliðar og
áhrifa þeirra hverrar á aðra. Og að
því loknu varð að hugsa um næstlr
milljónina. Og svo framvegis og svo
framvegis.
Hann bjó sér til voldugan draum,
óendanlega flókinn heim, sem hann
skipulagði út í yztu æsar. Innan hans
T í M i N N — SUNNUDAGSBLAÐ
skyldi hann lifa að nýju. En ekki
sem hann sjálfur. Hann ákvað að
skipta sér niður í óteljandi hluta,
geysilegan fjölda mismunandi mynda
og lífvera, sem allar yrðu að berjast
við sitt sérstaka umhverfi.
Og hann ætlaði að gera barátluna
nær því óvinnandi með því að afsala
sér hugsuninni, láta hræðilega fá-
fræði há hlutum sinum og. neyða þá
til að læra að nýju. Hann skyldi sá
fjandskap meðal þeirra með því að
ákveða grundvallarreglur leiksins.
Þeir, sem færu að reglunum, yrðu
kallaðir góðir. Þeir, sem gerðu það
ekki, yrðu kallaðir vondir. Þannig
myndu skapast stöðug átök innan
ramma hinna einu miklu átaka.
Þegar allt var reiðubúið, ætlaði
hann að sundra sér og hætta að vera
einn, en gerast geysimikill fjöldi líf-
vera. Þá yrðu hlutar hans að brjótast
aftur til einingar og hans sjálfs.
En fyrst varð að gera drauminn
að veruleika. Það var meginatriðið.
Stundin var runnin upp. Tilraunin
varð að hefjast.
Hann laut áfram, hvessti sjónir út
í myrkrið og sagði: „Verði ljós“.
Og það varð ljós.
979
l næsta bla^i tnun meial annars verSa frásign eftir
Sigurjón Jénsson frá Þorgeirsstoðum um sjésiys í Léni,
framhaid frásagnar m séra Ásmund Gunnlaugsson og
spaugbarniS, sem honum var kennt og viétal við Krist-
inu Gústavsdóttur, félagsmálaráéunaut,