Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1963, Page 2

Tíminn Sunnudagsblað - 08.12.1963, Page 2
 4 »|[i rg Guðjónsdóttir: Dagur við yzta haf Það er í sjálfu sér ekki mik- íil viðburður, nú á þessum tím- um orlofa og ferðalaga, þótt fólk bregði sér bæjarleið. En í mínum huga er þetta ferða- lag mikilfenglegur og einstæð- ur viðburður. Þótt það sé ef til vill að að bera í bakkafull- an lækinn, þá stenzt ég samt ekki þá freistingu að skrifa stuttan frásöguþátt af ferð minni á Norður-Strandir að Dröngum, bæ Eiríks rauða. Mörgum finnst það sjálfsagt ekki umtalsvert, þótt ferð sé gerS á afskekktar slóðir þessa lands, þar sem Dyggð er að ■ mestu leyti íallin í auön. En það get cg full- vissað alla um, að fagurt er um að 'itast á Norður-Ströndum í góðu veðri og landslagið stórbrotið og sérkennilegt Og þess má líka tninnast, að hvorki hefur það ver- ’ð né er nesnum heiglum hent að Dúa tii langframa á þessum út- kjálka okkar ágæta lands. Sá, sem þar fer um og gefur sér tíma til þess að staidra við og hugsa sig um, mun skilja, að bæði þarf til þess kjark og þrautseigju. Þeir. sem þar ólu aldur sinn, urðu nð trúa á mátt sinn og megin og vera gæddir mikilli karlmennsku. Hver, sem þar býr, verður jafnan að hafa það hugfasí, að hann getur ekki a aðra trey ,» en sjálfan sig. Hann verður að vera sjálfur sér nógur og má aldiei láta að sér hvarfla að gefast upp, hvað sem í skerst. Það var arla morguns á sólheit- um ágústdegi í sumar, að ég lagði af stað í þetta ferðalág heiman frá Eyri t Ingólfsfirði á vélbátnum Guðrúnu. Dagurinn lofaði góðu og cfndi það líka: Heiðskír himinn cg blækyrit logn, fjörðurinn eins og stöðuvatn og fjöllin spegluðust fleti hans Þegar komið er út fyrir fjarðar- mynnið, er nyrzt við fjörðinn að vestan bæiinn Seljanes. Þar er Drangaskörð, séð af sjó. (Ljósm.: Þorsteinn Jósepsson). viti. Nesið er lágt og klettar og hleinar við sjóinn með miklu að- dýpi. Við komum þar við, en fór- um ekki í Isnd. Næsti fjörður norð an við Ingó’.fsfjörð er Ófeigsfjörð ur, og má segja. að flói sé út af milli Munaðarness og Skerjasunds múla. í Ófeigsfirði fæddist Jón lærði árið 1574, kannski einn gáf- aðasti íslendingur í alþýðustétt á miðöldum. þótt ekki væri hann í hávegum hafður af samtíð sinni, að minnsta kosti valdsmönnunum. Þegar komið er út í flóann, blas- ir Húnaflói við, glitaður sólu. Strandafjö’lin, tign og sviphrein, rísa við hið yzta haf — til aust- urs Kálfatindur og Reykjanes- hyrna og Iangt í burtu sjást Skaga stiandarfjöilin blámóðu fjarlægð- érinnar. E’ lengra kemur norður, opnast Eyvindarfjörður. Niður í botn hans rennur Eyvindarfjarð- ará, töluvert vatnsmikil og gæti ef til vill orðið laxá. — Annars eru margar bergvatnsár þarna norður frá Eyvinda’fiörður er stuttur, og 'úð mynni hans er Engjanes — austur af því Ófeigsfjarðarsker. Lengra auttur í flóanum, norð- austur af Veturmýranesi, eru Sel- sker með vita sinn — leiðarljós sjómanna á þessari óhreinu og vandrötuðu siglingaleið, sem virð- r;n TlllMN - «!!NNUI>/\GSBI,Af>

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.